Síða 1 af 1

Bilaður Land Cruiser 90

Posted: 11.nóv 2016, 16:56
frá Steindi
Daginn.

Ég er með LC 90 bíl 1999 árgerð sem á við gangtruflanir að stríða. Er erfiður í gang og erfiður í nokkrar mínútur á eftir hann fer í gang.

Lýsir sér þannig að þegar ég starta þá byrjar hann að starta eðlilega en svo fer vélin að snúast miklu hraðar en hann fer ekki í gang. Get þó alltaf komið honum í gang með því að gefa honum aðeins inn og þá fer vélin að snúast eðlilega og hann fer í gang.

Yfirleitt er gangurinn þó í honum fyrst eftir startið þannig að ég þarf að vera á inngjöfinni því annars drepur hann á sér. Einnig eru óhljóð, svona óeðlilega há "dísilbank" hljóð fyrst eftir að hann fer í gang.

Svo þegar ég ek af stað þá er bíllinn mjög fljótur að verða fullkomlega eðlilegur og ekkert gerist fyrr en næst þegar ég ætla að setja hann í gang.
Mér var tjáð að þetta líktist mjög því að hann væri að draga loft með olíurörunum uppi við tank en ég sé allavega ekki neitt þar, enginn leki eða neitt. Ég er búinn að skipta um hráolíusíu en það breytti engu.

Einhver með hugmyndir?

Re: Bilaður Land Cruiser 90

Posted: 11.nóv 2016, 19:07
frá jeepcj7
Það er svo merkilegt að það þarf ekki að leka olía út þó það sé smá gat á lögninni að vél en ef þú prófar að blása til baka aftur í tank gætir þú séð eða heyrt lekann.
Þetta er líklega eitthvað svoleiðis að hrjá þig.

Re: Bilaður Land Cruiser 90

Posted: 11.nóv 2016, 19:47
frá olei
Eru hitakertin öll í lagi?

Re: Bilaður Land Cruiser 90

Posted: 12.nóv 2016, 07:38
frá Navigatoramadeus
Prófaðu að taka dieselolíu beint úr flösku í síuna, ef hann lagast er hann að draga loft á undan síu.

Re: Bilaður Land Cruiser 90

Posted: 16.jan 2017, 20:28
frá Steindi
Sælir og takk fyrir hjálpina.

Ég er nú búinn að Taka tankinn undan, skipti út gúmmíslöngunum þar en stútarnir/rörin niður í tankinn litu alveg ágætlega út og ekki að sjá að neinn leki sé þar. Bílinn lagaðist ekki við það.

Ég prufaði það sem Navigatoramadeus sagði mér að prófa, setti slöngu beint úr brúsa og inn á síu en ekkert breyttist.

Þá er það bara hvað er næst? Einhversstaðar var mér bent á að fæðisdælan gæti verið orðin slöpp, veit einhver hvernig ég get kannað það?

Eða eru fleiri trix sem ég ætti að prófa áður en lengra er haldið?

Re: Bilaður Land Cruiser 90

Posted: 16.jan 2017, 21:55
frá makker
Mæla glóðarkerti

Re: Bilaður Land Cruiser 90

Posted: 17.jan 2017, 09:32
frá Steindi
Glóðarkertin virðast vera í fínu lagi og í mínum huga ólíklegt að bilunin tengist þeim.

Mér þykir líklegra að olían renni öll niður í tank þegar ég drep á honum eða að það sé einhver dæla (fæðisdæla sagði einhver) væri ekki að ná að halda uppi þrýstingi á kerfinu.

Re: Bilaður Land Cruiser 90

Posted: 17.jan 2017, 10:15
frá Járni
Er handpumpa fyrir eldsneytið í bílnum?

Ef svo er, prófaðu hana næst þegar þú ætlar að setja bílinn í gang kaldan. Ef hún er stíf ætti eldsneytið ekki að vera að leka til baka, en ef þú getur pumpað slatta áður en hún stífnar gæti það verið málið.

