Vinnuhiti á Gír og millikassa.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Vinnuhiti á Gír og millikassa.

Postfrá arni87 » 09.feb 2011, 22:58

Nú ætla ég að fara í að setja hitamæli í gírkassan og millikassan hjá mér.
Og er ég að skoða þessa svokölluðu sjálfskiftihitamæla.
Það sem ég er að velta fyrir mér er að þeir eru fyrir mismunandi svið, sumir eru fyrir 150°F-260°Fog upp í 300°F
Þá pælirmaður í því hver er eðlilegur vinnuhiti á kössunum og hvert er hámarkið?

Svo er önnur pæling, þarf maður að bora og snitta fyrir mælinum, eða setur maður mælinn í eithvað gat á kössunum?

Kveðja
Árni F
Lækurinn


Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Vinnuhiti á Gír og millikassa.

Postfrá Freyr » 10.feb 2011, 00:15

150°F = 66°C. Nú er ég ekki klár á því hver er eðlilegur vinnuhiti á gír- og millikössum undir álagi en ég er ekki viss um að það nái 66°C og stórefast um að það geti farið eitthvað að ráði yfir það hitastig. Því þarftu mæla með mun lægra svið heldur en þeir sem eru fyrir skiptingar.

Það er afar ílíklegt að það séu einhver tilbúinn göt fyrir hitanemana svo þú þarf örugglega að bota og snitta eða þá bora og sjóða ró, vertu bara viss um hvað er fyrir innan svo þú skemmir ekkert.

En fyrir forvitnissakir, af hverju ætlarðu að setja þessa hitamæla??????

Kv. Freyr

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Vinnuhiti á Gír og millikassa.

Postfrá Freyr » 10.feb 2011, 00:16

150°F = 66°C. Nú er ég ekki klár á því hver er eðlilegur vinnuhiti á gír- og millikössum undir álagi en ég er ekki viss um að það nái 66°C og stórefast um að það geti farið eitthvað að ráði yfir það hitastig. Því þarftu mæla með mun lægra svið heldur en þeir sem eru fyrir skiptingar.

Það er afar ílíklegt að það séu einhver tilbúinn göt fyrir hitanemana svo þú þarf örugglega að bota og snitta eða þá bora og sjóða ró, vertu bara viss um hvað er fyrir innan svo þú skemmir ekkert.

En fyrir forvitnissakir, af hverju ætlarðu að setja þessa hitamæla??????

Kv. Freyr

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Vinnuhiti á Gír og millikassa.

Postfrá -Hjalti- » 10.feb 2011, 00:21

fleiri mælar meira cool :D
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: Vinnuhiti á Gír og millikassa.

Postfrá arni87 » 10.feb 2011, 00:24

Ég er búinn að hita kassana all verulega.
Þegar ég tappaði olíuni af þeim í gær þá var greinilegt að hún hafi hitnað of mikið og ég vill koma í veg fyrir að kassarnir hitni of mikið.
Því olía sem hefur ofhitnað missir smureginleikana og þar með er maður farinn að skemma kassana.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Vinnuhiti á Gír og millikassa.

Postfrá Einar » 10.feb 2011, 00:42

Olían og sjálfskiptivökvi setja mörkinn, málmurinn þolir meiri hita heldur en olían. Ef olían fer yfir þau hitamörk sem hún þolir kolast hún, hættir þar með að smyrja og allt fer til fjandans. Hitaþol olíu og sjálfskiptivökva er mismunandi eftir tegundum og gæðum, yfirleitt þolir gerfiefnaolía (Synthetic oil) meiri hita heldur en jarðefnaolíur en hjá framleiðendum og söluaðilum ætti að vera hægt að finna hvar mörkin liggja.
Hvað eðlilegan vinnsluhita varðar þá eru sjálfskiptingar látnar vinna á svipuðum hita og vélarnar enda nota þær yfirleitt orginal sama kælikerfi og vélarnar. Hvað gírkassa og millikassa varðar veit ég ekki, líklega lægri en sjálfskiptingar enda eru þær hitaðar upp með kælivatninu ef þær eru of kaldar.


helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: Vinnuhiti á Gír og millikassa.

