Ég er að bögglast með 2001 4Runner, týpu sem aldrei komst til Íslands. Skrúfaði 33" undir hann um daginn og langar í kanta sem ná út fyrir, sem ekki eru alveg að finnast hér í Ameríkuhreppi. Ef einhver á þannig sem er bara að safna ryki væri ég alveg til í að fá að vita af því fyrir næstu ferð á klakann, eða ef einhver veit hver er ennþá að gera flotta kanta á svona bíla. Kantar á gamla 4Runner passa líklega nokkurn veginn, amk ef ekki er tekið úr fyrir bensínlokinu, en það var fært yfir á vinstri hliðina 1996.
Kv
Grímur, gritzlor@gmail.com
35" Kantar á 4runner
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur