Síða 1 af 1

Breyting á Navara D40

Posted: 20.nóv 2016, 02:11
frá Kölski
Sælir félagar.




Er einhver hérna sem hefur breytt Nissan Navara D40 frá orginal í 35"/36".
Væri frábært að heyra hvað menn eru að gera fyrir þessa breytingu.

Re: Breyting á Navara D40

Posted: 20.nóv 2016, 11:20
frá aronicemoto
Sæll,

Fyrir 35" breytinguna þarf:

40mm upphækkunarklossa að framan og aftan
Hraðamælabreytingu (tannhjól á alla öxla)
Úrklippu
Færslu á abs skynjara að framan
Nýjar efri spyrnur
Brettakannta

Ef þú vilt koma stærra undir þá þarftu annaðhvort að setja bodylift og meiri skurð eða skera enn meira úr.