Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá Sævar Örn » 04.nóv 2016, 12:27

Mig langar að starta umræðu um handbremsur á jeppum.

Ég er með 14 bolt afturhásingu 13" skálar og allt nýtt, ástigin handbremsa í ford explorer, allt nýtt borðar dælur útiherslujárn og allt tilheyrandi, en handbremsan er hérumbil ónothæf, ég segi ekki að hún virki ekki vel, en hún tekur aldrei almennilega jafnt, og svo er einsog teygist á börkunum með tímanum.


Ég hef alltaf verið hrifinn af uppgíraðri handbremsu þ.e. á drifskafti, sérstaklega í fjallajeppum, hef mikið velt fyrir mér að útfæra slíkt á millikassa sem ekki gerir ráð fyrir slíkum búnaði.



Hvað segja menn, mér datt í hug að nota bremsudisk og caliper af mótorhjóli og höfuðdælu með handbremsuskefti með læsingu í miðjustokk bílsins



sbr. þetta "kit".


https://www.aliexpress.com/item/110cc-1 ... 264.ENkeVF





endilega segið ykkar skoðun, er að brainstorma...


Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá sukkaturbo » 04.nóv 2016, 12:35

menn hafa verið að nota handbremusdótið af patrol millikössunum einfalt sterkt og gott að fá það

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá Sævar Örn » 04.nóv 2016, 12:39

Ég sé fram á minni smíðavinnu ef ég geri þetta með mótorhjólsdisk, slæda disknum innundir skaftið og smíða nýja stýringu fyrir skaftið.

caliperinn festist svo á brakket smíðað sem boltast í samskeytaboltana á millikassanum



Ef ég smíða patrol handbremsu þá þarf að meika saman útöxul úr millikassa og patról jókann því hann heldur bremsuskálinni uppi, en rétt er það þetta er mjög góður búnaður...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


finnzi
Innlegg: 68
Skráður: 03.okt 2010, 16:45
Fullt nafn: Finnur Ingi Hermannsson

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá finnzi » 04.nóv 2016, 13:05

Ég er að smíða þessa útfærslu á skaftið hjá mér, ekki komin reynsla á virkni en lýtur vel út og einfalt í uppsetningu.

http://www.4x4wire.com/toyota/reviews/parking_brake/
Screen Shot 11-04-16.PNG
Screen Shot 11-04-16.PNG (1.48 MiB) Viewed 6840 times

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá Sævar Örn » 04.nóv 2016, 13:09

já þetta er sannarlega einfalt system, og ef manni vantar meiri kraft þá bara lengja kálflegginn ofanvið vogarásinn og auka færsluna um leið, minna bras en ef kæmi í ljós að þyrfti öflugri dælu í vökvakerfinu... endilega bættu við ef þú klárar dæmið
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá olei » 04.nóv 2016, 13:30


Fyrsta vandamál við þetta er vökvinn, síðast þegar ég vissi mátti ekki nota vökvafærslur í handbremsur. Bein mekanísk tenging verður að vera til staðar. Kannski er búið að breyta þessu í reglum, breytir því ekki að mann langar ekki til að treysta kínversku vökvadóti fyrir því að handbremsan haldi.

Annað vandamál er að þetta er svo veigalítið að það er óvíst að þetta haldi nægilega fyrir bílinn. Og ef þú keyrir eitthvað með þessa handbremsu á þá leysist þetta upp í reyk á augnabliki.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá Sævar Örn » 04.nóv 2016, 13:42

http://www.samgongustofa.is/media/umfer ... 8-2014.pdf

Ekki að sjá að neitt hamli því að nota vökvakerfi fyrir stöðuhemil, krafan er sú að kerfið geti virkað eitt og sér og óháð aksturshemlum


Er vökvakerfi ekki vélrænt? Allavega ekki síður vélrænt en rafdrifin hemladæla sbr. nýlega VW og fleiri bíltegundir.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá biturk » 04.nóv 2016, 19:12

Ég hef lengingælt við að nota bremsudælunog disk úr næsta bíl sem ég finn og nota svo kúplingsdælubforðabúr fyrir handbremshna sjálfa
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá Sævar Örn » 04.nóv 2016, 19:19

Já eina við það ef maður hefur lág drifhlutföll er maður að þeyta disknum uppá ógnarsnúning c.a. 4000sn á þjóðvegahraða en það er kannski allt í lagi, en ábyggilega alltaf betra eftir því sem diskurinn er léttari
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá olei » 04.nóv 2016, 19:27

Svona voru reglurnar í den, þú ert ekki sá fyrsti sem langar í vökva-handbremsu. Ég hef ekkert fylgst með reglubreytingum á þessu og þekki ekki hvaða útfærslur eru í gangi í nýjum bílum.

http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/822-2004
06.03 Stöðuhemill.

