Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá olei » 20.aug 2016, 01:09

Mig langar til að vekja athygli á millikassa sem sumir notendur hér þekkja og aðrir hugsanlega ekki. Þó að ég sé búinn að vera viðriðinn jeppadellu ansi lengi vissi ég ekki af honum fyrr en fyrir nokkrum árum. Þar ræður mestu ætternið sem er vissulega mis-hátt skrifað meðal íslenskra jeppamanna.

Ég er að tala um ROVER LT230 millikassa. Jessörrí - þetta er semsagt millikassi sem ROVER plantaði í Range Rover og Land Rover kringum eða uppúr 1980 og allt fram á þennan dag í Land Rover Defender.

Og hvað er nú merkilegt við þennan millikassa?
Jú hann er einn af þessum sjaldgæfu kössum sem eru niðurgíraðir í háa drifinu. Vissulega eru til fleiri millikassar sem eru það líka, en flestir þeirra eru úr minni bílum. Má þar nefna Suzuki jeppa ýmsa og Daihatsu Rocky svo einhverjir séu nefndir. Nú þekki ég ekki Rocky millikassann en það sem gerir ROVER LT230 áhugaverðan er að hann er þónokkuð hraustur og það er ekkert vandamál að nota hann í 2-3 tonna bílum með mjög öflugar vélar.

LT230 er:
Gerður fyrir hægri drifkúlu að framan
Fyrir hægri drifkúlu að aftan líka (sem er smá bömmer í sumum tilvikum)
Með sídrifi sem er læsanlegt (nema í fáeinum nýrri útgáfum)
Með drifskafts handbremsu af stærri gerðinni
Hann er með 3,3:1 í niðurgírun í lága drifinu.
Háa drifið er til 1:1 - 1:1,2 - 1:1,4 - 1:1,67. Þ.e.a.s beinn í gegn, 20, 40, eða 67% niðurgírun í háa drifinu.
breytilegur eftir árgerðum, hægt er að sjá eftir íhoggnum verksmiðjunúmerum hvaða týpa og gírun er í þeim.

Tökum nú sem dæmi jeppa sem kemur original á 30 tommu dekkjum og stækkum tútturnar upp í 42" - það er 40% stækkun á dekkjum. Ef við viljum að bíllinn fái sömu gírun á stóru dekkjunum og hann hafði óbreyttur þá þarf augljóslega viðbótar niðurgírun upp á 40%. Það þýðir t.d að ef bíllinn var á 4,3:1 drifhlutföllum upphaflega þarf að setja í hann 6,3:1 drifhlutföll til að fá sömu gírun. Eins og flestir þekkja eru svo lág drif ekki fáanleg í flestar hásingar og ef þau eru á annað borð til þá eru þau orðin mjög veikburða af því að tennurnar í pinion eru orðnar svo fáar og hann lítill. Vanalega lækka menn því drifin eitthvað minna, algengt er 4,88 -5,42 og jafnvel niður í 5,71 (hilux).

Ef menn standa nú í stórfelldu mixi hvort eð er þá er valkostur að sleppa því að lækka drifin og fá sér þess í stað LT230 millikassa með hæfilegri gírun í háa drifinu. Þar með er vegaakstur dekkaður. Utan vega og snjóakstur kemur fínt út líka af því að lága drifið í honum er eins lágt og raun ber vitni. Það er jafn lágt eða lægra en í flestum millikössum jafnvel þó svo að notuð séu lægri drifhlutöll með þeim. Bónusinn við þetta er að þá sparast að kaupa drifhlutföll sem kosta sitt og hægt er að nota original kamb og pinion sem er nær undantekningalaust það sterkasta sem er í boði í viðkomandi bíl (hásingar). Með fullri virðingu fyrir eftirmarkaðs drifaframleiðendum!

LT230 hefur tvo veika punkta. Annarsvegar kemur það fyrir að rílurnar í inntakshjólinu étast upp af því að þær eru þurrar og tæring fer af stað í þeim. Þetta á við um eldri útgáfur af þessum kössum sem finnast í hlöðum og bílskúrum mikið notaðir. Yngri gerðir eru ekki hrjáðar af þessu af því að ROVER boraði smurgöt í inntaksjólið einhvert árið og eyddi þar með þessu vandamál. Hinn veiki punkturinn er smur-vandamál á mismunadrifinu milli fram og aftur. Því líður ekki vel ef það er spólað mikið og lengi með kassann ólæstan, því er föst regla að læsa millikassanum þegar ekið er í ófærð.

