Afturhjólaleguskipti í LC120

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Afturhjólaleguskipti í LC120

Postfrá hobo » 24.sep 2016, 18:52

Hvað þarf ca. mörg tonn til að pressa legu af afturöxli á LC120?
Og er venjan að kljúfa hringinn sem pakkdósin leikur um?
Viðhengi
20160924_141339.jpg
20160924_141339.jpg (2.54 MiB) Viewed 4745 times




biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Afturhjólaleguskipti í LC120

Postfrá biturk » 24.sep 2016, 18:57

Ég sker yfirleitt krumphringinn burt

Hita hann svo á hellu í góðann hita þegat ég set nýjann á og með passlegt rör og slá uppá
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Afturhjólaleguskipti í LC120

Postfrá Sævar Örn » 25.sep 2016, 11:43

Ég skemmi krumphólkinn með litlu loftslíprokk til að skemma öxulinn örugglega ekki, alltof algengt að maður sjái skurðarför eftir stóra slíprokka í öxlum eftir svona aðferðir það hlýtur að veikja öxlana eitthvað, svo dreg ég bakplötuna upp með legunni og öllu klabbinu með þar tilgerðu verkfæri sem er jafn langt og öxullinn og skrúfast svo í enda öxulsins með fínsnitti og togar leguna þannig upp af press fit planinu, ég hef líka séð menn taka krumphólkinn og skrúfa öxulinn svo aftur í hásinguna og toga svo í felguboltana með draghamri og ná þannig sama árangri

nýja legan fer svo á með löngu röri og spítukubb og sleggju, glóðhita hringinn og læt hann detta upp á öxulinn alveg upp að legunni og leyft að kólna, ég hef haft blautann klút yfir legunni svo hún hitni ekki mjög mikið við þessi skyndikynni
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Afturhjólaleguskipti í LC120

Postfrá Sævar Örn » 25.sep 2016, 13:31

og til að svara spurningunni um tonnafjöldann þá held ég að það sé eithver stórhættuleg tala ef krumphólkurinn er ekki fjarlægður fyrst, ef það er þá yfir höfuð hægt að pressa hann af án þess að valda öðrum skemmdum

en þegar hann er farinn er þetta allt voða létt giska á 5 tonn max, ég hef örsjaldan gert þetta í legupressu oftar bara með handverkfærum það hefur reynst stjórnanlegra og fljótlegra
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


BragiGG
Innlegg: 157
Skráður: 29.maí 2010, 16:43
Fullt nafn: Bragi Geirdal Guðfinnsson

Re: Afturhjólaleguskipti í LC120

Postfrá BragiGG » 25.sep 2016, 13:45

Þetta fer af í sirka 10 tonnum með góðu verkfæri sem boltast á flangsinn, án þess að hita og skera....
1988 Toyota Hilux

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Afturhjólaleguskipti í LC120

Postfrá Sævar Örn » 25.sep 2016, 13:52

er þetta smíðað verkfæri eða hægt að kaupa, áttu mynd af þvi eða samskonar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Afturhjólaleguskipti í LC120

Postfrá juddi » 25.sep 2016, 15:04

Það getur verið varasamt að glóðhita krumphringin því sumir skemmast við það og missa eiginleikan til að krumpast, það er nóg að hita á td eldavélahellu ég nota oftast gamalt straujárn sem ég hef á hvolfi, svo er það með að slípa krumphringin er mjög varasamt enda eins og Sævar nefnir hefur maður séð ansi marga öxla sem búið er að skera í en ef menn vilja fara þá leið er gott að skera á tveim stöðum á móts við hvorn annan, fara ekki of djúpt og sprengja svo hringin með meitli, mér hefur fundist betra að vera með góð gastæki og snogg hita hringin á litlum blett vera svo snöggur með meitilinn og berja þar sem var hitað þá teigist á hringnum og hann dettur af eða þarf aðeins að banka hann af.
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Afturhjólaleguskipti í LC120

Postfrá Sævar Örn » 25.sep 2016, 15:13

þetta er skemmtilegt umræðuefni, maður heyrir svo margar hliðar, mér var einmitt kennt í skóla að það þyrfti að roðhita krumphringinn því ef hann hitnaði ekki nóg, jafnvel þó hann kæmist upp á öxulinn, myndi hann ekki draga sig jafn mikið og ef hann væri hitaður meira, annars hef ég ekki verið að gera þetta mikið nema fyrir mig sjálfan og því ekki mikið reynt á þessa kunnáttu á mínum bæ, en hefur gefist ágætlega með þessari aðferð i þau skipti
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


helgis
Innlegg: 104
Skráður: 03.mar 2010, 10:48
Fullt nafn: Helgi Sigurðsson

Re: Afturhjólaleguskipti í LC120

Postfrá helgis » 25.sep 2016, 19:35

Oft er talað um ca 120°C í viðgerðarbókum fyrir hluti sem þarf að hita til að koma saman.
Kv. Helgi

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Afturhjólaleguskipti í LC120

Postfrá hobo » 25.sep 2016, 21:06

Ég smíða mér bara stykki til að geta pressað leguna af öxlinum. Síðast þegar ég gerði þetta(hilux) notaðist ég við mjög stóra pressu og fór þetta með látum, með hólknum.
Núna notaðist ég við 20 tonn og haggaðist þetta ekki.
Held ég fari í æfingar með að ná hringnum af fyrst.
Viðhengi
20160925_205518.jpg
20160925_205518.jpg (2.37 MiB) Viewed 4511 times

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Afturhjólaleguskipti í LC120

Postfrá hobo » 25.sep 2016, 22:05

Besta hráefnið til að smíða svona sérverkfæri er tómt hásingarrör undan eins bíl.


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Afturhjólaleguskipti í LC120

Postfrá Brjotur » 25.sep 2016, 22:55

Afhverju að flækja málið ?? skera þenna hring af með slípirokk , það þarf ekki einu sinni að skera alla leið inn úr og eiga á hættu að skera í öxulinn , það er nóg að skera nánast alla leið og sprengja hann svo með hamri og meitli ósköp einfalt í staðinn fyrir að vera marga daga að þessu :)

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Afturhjólaleguskipti í LC120

Postfrá hobo » 25.sep 2016, 22:58

Enginn að flækja málið, bara verið að búa til umræðu á spjallsíðu.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Afturhjólaleguskipti í LC120

Postfrá olei » 26.sep 2016, 01:50

Til gamans:

Vanalega er gefið upp að legur megi hita 100°c við ásetningu. Fyrir tannhjól sem eru sett á öxla með reki er talan nokkru hærri eða 150°c. Sama gildir um krumphólka við legur. Þessar tölur eru þó ekki hoggnar í stein og mig rámar í örlítið hærri tölur t.d fyrir legur, en eru ágætis viðmið.

Það sem er verið að forðast hér er að hita efnið það mikið að efnabreyting verði í því, en ennfremur að oxíð húð myndist á stálinu við hitun. Það fer að gerast fjótlega upp úr 150° og við 176° sést gulur blær á stálinu eftir hitun sem er einmitt liturinn á oxíðhúðinni sem myndaðist við hitunina. Án þess að hafa séð rannsóknir á því þá virðist mér augljóst að slík hitun stytti verulega líftíma lega svo dæmi sé tekið. Og fyrir krumphólka sem eru notaðir sem pakkdósarsæti er líklega best að halda sig innan við þessi mörk. Yfirborð hringsins hefur jú talsvert að gera með endinguna á dósinni.

Það er hægt að hita þetta á eldavélarhellu eða þessvegna straujárni eða í ofni. Eitt sem ber að athuga við það er að stál hefur takmarkaða varmaleiðni og er mun lengur að hitna í gegn en margir ætla. Þegar ég hita legur þá set ég helluna á lægsta hita og hef leguna fremur lengur en skemur. Testið fyrir legur er síðan hvort að vatnsdropi sýður á henni - þá er hún klár til ásetningar. Ef hellan er sett í botn þá getur það gerst að sá hluti legunnar sem liggur á hellunni verði allt of heitur áður en efsti hluti legunnar er orðinn nægilega heitur. Þetta er meira áberandi fyrir stærri legur. Hér er sennilega komin ástæðan fyrir því að margir framleiðendur gefa það upp að hita skuli legur eða hvaðeina í olíubaði. Það tryggir jafnari hita og minnkar áhættu á ofhitun.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Afturhjólaleguskipti í LC120

Postfrá hobo » 26.sep 2016, 09:16

Þetta var gott inlegg í umræðuna.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Afturhjólaleguskipti í LC120

Postfrá villi58 » 26.sep 2016, 10:29

Ég nota hitabyssu til að hita legur og krumphólka, er með hitaþolinn múrstein undir og hita þangað til að vatnsdropi síður.
Með blæstrinum þá er ég að hita hlutinn nokkuð jafnt og auðvelt að stjórna jafnri hitun.
Undirbúa sig fyrst með ásláttarverkfæri, hita og svo snöggur að reka á eftir hlutnum, legu/krumphólk, aldrei klikkað.
Muna svo að gefa hitun tíma til að sé kominn nokkuð jafn hiti í hlutinn.
Með krumphringinn þá er auðvelt að skera smá flís utan af honum og reka svo eitt gott högg og þá er hann laus, klikkar aldrei.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 26 gestir