Postfrá helgiaxel » 10.feb 2011, 08:52

Ef að kassarnir hjá þér eru að ofhitna þá lagaru það ekki með mælum, gírkassi og millikassi eiga ekki að hitna neitt af ráði, ég myndi skjóta á 50-60° max, og ef þeir eru að hitna það mikið hjá þér að olían kolist þá er e-h mikið að gerast inni í kössunum hjá þér, eða þú ert að nota ranga olíu. Um að gera að setja mæla á sem flesta hluti sem maður hefur áhyggjur af, en gírkassi og millikassi eiga ekki að hitna þannig að það sé vandamál nema e-h sé að inní þeim. Það er allt annað mál með sjálfskiftingu, þar er haldið uppi þrýstingi á olíunni og hún svo notuð sem viðnám milli turbohjólanna og convertornum til að drífa bílinn áfram, hún hitnar gríðarlega og þarf að kæla, en í gírboxi er olían aðallega til að smyrja, ekki til að kæla kassann beint.

Eru kassarnir hjá þer skítugir, þaktir af olíu og ryki? það getur virkað sem einangrum og kassinn hefur þannig minni varmaskifti við umhverfið?

Kv
Helgi Axel

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vinnuhiti á Gír og millikassa.

Postfrá Stebbi » 10.feb 2011, 13:11

Athugaðu hvort þú sért örugglega að nota rétta olíu. Ég lennti í þessu einu sinni þegar ég setti venjulega gírolíu á gírkassann í bílnum hjá mér, hann kláraði hana á mánuði. Sum drif og kassar þurfa að nota svokallaða Hypoid olíu sem er háþrýstiþolnari og hitaþolnari en venjuleg 80-90 gírolía.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: Vinnuhiti á Gír og millikassa.

Postfrá arni87 » 10.feb 2011, 20:50

Venjuleg gírolía er búin að koma illa út hjá mér, svo var mér bent á að setja sjálfskiftivökva á kassana og er það að koma "betur" út, það er að segja þeir eru ekki að ofhita olíuna oft, þetta er í fyrsta ksifti síðan ég byrjaði að nota sjálfskiftivökva.

Ég er að spá í að setja kæla fyrir olíuna og jafnvel mæla til að þetta vandamál hætti.

Þeir eru ekki haugdrullugir, þeir voru þrifnir vel fyrir 4 mánuðum síðan og ég þurfti ekkert að þrífa ID plötuna til að sjá hvaða kassa ég er með.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


olihelga
Innlegg: 92
Skráður: 15.feb 2010, 12:46
Fullt nafn: Ólafur Helgason

Re: Vinnuhiti á Gír og millikassa.

Postfrá olihelga » 10.feb 2011, 21:31

Sælir allir/öll/allar
Hiti á olíu á millikassa á Musso getur verið vandamál það sagði Benni mér sjálfur árið 1999 en engöngu við sérstök skylirði þ.e. ef mikil átök eru sett í gang strax eftir gangsettningu, hann vitnaði í hraðbrautarakstur í þýskalandi ef bíllin er tekinn eftir nótt í köldu veðri og settur út á hraðbraut í talsvert álag þá gat komið upp sú aðstaða að það varð vandamál v/olíu á millikassa og kassarnir skemmst.

Kv, Óli

p.s. Er búin að eiga þrjá Musso og kunni ágætlega við þá fyrir utan endalaust smábilanapikkless
Sent úr Siemens brauðrist


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Vinnuhiti á Gír og millikassa.

Postfrá Izan » 10.feb 2011, 21:36

Sæll

Er ekki bara eitthvað að fara í kössunum t.d. lega út úr gírkassa eða inn í millikassa?

Ég hef ekki heyrt talað um gírkassakæli eða millikassakæli, það hlýtur eitthvað að vera að í þessum búnaði.

Ég veit svosum ekki hvenær gírolía brennur en ef sjálfskiptivökvinn hefur brunnið þá hafa kassarnir farið yfir 128°C sem er hrikalegur hiti fyrir drifkassa. Það hlýtur eitthvað að vera bilað.

Kv Jón Garðar


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Vinnuhiti á Gír og millikassa.

Postfrá Þorri » 10.feb 2011, 21:53

það er ekki olíudæla á musso kassanum svo að setja kælir hljómar undarlega nema þú setjir eitthvað apparat til að dæla olíunni í gegnum kælinn. Mér finnst það mjög skrítið ef kassarnir eru að hita sig það mikið að olían brenni þá hlítur eitthvað að vera að.
kv. Þorri sem er sáttur með sjálfskipta mussoinn sinn.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 49 gestir