Síða 1 af 1

eyða

Posted: 14.nóv 2016, 15:15
frá brinks
eyða

Re: 90 Cruiser Miðstöðvarelement?

Posted: 14.nóv 2016, 21:50
frá Cruser
Sæll
Ef lyktin er inn í bíl er nú líklegt að annaðhvort elimentið leki.
Það Þarf ekki að vera bleyta á gólfinu en það gæti verið bleyta undir teppinu, myndi athuga það.

Gangi þér vel
Kv Bjarki

Re: 90 Cruiser Miðstöðvarelement?

Posted: 15.nóv 2016, 15:39
frá brinks
Þarf ég að rífa mælaborðið úr honum til að komast að þessu eða kemst ég að þessu neðanfrá veistu það?

Re: 90 Cruiser Miðstöðvarelement?

Posted: 15.nóv 2016, 18:10
frá Cruser
Hef ekki skoðað þetta vel, en það eru nú allar líkur á því að mælaborðið þurfi úr. En ég veit um einn sem var reyndar með 120 cruser og gat hann tekið elimentið úr með því að saga rörin inn í bílnum og svo slöngutengja það. En vertu viss um að þetta leki áður en þu ferð að rífa eitthvað.
Það er lítið mál að skoða undir teppið hvort einhver bleyta er þar.

Kv Bjarki

Re: 90 Cruiser Miðstöðvarelement?

Posted: 15.nóv 2016, 19:27
frá brinks
Já ætla að skoða þetta aðeins betur. Takk fyrir upplýsingarnar Bjarki.
Kv.Þórir

Re: 90 Cruiser Miðstöðvarelement?

Posted: 15.nóv 2016, 21:01
frá jongud
Hérna er viðgerðabók fyrir 90 Cruiser

http://www.nude.is/stuff/Manuals/Toyota/Land%20Cruiser/land%20cruiser%202.pdf

Það er frá bls. 1061 sem fjallað eru um Miðstöð og AC
Og já, mér sýnist þurfa að rífa mælaborðið úr.
Varstu annars ekki örugglega búinn að athuga hvort miðstöðin afturí væri orsökin?

Re: 90 Cruiser Miðstöðvarelement?

Posted: 15.nóv 2016, 21:16
frá brinks
Já frábært Jón! þakka þér fyrir þessa lesningu.

Re: 90 Cruiser Miðstöðvarelement?

Posted: 15.nóv 2016, 21:23
frá Tjakkur
Ef lekinn er vegna tæringar í elementinu er líklegt að sambærileg tæring sé í vél og vatnskassa. Ástæðan er gamall og súr kælivökvi.
Almennt er gefið upp að skipta eigi um kælivökva á 1-5 ára fresti til að koma í veg fyrir þessa tæringu.
Spurning hvort e-h geti mælt með áreiðanlegu glundri til þess að hreinsa kælikerfið áður en þú sett í bílinn nýtt miðstöðvarelement.

Posted: 08.maí 2018, 13:33
frá brinks
brinks wrote:Þannig lýsir þetta vandamál sér hann tapar smá vatni og það kemur móða á rúðurnar þegar bíllinn er orðin heitur það kemur vatnskassa lykt af og til, er þetta ekki bara elementið fyrir miðstöðina að leka,vatnslagninar eða eitthvað allt annað, það er eingin bleyta í gólfi samt.
MBK.Þórir Brinks.

eyða

Posted: 09.maí 2018, 23:00
frá brinks
eyða

Re: eyða

Posted: 12.maí 2018, 17:57
frá Járni
brinks wrote:eyða


Afhverju?

Ef menn eru svo hugulsamir að þeir ætli sér að spara plássið á netinu, þá er það óþarfi, við höfum nóg af því :)