Meira síðar ef áhugi er fyrir hendi.
grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá grimur » 20.aug 2016, 02:54

Þetta er skemmtilegur pistill. Ég er með Rocky millikassa í bútum í bílskúrnum, aðallega vegna þess að mig langaði til að rannsaka innihaldið áður en hann færi í eitthvað. Það sem ég hef komist að er að þessi kassi er með frekar hraust lágadrif, úttakshjólið er fín-skátennt, 33mm breitt og um 140mm í þvermál. Það er ekkert að fara að hrökkva uppúr þurru. Helsta vandamálið við þessa gullmola er einmitt að þeir eru akkúrat það...semsagt finnast varla lengur.
Þessi sem ég er með er úr bensínbílnum og því bara búið að snúa honum svotil eins og í hlutlausum, enda þessar rellur með afbrigðum máttlausar. Hann er semsagt tilkeyrður en lítið meir eftir ca 200.000 km. Þessir kassar hafa verið settir sem aftara unit í Hiluxum í nokkrum tilfellum, ég veit ekki til að nokkuð hafi gefið sig í þannig uppsetningu, gagnlegt væri samt að heyra af því hvernig þetta hefur reynst til langframa og hvort eitthvað hefur klikkað.
kv
Grímur

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1141
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá Startarinn » 20.aug 2016, 06:10

Þetta er áhugaverð pæling með Rover kassann.
Hvernig er framendinn á honum, með það í huga að mixa hann við aðra kassa en orginal?

Í minn bíl setti ég auka gírkassa, svo ég skipti bara um gír á fremri kassanum eftir aðstæðum og dekkjastærð, en ég keyri bílinn bara á skurðarskífum á sumrin, 225/75 15 og svo á ég bæði 38" og 41" sett undir bílinn.
5ti gír á skífunum, 4ði á 38" og 3ji á 41", það kemur bara nokkuð vel út finnst mér, og engin ástæða til að skipta um 4,56:1 hlutföllin
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá elliofur » 20.aug 2016, 22:25

Athyglisverðar pælingar.
Til að fara enn lengra með þeim, kannski svolítið frá LT230 sem farið var af stað með, þá hef ég lengi pælt í hvernig væri að nota bíl með bæði sjálfskiptingu og beinskiptingu. Það gæti náttúrulega bara virkað þannig að sjálfskiptingin væri fyrir framan og gírkassinn þyrfti að vera fyrir aftan. Mest væri vesenið með kúplinguna, sennilega gæti hún ekki verið með, þá væri gírkassinn svosem bara lowgír með marga gíra. Vissulega þyrfti sá kassi að vera talsvert hraustur.

Pælum meira. Veistu eitthvað meira um LT230 Ólafur?


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá olei » 21.aug 2016, 06:54

Framendinn á LT230 lítur svona út. Millistykkið við hann stýrist á pinnum. Hann er ekki því ekki sá þægilegasti að mixa við hann. Nú er ég ekki klár rennismiður en mér sýnist að það þurfi að smíða plötu sem passar á framendann og í stýripinnana. Bolta hana síðan við hús af svona kassa og taka centrum í legusætunum fyrir inntakshjólið og flytja það yfir í plötuna og taka hentuga stýringu í hana. Ég fékk með mínu eintaki stutt millistykki úr RR classic sem var sjálfskiptur. Það stytti mér talsvert leiðina við að smíða framan á þetta. Vafalaust eru til nokkrar gerðir af millistykkjum við þá, ég hef ekki athugað það.
Image


Hér er skemmtileg skurðarmynd af svona kassa.
Image
Af því að hann er með venjulegu mismunadrifi (eins og í hásingu) þá er hann nokkuð langur - eins og sést þá er úttakið fyrir framdrifskaftið talsvert framar en gírkassaflangsinn á millikassanum (það sést betur á efri myndinni hvar hann er). Borið saman við hefðbundna millikassa þá er samanlögð lengd á drifsköftum verulega minni sé þessi notaður. Eins og sést er engin keðja í þeim, allt skátennt tannhjól. Fyrstu útgáfur af þessum kössum voru með nálalegur og endaslagsskinnur á millitromlunni. Svoleiðis búnaður er ekki toppurinn á tilverunni eins og eigendur gamla Dana20 og fl. kassa hafa komist að gegnum tíðina. Rover uppfærði þetta fljótlega og síðari árgerðir eru með kónískar legur á tromlunni og þar með allar burðarlegurnar kónískar. Driföxlarnir út úr mismunadrifinu eru síðan bornir af kúlulegum út við enda. (rétt innan við drifskaftsflangsana).


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá olei » 21.aug 2016, 07:39

Hér er listi með drifhlutföllum í LT230. Fyrsta talan í serialnúmerinu sem er hoggið í kassann segir til um það.

Allir original LT230 eru með lága drif 3.3:1eftirfarandi listi er fyrir háa drifið.

