Síða 1 af 1
					
				Víbringur í millikassa
				Posted: 20.des 2016, 09:25
				frá íbbi
				Hef tekið eftir fínum víbring þegar ég er með bílinn í drifunum, 
Þetta kemur eftir að maður tekur af stað,  heyrist mest fyrst, 
Hef tekið eftir því að maður heyrir slltaf dáldið í honum, en víbringurinn kemur þegar maður setur hann í drifin,
Þetta er np273f kassi, keðjudrifin   
Ég er að geta mér til að það séu legur að valda þessu?
			 
			
					
				Re: Víbringur í millikassa
				Posted: 20.des 2016, 10:11
				frá Haraldur G
				Venjulega eru sköptin sem gera þennan víbring
			 
			
					
				Re: Víbringur í millikassa
				Posted: 20.des 2016, 10:13
				frá Axel Jóhann
				Er ekki dragliður á framskaptinu? Myndi skoða það vel hvort sé komið slit í hann, hann getur búið til leiðindar víbring.
			 
			
					
				Re: Víbringur í millikassa
				Posted: 20.des 2016, 12:38
				frá íbbi
				Þetta virkar nefnilega ekki á mig eins og víbringur frá krossum,  það er minni sláttur í þessu
			 
			
					
				Re: Víbringur í millikassa
				Posted: 20.des 2016, 13:53
				frá jongud
				Þú getur prófaða að útiloka framskaftið með því að taka það undan og setja svo millikassann í drifið. Ef það víbrar ennþá þá er millikassinn vandamálið, annars er það skaftið.
			 
			
					
				Re: Víbringur í millikassa
				Posted: 20.des 2016, 18:21
				frá sukkaturbo
				eða stífir eða hálf fastir hjöruliðir við kassa eða kúlu
			 
			
					
				Re: Víbringur í millikassa
				Posted: 21.des 2016, 14:01
				frá íbbi
				En ef við gefum okkur að þetta sé ekki skaptið, 
Hvað er mikill kostnaður við að renna í gegnum svona kassa?
Er nokkuð viss um að þetta sé hann,
			 
			
					
				Re: Víbringur í millikassa
				Posted: 21.des 2016, 14:24
				frá svarti sambo
				Ef að þetta er millikassinn hjá þér, þá á ég sennilega allt í hann, nema plánetudrifið. Er að gera lógír úr því.
			 
			
					
				Re: Víbringur í millikassa
				Posted: 21.des 2016, 23:25
				frá jeepcj7
				Ég myndi skoða krossa í sköftum og öxlum hjólalegur litlu burðarleguna í nafinu og jafnvel pinjóns legur  og drag liði frekar millikassa nema bíllinn sé keyrður milljón eða meira.
Alveg hægt að prufa að taka sköftin úr og reyna að einangra þetta betur jafnvel athuga hvort þau eru í ballans
Annars flottur bíll hjá þér og good luck með þetta.
			 
			
					
				Re: Víbringur í millikassa
				Posted: 22.des 2016, 08:59
				frá Haraldur G
				Sköptin og það sem að er tengt þeim er nánast alltaf málið, slappur dragliður, lélegir krossar, ekki rétt smíðað eða bara ekki í balans
			 
			
					
				Re: Víbringur í millikassa
				Posted: 22.des 2016, 17:39
				frá íbbi
				Ég ætla að athuga krossana milli hátíðana, er nýbúinn að skipta um hjöruliði/krossa í framhásingu,höbbarnir eru nýjir báðu meginn,
Ástæðan fyrir því að ég er að velta fyrir mér hvort þetta gæti verið millikassinn sjálfur er að þetta er ekki eins víbringur og ég er vanur frá sköptum,  þetta er hárfínn víbringur, maður heyrir meira en maður finnur,  bara þegar maður tekur af stað, svo hverfur þetta, þegar maður tekur hann úr drifunum þá hverfur þetta, en maður heyrir alltaf smá söng undan miðjum bílnum, ekki ólíkt gamaldags gírkassahvin
			 
			
					
				Re: Víbringur í millikassa
				Posted: 22.des 2016, 17:41
				frá íbbi
				Ég ætla að athuga krossana milli hátíðana, er nýbúinn að skipta um hjöruliði/krossa í framhásingu,höbbarnir eru nýjir báðu meginn,
Ástæðan fyrir því að ég er að velta fyrir mér hvort þetta gæti verið millikassinn sjálfur er að þetta er ekki eins víbringur og ég er vanur frá sköptum,  þetta er hárfínn víbringur, maður heyrir meira en maður finnur, ekki ólíkt ónýtri kúlu eða keflalegu,  bara þegar maður tekur af stað, svo hverfur þetta, þegar maður tekur hann úr drifunum þá hverfur þetta, en maður heyrir alltaf smá söng undan miðjum bílnum, ekki ólíkt gamaldags gírkassahvin
			 
			
					
				Re: Víbringur í millikassa
				Posted: 22.des 2016, 20:23
				frá Arnþór
				Hvernig bíll er þetta og hvaða dekkjastærð?
			 
			
					
				Re: Víbringur í millikassa
				Posted: 22.des 2016, 21:58
				frá íbbi
				2004 ford f250,  óbreyttur á 33"
			 
			
					
				Re: Víbringur í millikassa
				Posted: 23.des 2016, 20:08
				frá Startarinn
				Hefur dragliðurinn ekki bara verið settur vitlaust saman fyrst það er nýbúið að hreyfa við þessu?
			 
			
					
				Re: Víbringur í millikassa
				Posted: 24.des 2016, 16:16
				frá íbbi
				Ekkert búið að hreyfa við sköptunum, þannig að ég ætla byrja á þeim,