Dekkjaslit - hjólastilling. Auka toe-in?
Posted: 02.sep 2016, 18:49
Hver er reynsla manna af dekkjasliti á milli fram og afturhjóla á breyttum jeppum með part time millikassa?
Hef langa reynslu af hásingarbílum og þar slitnuðu framdekk mun hægar en afturdekk.
Hef heyrt menn sem eiga klafabíla tala um að framdekk slitni álíka hratt og aftur dekk.
Hef litla reynslu af klafabílum en þarf að láta hjólastilla Musso á 13" breiðum felgum.
Þessi uppsetning með 13" breiðum felgum veldur því að í akstri er sterkur kraftur sem sveigir hjólin út á við.
Þar sem stýrisbúnaðurinn er ekki sver, þá finnst mér líklegt að hann svigni all verulega í þjóðvegaakstri og valdi því að dekkin vísi í raun út á við ef notast er við uppgefið toe-in á 38" dekkjum og breiðum felgum.
Uppgefið toe-in miðast við að vega upp á móti þessari sveigju miðað við original felgur en líklegt er að þessi sveigja sé mun meiri þegar felgurnar eru breiðari og sú breikkun sé eingöngu útávið.
Einnig má búast við því að högg og hnjask í ófærð hafi þau áhrif að breyta toe-in í toe-out. Því hefur mér dottið í hug að láta hjólastilla bílinn e-h lítillega innskeifari (meira toe-in) en gefið er upp fyrir bílinn óbreyttann með það að markmiði að framdekkin vísi þá uþb beint fram á þjóðvegahraða.
Hver er reynsla manna í þessum efnum?
Hef langa reynslu af hásingarbílum og þar slitnuðu framdekk mun hægar en afturdekk.
Hef heyrt menn sem eiga klafabíla tala um að framdekk slitni álíka hratt og aftur dekk.
Hef litla reynslu af klafabílum en þarf að láta hjólastilla Musso á 13" breiðum felgum.
Þessi uppsetning með 13" breiðum felgum veldur því að í akstri er sterkur kraftur sem sveigir hjólin út á við.
Þar sem stýrisbúnaðurinn er ekki sver, þá finnst mér líklegt að hann svigni all verulega í þjóðvegaakstri og valdi því að dekkin vísi í raun út á við ef notast er við uppgefið toe-in á 38" dekkjum og breiðum felgum.
Uppgefið toe-in miðast við að vega upp á móti þessari sveigju miðað við original felgur en líklegt er að þessi sveigja sé mun meiri þegar felgurnar eru breiðari og sú breikkun sé eingöngu útávið.
Einnig má búast við því að högg og hnjask í ófærð hafi þau áhrif að breyta toe-in í toe-out. Því hefur mér dottið í hug að láta hjólastilla bílinn e-h lítillega innskeifari (meira toe-in) en gefið er upp fyrir bílinn óbreyttann með það að markmiði að framdekkin vísi þá uþb beint fram á þjóðvegahraða.
Hver er reynsla manna í þessum efnum?