4Link Fjöðrunarkerfis spurningar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
jonthor85
Innlegg: 27
Skráður: 20.des 2016, 09:00
Fullt nafn: Jón Þór Ásgrímsson
Bíltegund: Jeep CJ5 '66
Staðsetning: Akureyri

4Link Fjöðrunarkerfis spurningar

Postfrá jonthor85 » 20.des 2016, 09:49

Nú er ég að hanna 4 link fjöðrunarkerfi fyrir stuttan bíl á 44". Þeta er fyrsta 4link kerfið sem ég hef gert.

Bíllinn er í styttri kanntinum og er ég með 245cm á milli hásinga. ég næ að færa framhásingun ca 15cm fram og er þá kominn í 260cm. 4 link fræðin em ég hef kynnt mér er talað um að 4link á 44"+ dekk þarf bíllinn að vera 292cm lágmark milli hásinga.
En það er luxus vandamál sem ég næ ekki að uppfylla í mínu breytingum :)

Þeir sem hafa haft 4 link kerfi á stuttum bílum. hvað hafið þið haft stífunar langar miðað við lengd á milli hásinga

Svona til að fylla uppí eyðunar (enn í vinnslu)

Aftan:
Dana 44
Efri spyrnan lárétt. Neðri spyrnan 7°halla niðrá hásingu
báðar stífur jafn langar
stífunar 75cm langar (enn í vinnslu)
28cm bil milli stífanna

Framan
Dana 30
Neðri spyrna 7°halla niðrá hásingu
efri spyrna lárétt 40-60° inn (A stífu fýlingur)
28cm milli spyrna
neðri stífan 75cm (enn í vinnslu)

mínar spurningar

Eru stífunar of stuttar fyrir svona stuttan bíl?
hvar er best að kaupa foðringar og augun í spyrnurnar?
Er bara notað heildregið stál 32 rör í stífurnar?
Á einhver til teikningar af stífufestingum og hásingar tengjum til að sýn mér hvort sem það sé viðmið eða akkurat á þessar hásingar?

Kv Nýliðinn


1966 árg Jeep Willis [eilifðarverkefni á 44"]


Höfundur þráðar
jonthor85
Innlegg: 27
Skráður: 20.des 2016, 09:00
Fullt nafn: Jón Þór Ásgrímsson
Bíltegund: Jeep CJ5 '66
Staðsetning: Akureyri

Re: 4Link Fjöðrunarkerfis spurningar

Postfrá jonthor85 » 20.des 2016, 09:53

hérna er ég að hanna 1/5 skalað líkn af grindini og fjöðruninn að aftan.

https://www.facebook.com/1424912265/vid ... 932609970/
1966 árg Jeep Willis [eilifðarverkefni á 44"]


spazmo
Innlegg: 77
Skráður: 31.jan 2010, 23:13
Fullt nafn: Grétar Mar Axelsson
Bíltegund: Patrol 44"

Re: 4Link Fjöðrunarkerfis spurningar

Postfrá spazmo » 20.des 2016, 09:59

ég myndi tala við stál og stansa varðandi fóðringarnar.
Patrol 44"


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 4Link Fjöðrunarkerfis spurningar

Postfrá grimur » 20.des 2016, 16:19

ET Búðin er með fóðringar og hólka á viðráðanlegu verði. Þessar týpísku Benz fóðringar, bæði original og aftermarket held ég.
Það eru fóðringarnar sem hafa komið einna best út svona allajafna, nema þá í þverstífu að framan, þar sem LC80 endarnir hafa þótt koma vel út.
28cm milli stífa sem eru ekki samsíða? Hvar eru þessir 28cm?
Oftast er reynt að hafa framstífurnar samsíða og jafn langar til að fá fyrirsjáanlegri eiginleika í fjöðrun og fastan spindilhalla.
Það er svosem ekkert heilagt, en einfaldar málin töluvert.
Ef stífurnar eru ekki samsíða má alltaf hugsa uppsetninguna þannig að ef þær væru framlengdar þangað til þær skerast, þar er punkturinn þar sem heil radíus stífa kæmi í saðinn. Þessi punktur færist svo eftir hreyfingu í sviðinu.
Svo þarf ekkert endilega 2 stífur að ofan. Ef neðri stífurnar eru sæmilega utarlega skorðast þetta fínt með bara 1 að ofan. Ég hef meiraðsegja græjað þannig á framhásingu, sem og fleiri. Þar var stífan sett eins ofarlega og ég kom henni, svolítið á ská útaf plássleysi þar sem hún lá meðfram mótor innangrindar og festist við efri bún grindar aftur undir gólfi farþegamegin.

Gangi þér vel me þetta, það væri gaman að sjá myndir hérna, ég fer ekki inn á þetta Feisbúkk dæmi.

kv
Grímur


Höfundur þráðar
jonthor85
Innlegg: 27
Skráður: 20.des 2016, 09:00
Fullt nafn: Jón Þór Ásgrímsson
Bíltegund: Jeep CJ5 '66
Staðsetning: Akureyri

Re: 4Link Fjöðrunarkerfis spurningar

Postfrá jonthor85 » 20.des 2016, 20:41

Þessir 28cm kom á hasingunni. 25% af dekkjastærð á að vera breiddin á milli spyrna á hasingunni til að vinna á móti hasinga veltu.
Efri Framstifunar eru hafðar inn um 40-60 gráður til stífa framhasinguna betur af og koma í veg fyrir að bíllin rási í akstri.

