Síða 1 af 1

Veltibúr í jeppa

Posted: 30.des 2016, 19:28
frá tomtom
Góða kvöldið, ég er að velta fyrir mér að setja velti búr í jeppan hjá mér en hvað á maður að setja mikið búri bílinn hjá manni, ég er með toyota hilux 90 mdl sem er double cab er nóg að setja bara boga yfir mig eða á ég að fara setja eitthvað meira væri gaman að heita hvað mönnum fyrst mffþ Tómas

Re: Veltibúr í jeppa

Posted: 30.des 2016, 20:41
frá biturk
Fer dálítið eftie hvað þú ætlar þér að gera á þessum bík og hversu hár áhættustuðullinn er í leikaraskapnum ;)

Re: Veltibúr í jeppa

Posted: 30.des 2016, 22:06
frá ellisnorra
Ég var að lesa nýju útkallsbókina. Félagarnir sem þar er skrifað um sem lentu ofan í sprungu á Hofsjökli 2006 hefðu sjálfsagt vilja hafa þokkalegt veltibúr í bílnum. Reyndar var bara annar til frásagnar.

Re: Veltibúr í jeppa

Posted: 30.des 2016, 22:27
frá Startarinn
Miðað við lýsingarnar á sprungunni og fallinu áður en bíllinn fór að leggjast saman, þá hefði veltibúrið mátt vera MJÖG öflugt til að þola átökin.

En maður veit svosem aldrei, kannski hefði það skipt öllu í þessu tilviki

Re: Veltibúr í jeppa

Posted: 30.des 2016, 22:49
frá ellisnorra
Í umræddu atviki á Hofsjökli var þetta xtra cab hilux sem fór ofaní, það voru uþb 5cm frá toppi niður í miðjustokkinn, bíllinn lá á hlið (bílstjórahliðin niður) og talað var um að hann hafi verið uþb 80cm "hár" (breidd sprungunnar) neðst, uþb 90cm að ofan.
Mögulega hefði einfaldur veltibogi verið verri í því atviki og þurft alvöru búr þar sem mig minnir að bíllinn hafi verið í hátt í 20 metra í frjálsu falli áður en hann byrjar að kremjast saman. (hann var á ca 30 metra dýpi í jöklinum)
Þetta er náttúrulega extreme dæmi og ansi litlar líkur á að þurfa að búa sig undir svona slys.
En í venjulegum veltum gerir þetta alltaf gagn, sama hveru lítið það er. Svo er bara spurningin, í hvað á bíllinn að vera notaður og hversu öruggur á hann að vera, því meira af rörum inní honum, því verra að ganga um hann. Það er nú ekki beinlínis afgangs lofthæð í hilux :)

Re: Veltibúr í jeppa

Posted: 30.des 2016, 23:36
frá tomtom
Það var einmitt utkallsbókinn sem vakti mig mikið upp VIP þetta þó svo að maður hafi oft spáð í þessu eftir frásagnir sem maður hefur heit frá þeim í þessari ferð, einn þeirra í ferðinni er bróðir minn, en málið er að ég veit ekki hvort ég eigi að fara að smíða fullt búr í bílinn hjá mér eða láta bara einfaldan boga duga fynst ein og ég þyrfti að fara festa hann í grindina ef eg ætlaði að láta það duga

Re: Veltibúr í jeppa

Posted: 31.des 2016, 00:02
frá Startarinn
Eins og Elli segir er lítill afgangur í Hilux, og kílóin fljót að telja. þetta fer allt eftir því hvað á að nota bílinn í. Að ekki sé minnst á aksturslag ökumanns. Ég hef ekki heyrt um mörg slys þar sem búr hefði breytt öllu

Re: Veltibúr í jeppa

Posted: 31.des 2016, 10:24
frá ellisnorra
Ég held að í Hofsjökulsslysinu hefðu venjulegir bogar gefið sig, styrkurinn í keppnisbúrum er í X-unum sem maður setur ekki í jeppa nema að eyðileggja farþega og farangursrými. Bogi með X-i hefði gert ofboðslega mikið í umræddu slysi en það setur enginn svoleiðins í bíl sem á að nota í daglegum aksri líka. Kannski einhverjar willys spíttkerrur sem bara eru notaðar á fjöll en tæplega í hilux.
En endilega reyndu að koma fyrir boga sem kemur fyrir aftan ökumann, hvort sem þú ert með hann alveg aftur við afturrúðu eða við hurðastaf, það gerir heilmikið gagn í "venjulegum" slysum, þe veltum og þessháttar.