12D = 1.667 LT 230R

13D = 1.410 LT 230R

14D = 1.003 LT 230R

15D = 1.192 LT 230R

20D = 1.667 (2.5 N/A 110),

22D = 1.410 (all 4Cyl 90/110 bar above),

25D = 1.410 (V8 110 LT 85),

26D = 1.003 (RR Classic 3 speed auto),

27D = 1.192 (early RR Classic),

28D = 1.222 (RR and Disco I),

29D = 1.192 (V8 90 LT 85),

32D = 1.222

34D = 1.410 (2.0 Disco I),

36D = 1.211

38D = 1.211

40D = 1.211 (NAS/Japan 90&Disco),

41D = 1.211 (Disco II, diff lock stud),

42D = 1.211 (Disco II, diff lock stud),

43D = 1.410 (90/110 TD5),

57D = 1.410 (90/110 TD5),

61D = 1.211,

62D = 1.211,

68D = 1.211,

69D = 1.211,

70D = 1.211 (Disco II, no diff lock)


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá olei » 21.aug 2016, 08:08

Nokkrir fleiri punktar:

Þessir kassar eru misjafnir eftir árgerðum sem ég er því miður ekki með í kollinum í bili.
Elstu útgáfur eru með grennra inntakshjóli, endaslagsskinnur á millitromlu og líklega veikasta mismunadrifinu. Gróft skotið og án ábyrgðar eru þetta 1980-1985 árgerðir.

Næstu árgerðir sem ná allt upp í Dicovery 1 eru taldar betri. Þær eru með breiðari hjólum og kónískar legur á millitromlunni. Einhverntímann í þessum árgerðum borar Rover inntakshjólið fyrir olíugöngum og útrýmir þar með sliti á rílum í inntakshjóli. Þessir kassar eru taldir sterkasta úgáfan af LT230. Skjótum á árgerðir 1986-1995 aftur gróft skotið og án ábyrgðar.

Þar næst kemur svokölluð SE útgáfa, Hún hefur margt með sér og helsta breytingin er að þeir eru með fíntenntu inntakshjóli til að draga úr hávaða. Húsin á þeim þykja vandaðri, flottari steypa osfrv. Óvíst að það skipti neinu máli. Erlendir keppnismenn hafa hinsvegar komist að því að fíntenntu hjólin eru ekki eins sterk og eldri grófari gerðir. Þessi kassi kemur líklega fram um 1997 og er til allt fram undir þennan dag í LR Defender. Með breytingum þó, helst á skiptibúnaði, og í einhverjum bílum er hann víst til án læsingar á mismunadrifi.

----------
Flestir eldri LT230 hafa möguleika á aflúttaki sem er þá beint aftur af inntakinu. Þar setja erlendir jeppamenn stóreflis vökvadælur og keyra t.d dráttarspil og sitthvað fleira jafnvel. Aschroft transmission í bretlandi smíðar líka "underdrive" http://www.ashcroft-transmissions.co.uk ... drive.html sem boltast aftan á kassann. Ascroft skaffar líka svona kassa í heilu, í ýmsum útgáfum á mjög skaplegu verði. T.d með torsen læsingu í mismunadrifið sem getur haft ýmsa kosti. http://www.ashcroft-transmissions.co.uk ... -diff.html

Einn nokkuð jákvæður punktur við LT230 er að varahlutir í þá eru auðfáanlegir í bretlandi, t.d á breska ebay (http://www.ebay.co.uk) og t.d er hægt er að fá komplett viðgerðarsett með öllum legum og pakkdósum í þá fyrir smáaura. Stór eftirmarkaður af varahlutum fyrir hendi og verðið mjög skaplegt.


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá olei » 21.aug 2016, 09:03

Hversu sterkt er þetta dót síðan?

Það sem kveikti áhuga minn á þessum kassa var umræða á Pirate4x4 spjallborðinu. Þar er maður (Buckon37s) sem ákvað að prófa svona kassa í keppnisbíl sem hann notar meðal annars í "King of Hammers" keppnina. Í stuttu máli er þessi bíll ekki ósvipapaður og íslensk torfærugrind. Nema þessi bíll er feiknarlegt sjálfberandi rörabúr með v8 Chevrolet LQ9 425hp aftur úr svighjóli, beinskiptur NV4500 gírkassi og með dana 60 framhásingu og 14 bolta afturhásingu. Líklega um 1500 kg stykki á 37" dekkjum.
Hér má sjá græjuna í léttri æfingu:
https://www.youtube.com/watch?v=bNbmCD1 ... e=youtu.be

Ástæðan fyrir því að hann langaði til að prófa LT230 er sídrifið. Hann taldi sig ná betri aksturseiginleikum á hröðum köflum með því að keyra bílinn í 4-hjóladrifinu í stað þess að vera bara í afturdrifinu. Annar fítus sem hann sóttist eftir er að hlífa drifrásinni við höggum sem verða við lendingar þegar keyrt er á fullu gasi á ójöfnum og bíllinn losar öll hjól og skellur síðan niður á fullri inngjöf. Mismunadrifið milli fram og aftur deilir augljóslega aflinu og mýkir högg sem verða, t.d þegar framhjólin ná gripi en afturendinn er enn á lofti.

Hann keyrði kassan í 5 keppnum og lék sér talsvert á bílnum líka. Síðan koma að "King of Hammers" og eftir um 30 mílur af keppninni þá brotnaði millikassinn, nánar tiltekið mismunadrifið í honum. Fram að því - yfir 2 ára tímabil - hafði kassinn staðið sig vel en hann var búinn að brjóta eitt 1310 drifkaft, tvo ytri öxla, einn hjörulið í öxli, einn innri öxul, og kamb og pinjón. All þetta í dana 60 framhásingu!

Hér er langur spjallþráður þar sem þessi keppandi fer í gegnum miklar æfingar við að lagfæra mismunadrifið í kassanum til að það haldi.
http://www.pirate4x4.com/forum/land-rov ... e-out.html
Í stuttu máli tókst það með því að setja Ascroft driflæsingu (torsen) í stað upphaflega mismunadrifsins í kassanum og smurdælu sem heldur olíu inni í mismunadrifinu. Eftir á að hyggja telur þessi snillingur að hann hefði allt eins getað notað original drifið í kassanum með bættri smurningu. Í þessum langa þræði má eiginlega lesa flest sem skiptir máli um þessa millikassa því að þáttakendur koma víða við í pælingum sínum.

Semsagt: Ef menn læsa bara mismunadrifinu þá virðist LT230 þola feiknarleg átök. Í því samhengi er ágætt að hafa í huga að svona torfærubílar sem eru í möl og grjóti brjóta allskonar drifbúnað sem endist mannsaldur í stórum jeppum sem notaðir eru í snjóakstri.

Hinsvegar hann Buckon37s var ekki hættur og komst síðar að því hvað þarf til að brjóta aðra hluta í LT230 en bara mismunadrifið. Það var þegar hann stækkaði mótorinn í 409 kúbik sem skilaði 525hestöflum og 550 lb/ft af togi. Þ.e.a.s fyrir utan nítróið sem ýtti tölunni upp í 700 hestöfl. Síðan stækkaði hann dekkin í 40 tommur. Þá fór að bera á tannpínu í millikassanum:
Image

Lausnin á þessu hjá kappanum var að losa sig við gírkassann og setja 4L80 sjálfskiptingu í bílinn sem mýkti höggin í drifrásinni nægilega til að millikassinn hefur haldið síðan.


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá olei » 21.aug 2016, 09:32

elliofur wrote:Athyglisverðar pælingar.
Til að fara enn lengra með þeim, kannski svolítið frá LT230 sem farið var af stað með, þá hef ég lengi pælt í hvernig væri að nota bíl með bæði sjálfskiptingu og beinskiptingu. Það gæti náttúrulega bara virkað þannig að sjálfskiptingin væri fyrir framan og gírkassinn þyrfti að vera fyrir aftan. Mest væri vesenið með kúplinguna, sennilega gæti hún ekki verið með, þá væri gírkassinn svosem bara lowgír með marga gíra. Vissulega þyrfti sá kassi að vera talsvert hraustur.

Vandinn hér er náttúrulega sá að gírkassi er hannaður til að fá snúningsvægi beint frá vél. Dæmigerð sjálfskipting sem er með 1:3 í fyrsta gír og stoll hlutfall upp á 2:1 í konverter getur skilað 6 földu vélartoginu inn í gírkassann. Ekki nóg með að hún geti það heldur fer hún mjög nærri því bara við að smella í drive í kyrrstöðu og trampa á gjöfina. Vitaskuld er hægt að finna gírkassa sem þolir, en líklegt er að hann sé ansi stór um sig, langur og þungur.


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá olei » 21.aug 2016, 09:34

grimur wrote:Þetta er skemmtilegur pistill. Ég er með Rocky millikassa í bútum í bílskúrnum, aðallega vegna þess að mig langaði til að rannsaka innihaldið áður en hann færi í eitthvað. Það sem ég hef komist að er að þessi kassi er með frekar hraust lágadrif, úttakshjólið er fín-skátennt, 33mm breitt og um 140mm í þvermál. Það er ekkert að fara að hrökkva uppúr þurru. Helsta vandamálið við þessa gullmola er einmitt að þeir eru akkúrat það...semsagt finnast varla lengur.
Þessi sem ég er með er úr bensínbílnum og því bara búið að snúa honum svotil eins og í hlutlausum, enda þessar rellur með afbrigðum máttlausar. Hann er semsagt tilkeyrður en lítið meir eftir ca 200.000 km. Þessir kassar hafa verið settir sem aftara unit í Hiluxum í nokkrum tilfellum, ég veit ekki til að nokkuð hafi gefið sig í þannig uppsetningu, gagnlegt væri samt að heyra af því hvernig þetta hefur reynst til langframa og hvort eitthvað hefur klikkað.
kv
Grímur

Ég hef ekki gerst svo frægur að sjá Rocky millikassa nema á mynd. Nú geta menn farið að svipast um eftir LT230 líka. :)