Þetta er fyrsta stóra breytingin mín á bíl þannig þetta er allt fengið úr fræðum en ekki reynslu.

Það kemur þráður með myndum þegar ég er.kominn með nokkrar myndir. Núna er aðallega forvinna fyrir breytingar
1966 árg Jeep Willis [eilifðarverkefni á 44"]

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: 4Link Fjöðrunarkerfis spurningar

Postfrá Kiddi » 20.des 2016, 21:51

Undir hvernig bíl á þetta að vera?

Ég mæli með því að nota aðrar fóðringar en þessar Benz. Benz fóðringarnar eru leiðinlega mjúkar og allar tilraunir til þess að gera bílinn rásfastari með því að snúa stífunum svona eða hinsegin fara fyrir lítið með of mjúkum fóðringum. Sjálfur myndi ég hafa stífurnar eins utarlega og hægt er bæði í grind og á hásingu til að gera bílinn stöðugri.
Musso fóðringar eru t.d. ágætar og fást á fínu verði hjá Benna.
Myndi síðan hiklaust nota LC80 fóðringar í þverstífur.

Að framan myndi ég skoða að nota heilar stífur undan t.d. LC80 í stað þess að smíða 4 link. Það hefur komið vel út.

Ekki gleyma síðan að hugsa alla leið hvernig þú ætlar að koma öllu fyrir svosem gormum, dempurum, þverstífu, togstöng, millibilsstöng, drifsköftum, vél... það er fátt leiðinlegra en að þurfa að smíða allt upp á nýtt af því að eitthvað komst ekki fyrir :)


Höfundur þráðar
jonthor85
Innlegg: 27
Skráður: 20.des 2016, 09:00
Fullt nafn: Jón Þór Ásgrímsson
Bíltegund: Jeep CJ5 '66
Staðsetning: Akureyri

Re: 4Link Fjöðrunarkerfis spurningar

Postfrá jonthor85 » 20.des 2016, 23:02

Er að 44" breyta 1966 árg af willis

Image


Hvernig hafiði verið að koma þá þessum LC stífunum fyrir? er það betra en 4 link að framan
1966 árg Jeep Willis [eilifðarverkefni á 44"]


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: 4Link Fjöðrunarkerfis spurningar

Postfrá olei » 22.des 2016, 07:11

Nokkrir punktar:
Það eru reglur um dekkjastærð sem hlutfall af hjólhafi. Ég bara man þær ekki en þú skalt tékka á þeim. Mig minnir 44" sé á kantinum fyrir willys hjólhafið.

Svo er til 4-link og 4-link. Í daglegu tali gerum við engan greinarmun á tveimur fyrirbærum og kannski er tímabært að fara að greina betur á mili þeirra af því að það getur verið ruglingslegt að blanda þessu saman. Sér lagi af því að hluti af þeim fróðleik sem er hægt að finna á netinu um 4-link á ekki við það sem við köllum oft 4-link.

Annarsvegar er það 4-link án þverstífu eins og maður sér t.d í keppnisbílum erlendis með stífurnar skásettar eftir kúnstarinnar reglum í láréttu plani til að taka upp hliðarátakið á hásinguna og halda henni fastri til hliðar án þess að það komi niður á hreyfigetu upp og niður og að hún geti oltið frjáls. Ég hef ekki séð þessa útfærslu í neinum bílum öðrum en keppnistækjum. Og í þeim eru nær undantekingarlaust notaðir rod-endar en ekki gúmífóðringar - af því að hliðarstífingin ríður á því að sem minnst eftirgjöf sé í stífukerfinu. Þessu fylgir mikið veghljóð og skarkali og ég sé ekki fyrir mér að þetta endist eða sé eftirsóknarvert í jeppa.

Hinsvegar er það "4-link" með þverstífu. Hér eftir kallað 5-link Hvað um það, þar er náttúrulega farin út sú pæling að skásetja stífurnar í láréttu plani til að halda hliðarfærslunni, þverstífan sér alfarið um það. Þetta er náttúrulega það sem er að aftan í mörgum jeppum original og það sem íslendingar hafa verið að smíða undir allskonar bíla bæði framan og aftan.

Vissulega eru sum lögmál eins í báðum þessum kerfum, en ekki öll. Þannig er mjög varasamt að ætla að taka hugmyndir um skásettar stífur í láréttu plani frá 4-link (án þverstífu) og ætla að nota þær í 5-link með þverstífu. Þá eru góðar líkur á því að manni takist að búa til verklega þvingun í stífukerfinu sem hindrar fjöðrun og veldur óhóflegu álagi á grind, hásingu, festingar og stífur. Það breytir ekki því að í mörgum 5-link bílum eru stífurnar eitthvað skásettar í láréttu plani, fyrir því geta verið margar ástæður, ein er einfaldlega pláss!

