Síða 1 af 1

Body hækkun á 4Runner

Posted: 06.okt 2016, 23:15
frá eyberg
Sælir
Er alveg komin í hring með að koma 38" undr 4Runnerin hjá mér.
Er komin á það að body hækka hann og mer er sagt 2" sé nóg og aðrir segja 4" og allt þar á milli :)
Væri til að fá fleyrri hugmyndir og hvað aðrir hafa gert.

er beð spindil kúlu hækkun að framan uppá 2.5" og 80 LC gorma að aftan með 2" lift frá OME.

Her er mynd af billum á 38" AT felgum sem eru 12.5" á breidd
Image

Vantar ráð frá sem flestum :)

Re: Body hækkun á 4Runner

Posted: 07.okt 2016, 06:49
frá grimur
Aðal málið er að koma boddífestingunum aftan við framhjól frá, það er eiginlega algert möst að skera þær af grindinni og hækka upp með boddíinu, sama hve mikið er hækkað á boddíi þannig séð. Svo er alveg skoðandi að snyrta þessar festingar aðeins og laga til þannig að dekkið hafi pláss. Svo auðvitað að klippa alveg inn að boddífestingum....taka vel úr sílsanum og svona ef það er ekki búið. 100mm boddíhækkun er dálítið mikið. Hef lyft bíl 70mm sem kom ansi vel út, meira en þessir 50mm sem einhvern veginn er alltaf svolítið of lítið en ekki heldur að brjóta gólfið í mask alveg á núll einum útaf jagi eins og 100mm kubbarnir eiga til að gera. Svo er hægt að nota allskonar trix til að minnka þetta jag, hækkun á boddyfestingum er einna besta leiðin.

Re: Body hækkun á 4Runner

Posted: 07.okt 2016, 23:05
frá biturk
2" hækkun. Skera vel og færa aftari bodyfestingu upp er nóg fyrir 38"

Best ð hækka allar bodyfestingar

Re: Body hækkun á 4Runner

Posted: 09.okt 2016, 00:45
frá grimur
Jebbs, lang vandaðasta leiðin er að hækka allar festingar. Slatta vinna en borgar sig upp á að hlífa boddíinu. 50mm(2") dugar líklega alveg, mér hefur samt fundist koma betur út að lyfta aðeins meira. Smekksatriði myndi ég segja. 100mm er full mikið fyrir 38".