User avatar

jongud
Innlegg: 2258
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá jongud » 21.aug 2016, 10:31

Ég hef oft verið að spá í svona gírun í kössum, og þá sérstaklega í að leysa málið einu skrefi framar, í gírkassanum.
En ég vil ekki fara út fyrir efni þessa þráðar, þannig að ég setti pælingarnar hér;
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=5&t=33309

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1318
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá Járni » 21.aug 2016, 10:36

Gaman að þessu, sérstaklega þar sem Defenderinn minn er auðvitað með landrover kassa :)

Núna þarf ég að fara undir og kíkja hvað stendur á honum. Einni datt ég enn og aftur í draumasession á Ashcroft síðunni og pantaði smáhlut.
Mig langar svo að panta stærri hluti, svo sem eins og Undirdrive-ið.
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá olei » 21.aug 2016, 11:36

jongud wrote:Ég hef oft verið að spá í svona gírun í kössum, og þá sérstaklega í að leysa málið einu skrefi framar, í gírkassanum.
En ég vil ekki fara út fyrir efni þessa þráðar, þannig að ég setti pælingarnar hér;
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=5&t=33309

Þetta er ágæt pæling og hún skapar ljómandi tækifæri til að skýra betur út af hverju ég er að fjalla hér um LT230. Hann býður nefnilega upp á að ná niðurgírun sem er ekki möguleg með því einu að breyta drifhlutföllum. N.B - nógu og mikilli niðurgírun þannig að dæmigerður 5 gíra kassi, eða sjálfskipting með overdrive og lockup virkar fínt og gírsviðið nýtist til fulls. Nokkuð sem skiptir verulegu mál ef vélaraflið er ekki út um allt.

Ég er með 99 árg. Nissan Terrano á patrol hásingum. Original hlutföll í þeim og á 42" Good Year dekkjum.
Fyrst var ég með Patrol millikassa og beinskipingu. Þá var bíllinn svoleiðis að það var rembingur að ná honum af stað á sléttu malbiki í 1 gír í háa drifinu. Úti á vegi var það 3-4 gír sem var notaður. Í ófærð var ég síðan fastur áður en drifkúlurnar settust í snjó af því að hann sneri ekki almennilega hjólum í 1 gír í lága drifinu. (ekki svo að skilja að ég hafi búist við neinu öðru, þetta var bara prófað svona fyrst.)

Þá skipti ég út millikassanum fyrir LT230 með 1,2 niðurgírun í háa drifinu. Í háa drifinu kemur það eins út og ef ég hefði sett í bílinn 5,6:1 drifhlutföll. Semsagt talsvert lægra en hin sívinsælu 5,42:1 hlutföll sem fást í Patrolinn. Bíllinn varð að sjálfsögðu allt annar að keyra hann og 4-5gír duttu inn í vegkeyrslunni. Lága drifið varð síðan nærri 50% lægra en ef ég hefði sett 5,42:1 drifhlutföll og haldið Patrol millikassanum. (3,3 niðurgírun í LT230 á móti 2 í Patrol.)

Síðar setti ég sjálfskiptingu í bílinn (reyndar úr 3L Patrol en það skiptir ekki máli). Þá kom í ljós að hún vildi ekki taka lockup fyrr en í 90km hraða sem var of hátt. Lockupið tolldi ekkert inni og datt út við minnstu gjöf. Þá skipti ég yfir í LT230 með 1,4 niðurgírun í háa drifinu. Það gerði ég til að fá lockupið neðar, eða í um 77 km hraða á klst. Það sem kom þægilega á óvart vil þessa breytingu er hvað bíllinn batnaði mikið. Núna rúlla ég um þjóðvegina í hæsta gír í skiptingunni eins og ekkert sé, með lockupið á og bíllinn funkerar eins og original Terrano. Miklu sprækari af stað og léttari í akstri, allir skiptipunktar skemmtilegri os.frv Reyndar ekkert skrýtið því að með 40% niðurgírun er ég kominn í sömu gírun m.v hjólastærð og er í óbreyttum Terrano. Tilfellið er að það er gríðarleg framför. Í háa drifinu jafngildir þetta því að ég væri með standard millikassa á 6,5:1 drifum!!

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá elliofur » 21.aug 2016, 11:44

Frábær þráður hjá þér Ólafur, enda ekki við öðru að búast frá snillilngi eins og þér. Þú hefur komið með margt mjög flott hér á þetta spjallsvæði, kærar þakkir fyrir það.

En varðandi beinskiptu sjálfskiptinguna, þá hefur það svosem verið gert nokkrum sinnum að tengja saman tvo svona kassa, þá gírkassa í flestum tilfellum en mér er ekki kunnugt um að hafa sjálfskiptingu fyrir framan. Það hlýtur að vera mýkra álag á seinni kasssann heldur en að hafa tvo gírkassa, samanber umræddur Buckon37s gerir.