Re: Veltibúr í jeppa

Posted: 31.des 2016, 11:33
frá juddi
Ég persónulega fynst vanta meyra af velti bogum eða búrum í íslenska fjallajeppa og ætti td að vera skilda í Land rover en það væri gaman að sjá meyra af utaná liggjandi búrum eins og ástralarnir gera þetta skemmir ekki innra rými auk þess geta búr inní bíl verið varasöm ef þaug eru ekki vel innpökkuð á réttum stöðum og notast við 4-5 punkta belti eins og í kepnisbílum auk þess sem utaná liggjandi búr getur bjargað bílnum í smærri veltum á fjöllum td hentugt að rúður haldist heilar og boddy gengur ekki til.

Re: Veltibúr í jeppa

Posted: 31.des 2016, 12:44
frá ellisnorra
Utanáliggjandi búr er gott að mörgu leiti, til dæmis að halda uppi kösturum, geymslukössum, loftnetum og allskonar. En fjandi sem þau eru í flestum tilfellum ljót :)

Re: Veltibúr í jeppa

Posted: 31.des 2016, 19:41
frá vallikr
Jeppaþjónustan breytir er búinn að smíða allavega 2 stk utanáliggjandi búr fyrir Hilux , nú síðast fyrir Nýjan Hilux bil sem Hjálparsveitin í Kópavogi fékk, í leiðinni öflug toppgrind í leiðinni . Mjög flott gert . Öryggi á ekki að líða fyrir útlit.

Re: Veltibúr í jeppa

Posted: 31.des 2016, 22:09
frá biturk
Utanáliggjandi búr er að mínu mati falskt öryggi nema til að skemma ekki body í veltu

Styrkurinn í veltibúri er í krossinum og ef menn googla hilux rollcage þá sjást margar flottar útgáfur af innanbúrum í slíka bíla án þess ap það komi mikið niður á aðgengi og þægindum

Mitt mat er að fjallajeppar með mikið afl eigi undantekningarlaust að hafa gott veltibúr að innan því slysin gerasy því miður án fyrirvara og þau geta bjargað lífum

Re: Veltibúr í jeppa

Posted: 01.jan 2017, 09:17
frá Járni
Ég er mikið búin að spá í þetta undanfarið, sérstaklega þar sem ég er á Defender pallbíl. Þeim bíl vil ég alls ekki velta, þá með mig og mína í huga.

Þar sem ég staddur í Ástralíu akkúrat núna og hér eru fjölmargar skemmtilegar útfærslur af pöllum og grindum. Þar sem það er minna en ekkert pláss inni í bílnum minum verður grind eða búr að vera fyrir utan, ef það eiga fleiri en tveir að eiga séns á að sitja í bílnum.

Góður bogi með x fyrir aftan húsið með styrkingum aftur eftir, það hlýtur að gefa slatta vörn? Svona trophy truck dæmi.

Flatbed með svona grind er ýkt kúl og er lika öryggisbúnaður, svo það er ekkert nema sjálfsagt?

Re: Veltibúr í jeppa

Posted: 01.jan 2017, 10:42
frá jongud
Ég hef heyrt eitt sem er mínus við utanáliggjandi búr.
Þau hlaða ísingu á sig. Og það getur pakkast ansi mikil aukaþyngd þannig á jeppa ef bilið á milli búrs og yfibyggingar fyllist af ís og krapa

Annað sem mér datt í hug sjálfum er að það hlýtur að vera hundleiðinlegt að þrífa og bóna svoleiðis bíl.

Re: Veltibúr í jeppa

Posted: 01.jan 2017, 13:04
frá Járni
Já, það er eflaust mikið til í því.

Re: Veltibúr í jeppa

Posted: 02.jan 2017, 20:46
frá einsik
Ég var einu sinni farþegi í 200 Krúser í Dubai sem var svona eyimerkur/sandöldu-túristabíll. Hann var með einhverju fóðruðu búri inni en samt 8 manna.
Þannig að einhversstaðar eru til búr.

Re: Veltibúr í jeppa

Posted: 02.jan 2017, 23:25
frá Kiddi
Ég gæti trúað að vel frágenginn kross, fremst á palli geti gert gagn þegar bíll kíttast í sprungur. En það þarf auðvitað að huga vel að því að festingar í boddý séu góðar t.d. yfir bodyfestingu eða á öðrum burðarmiklum stað. Eins skiptir lögunin á veltigrindinni/veltibúrinu töluverðu máli og það þarf svosem ekki ógurlega flókna reikninga til þess að finna út úr því. Eftir því sem lengra er á milli festipunkta þeim mun meira álag verður á bitana þannig að það er nú ekki alveg sama hvernig þetta er í laginu.

En til að svara upphaflegu spurningunni þá gæti einfaldur bogi inni í bíl gert mikið gagn, ef hann er festur í boddýið þar sem það er sterkt fyrir.
Veltibogi sem er illa festur við body getur gert meira ógagn en gagn og sömuleiðis veltibogi sem er of veikur og leggst auðveldlega saman.