Eitthvað pump er eðlilegt, en ef bíllinn gegnur betur við ræsingu eftir pumpun ertu kominn nær svarinu.

Re: Bilaður Land Cruiser 90

Posted: 17.jan 2017, 10:17
frá olei
Hvernig lýsir þetta sér nákvæmlega -
Er hann eðlilegur í gangsetningu heitur, eftir minna 5 mínútna stöðu, eða er vandamálið bundið við kaldar gangsetningar. Hvað þarf þá langan tíma þar til ber á þessu?

Re: Bilaður Land Cruiser 90

Posted: 17.jan 2017, 12:28
frá Steindi
Þetta er ekki bundið við kaldar ræsingar. Þetta er viðvarandi.

Þegar ég starta honum án þess að gefa honum inn á sama tíma þá er eins og vélin fái ekki olíu og startið fer á "yfirsnúning" ef þið skiljið mig. Um leið og ég gef honum inn þá er eins og hann fái olíu og hann fer yfirleitt fljótlega í gang en ég þarf að gefa honum inn og láta hann snúast vel í nokkrar sekúndur því annars er slæmur gangur í honum og hann drepur á sér um leið og ég sleppi olíugjöfinni.

Ef ég pumpa hann fyrst 5-6 sinnum með handpumpunni sem er ofan á síunni, þá hrekkur hann beint í gang og allt virðist eðlilegt. Í fyrstu pumunum virðist enginn þrýstingur vera á kerfinu en hann kemur upp eftir 3-4 pump.

Re: Bilaður Land Cruiser 90

Posted: 17.jan 2017, 13:37
frá jongud
Steindi wrote:Þetta er ekki bundið við kaldar ræsingar. Þetta er viðvarandi.

Þegar ég starta honum án þess að gefa honum inn á sama tíma þá er eins og vélin fái ekki olíu og startið fer á "yfirsnúning" ef þið skiljið mig. Um leið og ég gef honum inn þá er eins og hann fái olíu og hann fer yfirleitt fljótlega í gang en ég þarf að gefa honum inn og láta hann snúast vel í nokkrar sekúndur því annars er slæmur gangur í honum og hann drepur á sér um leið og ég sleppi olíugjöfinni.

Ef ég pumpa hann fyrst 5-6 sinnum með handpumpunni sem er ofan á síunni, þá hrekkur hann beint í gang og allt virðist eðlilegt. Í fyrstu pumunum virðist enginn þrýstingur vera á kerfinu en hann kemur upp eftir 3-4 pump.


Prófaðu eitt;
Að svissa á og bíða svolítinn timá (eftir að það slökknar á hitaranum) þangað til þú heyrir eins og smá stunu frammi við hráolíusíuna. Þá svissar þú af og á aftur þangað til glóðarkertaljósið slökknar og þá skaltu prófa að starta.

Minn LC90 er leiðinlegur ef hann stendur lengur en einn dag, en eftir svona trix dettur hann í gang.

Re: Bilaður Land Cruiser 90

Posted: 19.jan 2017, 14:37
frá Steindi
Takk fyrir þetta Jongud en þetta virðist ekki breyta neinu hjá mér. Heyri reyndar ekki þessa "stunu" við hráolíusíuna en búinn að prófa þetta all nokkrum sinnum í ýmsum útfærslum.

Þá er það bara hvað skyldi vera það næsta sem ég get prófað mig áfram með?

Re: Bilaður Land Cruiser 90

Posted: 27.júl 2017, 00:57
frá gudnimagni
Já ég er með LC 90 með svipuðum vandamálum og komst ég að því að það er gat á eldsneytisrörinu undir miðjum bíl. Þar er hann að draga inn loft og það rennur ril baka í olíutankinn. Þess vegna er hann erfiður í gang.
Vitið þið nokkuð hver er að gera við svona rör? Eða þ.e.a.s. skipta um þau? Fyrir sanngjart verð....

Re: Bilaður Land Cruiser 90

Posted: 27.júl 2017, 22:50
frá sukkaturbo
Olíuverkið gæti verið að gefa sig eða fæðidælan