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá olei » 21.aug 2016, 12:16

Járni wrote:Gaman að þessu, sérstaklega þar sem Defenderinn minn er auðvitað með landrover kassa :)

Núna þarf ég að fara undir og kíkja hvað stendur á honum. Einni datt ég enn og aftur í draumasession á Ashcroft síðunni og pantaði smáhlut.
Mig langar svo að panta stærri hluti, svo sem eins og Undirdrive-ið.

Þú ert heppinn að hafa svona gullmola original! :)

Þó að svona underdrive kosti slurk (reyndar hefur það lagast talsvert með falli breska pundsins) þá náttúrulega mikill kostur að þurfa ekki að færa millikassabita, breyta drifsköftum að ekki sé nú talað um að velta til hásingum vegna breyttar drifskaftalengdar við ísetningu á þessu vs. dæmigerður milligír sem bætir 20cm+ við lengjuna. Þegar upp er staðið er þetta mjög billegur low gír.

Í þínu tilviki grunar mig að þetta hér eigi við af því að þú ert sennilega með svo nýlegan kassa að hann er með 38 tanna inntakshjóli:
The unit will only be supplied in the 26 tooth, suffix C onwards input gear format, if you have a 28 or 38 tooth input gear fitted you will also need to change the intermediate and the high range output gear at an additional cost of £175.


Ps
Ég tippa á að langur Defender Diesel sé 1.41 háa drif.
Síðast breytt af olei þann 21.aug 2016, 12:25, breytt 2 sinnum samtals.


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá olei » 21.aug 2016, 12:23

elliofur wrote:Frábær þráður hjá þér Ólafur, enda ekki við öðru að búast frá snillilngi eins og þér. Þú hefur komið með margt mjög flott hér á þetta spjallsvæði, kærar þakkir fyrir það.

En varðandi beinskiptu sjálfskiptinguna, þá hefur það svosem verið gert nokkrum sinnum að tengja saman tvo svona kassa, þá gírkassa í flestum tilfellum en mér er ekki kunnugt um að hafa sjálfskiptingu fyrir framan. Það hlýtur að vera mýkra álag á seinni kasssann heldur en að hafa tvo gírkassa, samanber umræddur Buckon37s gerir.

Þakka hólið Elli!
Sennilega mýkir skiptingin eitthvað já.. Ég átta mig ekki á því hversu mikla reynslu er samt hægt að draga af þessu fordæmi bandaríska ófærukappans þar sem flugferðir eru fastir liðir. Ég man eftir Scout sem var með trukkabox aftan á sjálfskiptingu. Það voru einhver vandræði með þá uppsetningu en ég kann ekki að rekja þau. Það hlýtur líka að skipta máli ef menn eru meðvitaðir um hvernig þetta funkerar og reyna að stilla notkuninni í samræmi við það. Eins og t.d bara að setja strax í lága drifið í millikassanum til að minnka snúningsvægið á gírkassann þegar þyngist fyrir.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1141
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá Startarinn » 21.aug 2016, 15:48

Þetta fer náttúrulega eftir því hvernig bil er verið að ræða um en þetta sjálfskiptingardæmi sem Elli nefnir ætti alveg að vera mögulegt. Ég er með 2 R150 kassa í hiluxinum og 4,56 hlutföll, fljótlega eftir að ég setti kassana í dró ég gamlan rússajeppa upp eldri veginn yfir Hólmahálsinn frá Eskifirði, hann er þokkalega brattur, þarna var ég á 38" dekkjum í háadrifinu, með kassana í 2-2, sem er þónokkuð mikið átak á aftari kassann, reyndar bara með þreyttu v6 vélinni. Honum varð ekki meint af, þessi kassi er núna búinn að vera í bílnum síðan 2009 vandkvæða laust, ég hef reyndar skipt um fremri kassann, en aksturinn sennilega ekki nema 20-30 þús max.

Ég myndi bara láta reyna á þetta

En varðandi Rover millikassann, er það rétt skilið hjá mér að öxullinn sem gengur inní kassann þurfi að vera berandi fyrir eitthvað inní kassanum?
Ég skildi ekki alveg hvað Ólafur var að tala um með smíðina á millistykkinu
En miðað við allt sem ég hef lesið hér að ofan þá er þessi millikassi hrein snilld.
Er þetta til útum allt hérna á klakanum, eða er erfitt að finna þá?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1318
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá Járni » 21.aug 2016, 16:32

Gaman að þið séuð að sjá Land Rover ljósið! Kíkið svo á alla hina hlutina í bílunum, þeir eru allir snilld.

:-)
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1318
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá Járni » 21.aug 2016, 16:49

En hér á landi hefur amk einum Defender verið þannig að glussadrifi var bætt aftan á kassann og með því fengist stiglaust drif með gríðarlegri niðurgírun.

En mig dauðlangar í þetta Underdrive, vitið þið af einhverjum með þetta á Íslandi?
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

jongud
Innlegg: 2258
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá jongud » 21.aug 2016, 17:29

Já, þetta eru stórskemmtilegar pælingar og gaman að sjá að þetta hefur virkað svona vel í terrano-inum.
En mér finnst alltaf bara svo skrítið að nota kassa með "overdrive" til að gíra upp til þess eins að nota svo niðurgíraðan millikassa til að ná því niður aftur.
Er ekki eitthvað orkutap í þessum tannhjólum miðað við að vera með gíröxlana í 1:1 beint í gegn?


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá olei » 21.aug 2016, 18:24

Startarinn wrote:En varðandi Rover millikassann, er það rétt skilið hjá mér að öxullinn sem gengur inní kassann þurfi að vera berandi fyrir eitthvað inní kassanum?
Ég skildi ekki alveg hvað Ólafur var að tala um með smíðina á millistykkinu
En miðað við allt sem ég hef lesið hér að ofan þá er þessi millikassi hrein snilld.
Er þetta til útum allt hérna á klakanum, eða er erfitt að finna þá?

Nei, inntaksöxullinn þarf ekki að bera neitt, inntakshjólið er borið af kónískum legum í sitt hvorn enda. Síðan var ég að tala um hvernig millistykki eða milliplata festist við kassann sjálfan og stýrist. Margir millikassar eru með notarlega hringlaga stýringu sem auðvelt er að smíða eitthvað við í rennibekk. Þessi er ekki með neinu slíku heldur stýrist millistykkið við kassann með stýripinnum.

Hvað snertir úrval af þessu er nú ekki gott að segja. Ég held að það hljóti að vera hægt að finna eitthvað úr Range Rover og Discovery 1 og 2. Þeir eru nær allir með 20% niðurgírun. Defender kassar eru líklega sjaldgæfir og eru þá algengastir með 41% niðurgírun. Síðan er hægt að kaupa hlutföll sér frá Ascroft transmission ef menn vilja skipta, t.d 40% hlutfall fyrir 225 pund. http://www.ashcroft-transmissions.co.uk ... anges.html


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá olei » 21.aug 2016, 18:26

Járni wrote:Gaman að þið séuð að sjá Land Rover ljósið! Kíkið svo á alla hina hlutina í bílunum, þeir eru allir snilld.

:-)

Lesist með rödd Ragnars Reykás:
Bbb..bbb bíddu nú alveg hægur karlinn minn, við skulum alveg átta okkur á því að .... .. :)

Ps
Jú ég held að það séu einhverjir Roverar hér á landi með underdrive, gott ef það er ekki rauðleitur Range Rover á Selfossi með þetta líka. Hef samt engar reynslusögur af því.


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá olei » 21.aug 2016, 18:30

jongud wrote:Já, þetta eru stórskemmtilegar pælingar og gaman að sjá að þetta hefur virkað svona vel í terrano-inum.
En mér finnst alltaf bara svo skrítið að nota kassa með "overdrive" til að gíra upp til þess eins að nota svo niðurgíraðan millikassa til að ná því niður aftur.
Er ekki eitthvað orkutap í þessum tannhjólum miðað við að vera með gíröxlana í 1:1 beint í gegn?

Jú það er orkutap í að vera gíra upp og svo niður. Ég þekki ekki ástæðuna fyrir því að overdrive í gírkössum og skiptingum er jafn vinsælt og raun ber vitni. Í dag eru fjölgíra sjálfskiptingar orðnar með tvo efstu gírana sem overdrive. Væri ekki hægt að hækka drifið í staðinn?

Einhver praktísk ástæða er væntanlega fyrir þessu.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá sukkaturbo » 22.aug 2016, 07:35

Sælir félagar mikið er gaman og fróðlegt að lesa þennan þráð og takk fyrir.Þetta er alvöru og gagnlegt.Væri gaman að fá myndir af smíðaferlinum á Terrano og patrol sjálfskiptingu og millikassanum

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá Tjakkur » 22.aug 2016, 08:42

Hef góða reynslu af þessum millikössum. Ef menn eru að spá í að nota þessa kassa má allt eins smíða þetta aftaná upphaflega lágadrifsköggulinn og nota þannig lága drifið sem fyrir er í bílnum sem skriðgír, -í stað þess að smíða þetta beint aftaná gírkassann. Þetta er þó einungis möguleiki í þokkalega löngum bílum þar sem afturskaftið verður að vera það langt að það ráði við að færast inn að miðjukúlu á hásingu.

Átt lengi G Benz sem kom með 4.88 drifum og 5 gíra kassa með yfirgír. Skipti gírkassanum út fyrir kassa með 5. gírinn beint í gegn og 6 falda niðurgírun í 1. gír. Þetta var snilldar búnaður, hvorki verið að gíra upp né niður í efsta gír fyrr en komið var að pinjón.
Allar 4 gíra Benz sjálfskiptingar eru með efsta gír 1:1. Þær voru til í fullri stærð fyrir 5 - 6 lítra V8 mótóra.