Ég er ekki sérfræðingur í 5-link þó að ég hafi smíðað nokkur svoleiðis. Menn eru mikið að velta fyrir sér halla á stífum og það er mikil fræðigrein út af fyrir sig. Málið er samt að reynsla og fræði hafa sýnt að láréttar neðri stífur er góð málamiðlun fyrir grip og aksturseiginleika í jeppa. Síðan er það bara þannig að ef efri stífurnar eru ekki samsíða neðri stífunum þá myndast þvingun þegar bíllinn hallar. Þ.e.a.s stífukerfið og framhásingin eru farin að hegða sér eins og balance-stöng. Og nota bene, upphaflega ástæðan fyrir því að menn smíða sér 5-link er einmitt að fá fjöðrunina sem frjálsasta þannig að hún taki stórar ójöfnur.
Ef maður veltir þessu svolítið fyrir sér þá eru allar þessar hallapælingar eiginlega dottnar út fyrir dæmigerðan jeppa og málið endar í því að láréttar samsíða stífur bæði framan og aftan eru fín málamiðlun upp á grip og aksturseiginleika og gefa mesta veltimýkt - - minnsta þvingun á hvert hjól í ósléttu. Best er síðan að setja fjöðrunina (gorma eða púða) eins utarlega og kostur er til að bíllinn verði ekki of svagur, eða bæta við balance stöng.

Síðan ætla ég að ráðleggja þér að skoða mjög gaumgæfilega hvort og hvernig þú kemur fyrir gormum/loftpúðum og samsláttarpúðum og dempurum með 5-link að framan. Ég setti t.d 5-link í Terrano sem ég röraði með patrol hásingu og það voru mistök sem röktu sig í flækjur kringum staðsetningu á samsláttarpúðum, dempurum, þverstífu, stýristjakk og stýrisdempara. Að nota original patrol stífurnar hefði verið langtum auðveldara á svo margan hátt og sennilega skilað mjög svipuðum árangri. Jú 5-link hækkar dótastuðulinn en það er stundum of dýru verði keypt að framan - og borgast í veseni síðar.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: 4Link Fjöðrunarkerfis spurningar

Postfrá jongud » 22.des 2016, 08:29

Dekk mega að hámarki vera 44% af hjólabili (hjólhafi heitir það í reglugerðinni).
Þannig að hjólabil þarf að vera minnst 100 tommur, eða 255cm til að 44-tommu dekk megi vera undir.


Kristinn
Innlegg: 145
Skráður: 11.feb 2010, 13:24
Fullt nafn: Kristinn Reynisson
Staðsetning: Borgarfjörður

Re: 4Link Fjöðrunarkerfis spurningar

Postfrá Kristinn » 22.des 2016, 13:35

Ég á til nýsmíðaðar stýfur 25 cm lengri en orginal patrol frammstífur til sölu ef þú hefur áhuga á því , sama uppsetning á götum og patrol. hafðu samband ef þú vilt skoða það Kv Kristinn S 893-7616


Höfundur þráðar
jonthor85
Innlegg: 27
Skráður: 20.des 2016, 09:00
Fullt nafn: Jón Þór Ásgrímsson
Bíltegund: Jeep CJ5 '66
Staðsetning: Akureyri

Re: 4Link Fjöðrunarkerfis spurningar

Postfrá jonthor85 » 22.des 2016, 21:40

ég er orðinn nokkuð ákveðinn með hvernig ég ætla hafa 4 linkið að aftan. búin að hanna það í 1/5 skala af því.

En svo er ég búinn að fara 10 hringi með framfjöðrunarkerfið

Er búinn að fá Range Rover stífur að framan sem ég er eiginlega farinn að hallast meira að því að nota þær en 4 link að framan

Hjólhafið er 245cm nuna en verður 260cm eftir breytingu
1966 árg Jeep Willis [eilifðarverkefni á 44"]


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 4Link Fjöðrunarkerfis spurningar

Postfrá grimur » 26.des 2016, 04:17

Radíus armar að framan er bara klassi. Ekkert að því og Range Rover stífur margoft búnar að sanna sig í þessu.
Auðvelt að koma þeim fyrir, einfalt og gott. Passa að láta þær ekki halla fram, heldur hafa vasana uppí grind vel síða, og hanna þá þannig að þeir brjóti ekki grindina. Festa þá frekar langsum eftir hornunum heldur en þversjóða einhver flikki uppí grind, ágætt að smíða úr ca 4mm stáli og láta renna hólka fyrir stífurnar sem felldir eru í gafl í þeim.
Ný gúmmí auðvitað. Ég hef ekkert sérstaklega góða reynslu af eða trú á einhverjum super duper polyurethane fóðringum, finnst frekar mjúk gúmmí alltaf koma betur út uppá þvingun og titring heldur en plastefni.
EN. Það verður allt að vera stíft og þétt sem heldur á móti togstöng, s.s. þverstífuvasar, gúmmí, endar ef það er t.d. stýrisendi eða rótendi í annan endann og svo stífan sjálf. Annars býður jeppaveikin í partí sem er aðeins of spennandi fyrir minn smekk allavega.

Kv
Grímur


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir