Útreikningur á fjöðrunarkerfi HJÁLP!!

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
ojons
Innlegg: 79
Skráður: 18.mar 2011, 23:49
Fullt nafn: Óskar Jónsson
Bíltegund: Lúxus

Útreikningur á fjöðrunarkerfi HJÁLP!!

Postfrá ojons » 07.des 2016, 18:33

Sælir snillingar
Nú vantar mig smá hjálp við útreikninga á fjöðrunarkerfi.
Ég er að loftpúðavæða lúxusinn minn og breyta öllum stífum til að fá meira tankapláss.
Ég er búinn að vera lesa síðuna hjá gjjárn
http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/go ... ex.htm?i=1
Og er búinn að vera reikna þesssa formúlu (T = V * (A+B) / L * C/B) myndin í linkinum fyrir neðan til útskýringar.
http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/go ... 4link2.jpg

Er það rétt skilið hjá mér að maður vilji sem lægstu tölu útúr þessum útreikningi?

Eins er ég búinn að vera nota meðaltal af stífu lengdum þar sem efri stífan verður eitthvað styttri en neðri. Er það ekki rökrétt? Eða er til önnur formúla sem tekur sitthvora stífulengdina með í reikningin?

Er ég eitthvað bætari með að hafa stífurnar alveg samsíða grindini eða aðeins hallandi inn eða útávið uppá að bíllinn verði minna svagur?

Með von um skjót svör kv. Óskar J
Viðhengi
20161205_225944.jpg
Stífuvasar á grind?
20161205_225944.jpg (1.38 MiB) Viewed 2777 times
20161205_225917.jpg
Stífuvasar á grind?
20161205_225917.jpg (1.27 MiB) Viewed 2777 times
20161205_225959.jpg
Hér er ein hugmynd af stífuvösum á hásingu
20161205_225959.jpg (1.35 MiB) Viewed 2777 times



User avatar

Steinmar
Innlegg: 63
Skráður: 02.aug 2013, 08:38
Fullt nafn: Steinmar Gunnarsson

Re: Útreikningur á fjöðrunarkerfi HJÁLP!!

Postfrá Steinmar » 08.des 2016, 22:13

Prófaðu að skoða hvernig fjöðrunarkerfi er sett upp orginal í Patrol. Þannig uppsetning virkar sem góður grunnur.
Annars eru útskýringar hjá GJjárn mjög góðar. Athugaðu samt að 10 svör geta gefið 10 niðurstöður :)


Höfundur þráðar
ojons
Innlegg: 79
Skráður: 18.mar 2011, 23:49
Fullt nafn: Óskar Jónsson
Bíltegund: Lúxus

Re: Útreikningur á fjöðrunarkerfi HJÁLP!!

Postfrá ojons » 09.des 2016, 00:28

Það eru einmitt patrol hásingar undir hjá mér.
Þegar ég setti þær undir þá notaði ég bara complet patrol systemið og sauð það undir hjá mér. Það kom bara mjög vel út, ekkert út á það að setja...


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Útreikningur á fjöðrunarkerfi HJÁLP!!

Postfrá grimur » 09.des 2016, 01:22

Ansi mörg svör möguleg við þessu.
Skásetning á stífum hefur jafnan lítið uppá sig og er held ég oft hugsuð original til að taka upp átak sem styst frá drifkúlu og minnka álag á gúmmí við misfjöðrun, sem raunar gerir fjöðrunina minna skorðaða. Ágætis konsept og virkar fínt en tekur oftast dýrmætt tankapláss sem þú ert að reyna að auka.
Uppáhalds útfærsla mín er að hafa eina efri stífu beint fyrir ofan drifskaft. Það er hægt að útfæra ágætlega uppá pláss og er mjög þvingunarlítið. Freysi heitinn var með þannig í Grána og "öfugan" pinjónshalla, sem er annað prýðiskonsept, þá er brotið á krossinum við pinjón látið snúa upp og jafnað við brotið uppvið millikassa, en þessi brot verða minni en ella vegna þess að við að snúa pinjóninum uppávið hækkar þessi téður kross frá jörðu og báðir verða nær því að vera beinir.
Oft hefur það úrslitaþýðingu að útfæra hlutina þannig miðað við lengd og afstöðu á drifskafti að búa ekki til víbring í akstri. Loftpúðar hafa þann kost að hægt er að halda sömu hæð við mismunandi hleðslu þannig að það má svindla smá á þessu ef planið er að hafa bílinn alltaf í sömu hæð, þannig að kjörafstaða sé á skaftinu í þeirri stöðu þó að það fari svolítið út úr bestu stöðu við fjöðrun.
Ef sá lúxus er ekki fyrir hendi eða ætlunin að vera með breytilega hæð þarf að passa dálítið betur uppá að krossarnir hafi sama brot á stærra sviði, eða þá að vera með 2faldan lið uppvið kassa og láta pinjóninn elta stefnuna á skaftinu.
Allar þessar leiðir hafa kosti og galla, og allar geta misfarist frekar illa ef eitthvað mikilvægt er ekki tekið með í reikninginn. Mestu líkurnar á því að maður lendi í þvi eru þegar verið er að fara alveg ótroðnar slóðir, en það er líka mest spennandi.
Ég veit að þetta er ekkert sérstaklega gott svar, en megin inntakið er að muna eftir drifskaftinu, dempurum og samsláttarpúðum ásamt öllu hinu. Það er rosalega svekkjandi að koma hlutum ekki fyrir afþví það var ekki hugsað fyrir þeim í upphafi eða fá víbring í draslið þegar allt er klárt.
Kv
Grímur

User avatar

Steinmar
Innlegg: 63
Skráður: 02.aug 2013, 08:38
Fullt nafn: Steinmar Gunnarsson

Re: Útreikningur á fjöðrunarkerfi HJÁLP!!

Postfrá Steinmar » 09.des 2016, 19:10

Ég smíðaði einu sinni fjöðrun í bíl sem ég átti (Mazda B2600) og þar notaði ég eina efri stýfu og tvær neðri að aftan, eins og Grímur talar um. Það kom vel út, stýfurnar voru langar, enda hafði sá bíll langa og skemmtilega fjöðrun. Ég man nú ekki hvaða forsendur ég notaði við þessa smíð, en bíllinn fjaðraði ákaflega vel, en var svagur til hliðanna, því ég sleppti jafnvægisstöngunum alveg, bæði að aftan og framan.
Ég var með gorma í báðum endum og þar af leiðandi gat ég ekki leikið mér með hæðina. Á pinjóns hjöruliðnum var ekkert brot en brotið tekið í gegnum tvöfaldan lið upp við millikassa.
Að framan smíðaði ég stýfur, svipaðar og RR, þar sem ekki voru til peningar fyrir tilbúnum stýfum. Framstýfurnar voru um 1150mm langar frá miðju hásingarröri í miðja pinnafóðringu að aftan.
Gormar í þessum bíl voru RR; original að framan en HD frá BSA að aftan. Demparar voru OME ætlaðir fyrir LC 80.

Eins og Grímur bendir á, er gott að vera með 1 efri stýfu til að hafa meira pláss fyrir tanka og maður fær meiri hreyfanleika í misfjöðrun með því smíðalagi.
Það væri auðvelt að skrifa langa ritgerð um efnið, en ég læt þetta duga í bili.

Gangi þér vel með smíðina
Kv. Steinmar


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 24 gestir