(1) Stöðuhemill skal geta haldið ökutæki kyrru í halla með því að hlutir í stöðuhemilskerfi haldist í hemlunarstöðu með beinum, vélrænum búnaði.

(2) Tilskilin hemlunargeta skal nást á öllu álagssviði ökutækis.

Hér er spurningin hvernig skal túlka "beinum, vélrænum búnaði".

Eftir stendur síðan þetta með kínverska vökvadótið, hvort áhugi sé fyrir því að treysta því fyrir handbremsu. Það mundi ég aldrei gera, lágmarkið væri þá að nota hluti frá einhverjum almennilegum framleiðanda.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá biturk » 04.nóv 2016, 19:35

olei wrote:Svona voru reglurnar í den, þú ert ekki sá fyrsti sem langar í vökva-handbremsu. Ég hef ekkert fylgst með reglubreytingum á þessu og þekki ekki hvaða útfærslur eru í gangi í nýjum bílum.

http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/822-2004
06.03 Stöðuhemill.

(1) Stöðuhemill skal geta haldið ökutæki kyrru í halla með því að hlutir í stöðuhemilskerfi haldist í hemlunarstöðu með beinum, vélrænum búnaði.

(2) Tilskilin hemlunargeta skal nást á öllu álagssviði ökutækis.

Hér er spurningin hvernig skal túlka "beinum, vélrænum búnaði".

Eftir stendur síðan þetta með kínverska vökvadótið, hvort áhugi sé fyrir því að treysta því fyrir handbremsu. Það mundi ég aldrei gera, lágmarkið væri þá að nota hluti frá einhverjum almennilegum framleiðanda.


Ég skil ekki þessa kína fordóma í mönnum

Það er 80% af heiminum framleiddur þarnabog virkar fínt. Það er bara spurning að velja vel hvað menn kaupa
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá Sævar Örn » 04.nóv 2016, 19:39

Ég er með kína cylinder head á 2006 hyundai disel sem ég á... virkar mjög fínt og smíðagæðin voru meiri en á upprunalega heddinu sem ég losaði af

Það er rétt kína framleiðir allann fjandann fyrir vestrænan markað, en það á að varast eftirlíkingar... ekki kaupa Brambo bremsudælur og ekki kaupa NIGE skó, og ekki DADIAS fatnað... annað held ég sé í lagi
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá olei » 04.nóv 2016, 19:47

biturk wrote:Ég skil ekki þessa kína fordóma í mönnum

Það er 80% af heiminum framleiddur þarnabog virkar fínt. Það er bara spurning að velja vel hvað menn kaupa

Það eru margir að framleiða hluti í Kína, mest af þeim varningi sem við þekkjum er framleiddur eftir kröfum evrópskra eða bandarískra fyrirtækja sem annast þannig óbeint gæðahliðina. Það eru til ótal sögur af ströggli þeirra í þessum efnum og mistökum sem hafa komið þeim herfilega í koll. Án slíks aðhalds er lenskan í kína að framleiða eins ódýrt og kostur er. Þá fara kröfur um efnisval og gæði fljótlega í klósettið hafi þær einhverjar verið til að byrja með.


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá juddi » 04.nóv 2016, 22:49

Veit allavega að ansi margir hafa lent í vandræðum í skoðun á rally bílum sem hafa verið með vökva handbremsu
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá Sævar Örn » 05.nóv 2016, 00:42

Já ég þekki það, og það er í þeim tilfellum sem ég þekki til vegna þess að vökvahandbremsan tengist inná þessa hefðbundnu aksturshemladælu, því gefur að skilja að ef kemur upp leki í kerfinu virka hvorki aksturshemlar né handbremsa, þessu hafa menn bjargað í seinni tíð og hafa einfaldlega upprunalega dælu fyrir aksturshemla og aðra aðskilda fyrir handbremsuna
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá olei » 05.nóv 2016, 02:21

Hvað með að hafa bremsuna á millikassanum gormlestaða - og taka hana síðan af með vökva. Það hlýtur að mega!?


