Síða 1 af 1

Vandamál með 4L60E sjálfskiptingu

Posted: 03.nóv 2016, 17:45
frá jonket
Þekkja menn til þess ef lekur af skiptingu og hún fer að snuða og hún h´ættir að skipta sér upp í 4 (drive) eftir það?

Ef svo, er einhver einföld lausn á því? Skiptingin er í Chevrolet Trailblazer.

Re: Vandamál með 4L60E sjálfskiptingu

Posted: 03.nóv 2016, 21:36
frá svarti sambo
Ef það er búið að bæta olíu á skiftinguna, þá er lausnin nýjir diskar og allsherjar yfirhalning.

Re: Vandamál með 4L60E sjálfskiptingu

Posted: 03.nóv 2016, 23:23
frá juddi
Er rétt sía í henni

Re: Vandamál með 4L60E sjálfskiptingu

Posted: 04.nóv 2016, 08:24
frá jonket
Ekkert átt við síuna. Vantaði sjálfskiptivökva vegna leka á kæliröri. Bætt á, lagaður leki og skiptir sér ekki upp í drive eftir það. Allt í lagi með 1-3

Re: Vandamál með 4L60E sjálfskiptingu

Posted: 04.nóv 2016, 13:49
frá Kiddi
Prófaðu að glugga í þetta:

viewtopic.php?f=58&t=23399&p=128255&hilit=4l60#p128255

Þegar diskarnir fara þá eru það 3-4 gír sem fara báðir hefði ég haldið, en það er allt um þetta í þessum gögnum sem þú getur fundið þarna og þá gætirðu vonandi rakið bilunina.

Re: Vandamál með 4L60E sjálfskiptingu

Posted: 04.nóv 2016, 19:24
frá jonket
Takk fyrir svörin.