Pælingar um niðurgírun og hlutföll

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Pælingar um niðurgírun og hlutföll

Postfrá jongud » 21.aug 2016, 10:29

Í framhaldi á pælingum um millikassa, á þessum þræði:
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=5&t=33304

Ég vildi ekki fara út fyrir efni þráðarins þarna inni þannig að ég setti mínar pælingar á nýjan þráð.
Svona pælingar á gírun held ég að sé eitt það mikilvægasta við uppbyggingar á jeppum. Ég er alltaf að spá í af hverju menn leysa ekki vandamálið aðeins framar í drifrásinni og hafa meiri niðurgírun í gírkassanum. Oft er það nefnileg þannig að ef fimmti gírinn er yfirgír (overdrive) þá er hann ekkert að nýtast, nema það séu fáránlega lág hlutföll í drifunum, kringum 5.38 eða 5.71 sem eru leiðinlega veik.
Besta lausnin er fimm gíra kassi með fimmta gír beint í gegn (hlutfallið 1:1). En það eru bara ekki svo margir gírkassar þannig gerðir. Nema hálf-leiðinlegir amerískir kassar eins og NP435 og T18. Og þessir kassar eru bara með fjóra gíra. Ef menn vilja 5-gíra þá er NP542 eiginlega sá eini.
Svo hef ég bara heyrt af einni sjálfskiptingu sem er 4ra gíra og með 1:1 í hæsta gír, og það er eldri sjálfskiptingin í Musso (og Bens fólksbílum) og ég hef ekki heyrt hvernig hún reynist aftan á mótor sem er yfir 150 hestöfl.
Einn möguleiki enn er að vera með sæmilega öfluga 3ja gíra sjálfskiptingu eins og TF727 með læsingu og hafa túrbínu á henni sem slúðrar aðeins meira. þá fær maður mýkri hröðun, lásinn á túrbínunni virkar eins og fjórði gírinn og með lásnum eyðir jeppinn minna úti á vegum. En því miður verður hitinn líklega meiri.



User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Pælingar um niðurgírun og hlutföll

Postfrá jeepcj7 » 21.aug 2016, 11:00

Gömlu 5 gíra kassarnir úr benz kálfunum eru með 1 gír lágán ca.6-1 og 5 gír beinan í gegn.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Pælingar um niðurgírun og hlutföll

Postfrá jongud » 21.aug 2016, 17:30

jeepcj7 wrote:Gömlu 5 gíra kassarnir úr benz kálfunum eru með 1 gír lágán ca.6-1 og 5 gír beinan í gegn.

Hvernig gat ég gleymt þeim !
Image


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 25 gestir