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá grimur » 05.nóv 2016, 04:49

Vörubílahandbremsa, eða svotil.
Nota kannski vakúm á gormlestaðan tjakk, tengja inn á sama sog og hjálparátak á venjulegu bremsunum....það er oftast vakúm þó glussa hjálparátak sé til.
Ég hef enn ekki séð virkilega sannfærandi drifskafts handbremsu kitt, alltaf eitthvað hálf heimasmíðað að sjá.
Kannski tækifæri í því að leggjast yfir þetta og finna góða universal lausn...


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá Grímur Gísla » 05.nóv 2016, 10:23

nota afturbremsu af fjórhjóli
ætti að vera nægilega öflug

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá Tjakkur » 05.nóv 2016, 10:24

olei wrote:Svona voru reglurnar í den, þú ert ekki sá fyrsti sem langar í vökva-handbremsu. Ég hef ekkert fylgst með reglubreytingum á þessu og þekki ekki hvaða útfærslur eru í gangi í nýjum bílum.

http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/822-2004
06.03 Stöðuhemill.

(1) Stöðuhemill skal geta haldið ökutæki kyrru í halla með því að hlutir í stöðuhemilskerfi haldist í hemlunarstöðu með beinum, vélrænum búnaði.

(2) Tilskilin hemlunargeta skal nást á öllu álagssviði ökutækis.

Hér er spurningin hvernig skal túlka "beinum, vélrænum búnaði".

Eftir stendur síðan þetta með kínverska vökvadótið, hvort áhugi sé fyrir því að treysta því fyrir handbremsu. Það mundi ég aldrei gera, lágmarkið væri þá að nota hluti frá einhverjum almennilegum framleiðanda.


Hvað með alla nýju bílana með rafknúinni handbremsu þar sem handbremsan er sett á með nettum rofa?

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá Sævar Örn » 05.nóv 2016, 11:33

Nú er mér farið að lítast vel á þessa umræðu! Sérstaklega þetta með að hafa spennta fjöður þar sem einhverskonar aðgerðar er þörf til að losa handbremsuna en að öðru lagi sé hún á, líkt og á vörubifreiðum þar sem loftþrýstingur er notaður til að yfirvinna gormspennu til að losa bílinn úr handbremsu
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá Járni » 05.nóv 2016, 17:13

Nú eru meira og minna allir nýrri fólksbílar með barka-handbremsu innbyggða í bremsudælur í afturhjólum.

Afhverju ekki að nota svoleiðis ef það á hvort sem er að smíða disk og dælu við drifskaft?
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá Sævar Örn » 05.nóv 2016, 17:17

já, auðvitað frábær hugmynd, stundum ofhugsar maður... :)


Deilingin á götunum á skaftinu er akkurat 4x100 þannig þá er bara að nota disk úr eitthverju með 4x100 deilingu og hemladælu úr eitthverju gáfulegu...


Þetta fer í vinnslu á næstunni!
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá Járni » 05.nóv 2016, 17:37

Snilld, endilega smelltu inn hvernig gengur og myndum af framkvæmdum.

Einfaldast er auðvitað að fá sér Defender, þar er þetta orginalt.

(Svo er líka hægt að fá sér Patrol, þar er þetta orginalt og virkar miklu betur. :))
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

MixMaster2000
Innlegg: 101
Skráður: 05.des 2011, 20:41
Fullt nafn: Heiðar Þorri Halldórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1974

Re: Umræða um heimasmíðaðar drifskaftshandbremsur

Postfrá MixMaster2000 » 10.nóv 2016, 16:43

Einhverjir hafa notað svona "vélrænar" Go Kart bremsur:
http://www.ebay.com/bhp/go-kart-brake-caliper

kv Heiðar Þorri
Ford Bronco 1974, 351W EFI
Polaris 800 RMK 155
Polaris Fusion, 900


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir