Skipta um boddy á patrol

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
hafsteinningi
Innlegg: 40
Skráður: 17.maí 2014, 19:14
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Viðarsson
Bíltegund: Range Rover 1988

Skipta um boddy á patrol

Postfrá hafsteinningi » 25.sep 2016, 12:06

Sælir hvernig er það er mikið mál að skipta um boddy á patrol? Er einhvað sérstakt sem ég þarf að hafa í huga þegar èg er að losa allt? Er einhver hér sem hefur fert þetta áður og er til í að segja mér frá því helsta




Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Skipta um boddy á patrol

Postfrá Aparass » 25.sep 2016, 22:06

Þetta er jafn einfalt eins og að skipa um dömubindi.
Hef að vísu enga reynslu í því en grunar að það sé á svipuðu flækjustigi.
Hef hinsvegar skipt um boddy á patta og það var alveg fáránlega straght forward.
Gangi þér vel.


makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Skipta um boddy á patrol

Postfrá makker » 25.sep 2016, 23:21

Best að byrja á því að losa rafmagn fyrir afturljós olíulagnir við hvalbak svo rafmagn frá boddy og í vél svo er sennilega best að kippa vatnskassanum bara úr og losa miðstöðvarhosur svo er handbremsan og gírstangirnar eftir þegar þetta er komið er það bara að fleigja boddyinu af og vona að það sé búið að losa allt

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Skipta um boddy á patrol

Postfrá jongud » 26.sep 2016, 08:14

makker wrote:Best að byrja á því að losa rafmagn fyrir afturljós olíulagnir við hvalbak svo rafmagn frá boddy og í vél svo er sennilega best að kippa vatnskassanum bara úr og losa miðstöðvarhosur svo er handbremsan og gírstangirnar eftir þegar þetta er komið er það bara að fleigja boddyinu af og vona að það sé búið að losa allt


Hér gleymdist allt of mikið!
Maður tekur t.d. alla framstæðuna AF! (húdd, bretti, grill).
Stýrisöxlullinn, bremsurör, kúplingsrör. Svo þarf að athuga hvernig er með gírstangir (rífa vel í kringum þær) handbremsubarkinn, olíuáfyllingarrörið, inngjafarbarkinn, miðstöðvarslöngur.
Ég er örugglega að gleyma einhverju líka.


Höfundur þráðar
hafsteinningi
Innlegg: 40
Skráður: 17.maí 2014, 19:14
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Viðarsson
Bíltegund: Range Rover 1988

Re: Skipta um boddy á patrol

Postfrá hafsteinningi » 26.sep 2016, 10:48

Takk fyrir þetta!


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Skipta um boddy á patrol

Postfrá grimur » 01.okt 2016, 03:49

Mig minnir að eftir 1998 sé einhvers konar öryggis hengja undir miðjum bíl að aftanverðu, svona til að boddíið fjúki ekki af ef allar boddyfestingar gefa sig. Á boddyhækkuðum bíl er búið að afnema þetta eða breyta.Það er auðvelt að klikka á því að taka eftir þessu og tjakka allt í drasl.
Annars er þetta að verða nokkuð tæmandi listi.
Kv
Grímur


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 32 gestir