Oft eru menn að meta styrk drifa út frá þvermáli á kambi. Það er í raun allt eins gott að meta styrkinn eftir stærðinni á pinjón (þe brotstyrk á tönnum). Með því að gíra niður framar í drifrásinni (gírkassa eða millikassa) er hægt að nota stærri pinjón en ef notaðir eru gírkassar með yfirgír og millikassar með háadrifið 1:1.
Átak á sjálft mismunadrifið í hásingum fer þó einungis eftir heildarniðurgírun og afli en ekki eftir því hvar niðurgírunin á sér stað.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1141
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá Startarinn » 22.aug 2016, 18:33

olei wrote:
Startarinn wrote:En varðandi Rover millikassann, er það rétt skilið hjá mér að öxullinn sem gengur inní kassann þurfi að vera berandi fyrir eitthvað inní kassanum?
Ég skildi ekki alveg hvað Ólafur var að tala um með smíðina á millistykkinu
En miðað við allt sem ég hef lesið hér að ofan þá er þessi millikassi hrein snilld.

Nei, inntaksöxullinn þarf ekki að bera neitt, inntakshjólið er borið af kónískum legum í sitt hvorn enda. Síðan var ég að tala um hvernig millistykki eða milliplata festist við kassann sjálfan og stýrist. Margir millikassar eru með notarlega hringlaga stýringu sem auðvelt er að smíða eitthvað við í rennibekk. Þessi er ekki með neinu slíku heldur stýrist millistykkið við kassann með stýripinnum.


Ok, nú skil ég þetta.
Svona smíði er ótrúlega enföld, maður þarf bara ð komast í rennibekk, og/eða annað verkfæri sem maður getur planað dótið með.

Þegar ég smíðaði gírkassana saman byrjaði ég á að gera tengistykkið milli öxlana, þar renndi ég saman og sauð tvö gír/millikassa stykki,
Næst smíðaði ég tvær plötur með stýripinnum sem pössuðu framan og aftan á kassana, tengistykkið á milli var svo gert með 6x40mm flatjárni beygt til uppá rönd (aðrar breiddir henta væntanlega betur eftir því hvernig tenging milli öxla er gerð).
Þegar ég var búinn að sjóða flatjárnin á aðra plötuna planaði ég hana beggja vegna (þ.e. flötinn á plötunni og svo brúnirnar á flatjárninu )
Kössunum stillti ég svo upp á rönd með öxultengið á, og plöturnar boltaðar á sinn stað, svo fór ég ekki vísindalegar í að stilla af en að ég hreyfði efri kassann eins langt og hann komst til beggja hliða og svo eins langt og hann komst upp og niður (90° á hina hreyfinguna) og merkti allar staðsetningarnar, svo var þessu bara stillt á miðju eftir auga og soðið saman.
Að lokum planaði ég seinni plötuna.

Þetta hefur hangið vandkvæða laust núna í 7 ár.
Eina sem ég get kvartað yfir er að þar sem ég sleppti pakkdósinni aftan úr fremri kassanum þar sem tengistykkið milli öxlana var of stórt, lenti ég í því að olían af fremri kassanum rann inn um pakkdósina á aftari kassanum og fyllti hann en tæmdi þann fremri, ég leysti þetta síðar með 10mm röri milli áfyllingartappanna

IMG_3237.JPG
IMG_3237.JPG (2.88 MiB) Viewed 7271 time
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá olei » 22.aug 2016, 20:58

Seigur Ástmar, þetta er ein leið til að leysa þetta.

Hér er lengjan sem ég tók úr þegar ég setti skiptinguna í bílinn. Þetta er Patrol Y60 gírkassi (með Terrano kúplingshúsi), síðan er það lágadrifshlutinn af Patrol Millikassa sem ég nota sem low gír, heimabruggað millistykki og loks Rover LT230.
Image

Hluti af olíusubbinu á þessu er vegna þess að ég ákvað að prófa kúlulið (hi-lux ytri öxul) sem hjörulið á framdrifskaftið upp við millikassann. Það virkaði fínt að öðru leyti en því að öxulhosurnar entust ekkert og síðan spreyjaði liðurinn feitinni úr sér yfir nágrennið. Frekar fúlt satt að segja. Restin af olíusmitinu kringum millistykkið er vegna þess að ég notaði þéttiefni við milligírinn sem var einu sinni æðislegt og heitir Hylomar Blue. Það er eitthvað breytt og alls ekki æðislegt lengur.

Image

Síðan er hér skiptingin sem ég setti í bílinn. Þetta er Patrol skipting með kúplingshús af Terrano Skiptingu og sér-meikaðan konverter frá Ljónsstöðum - þ.e.a.s þetta er bara Terrano converter sem er sannfærður til að taka við sverari öxlunum úr Patrol skiptingunni. Ástæðan fyrir því að ég vildi frekar Patrol en Terrano skiptingu er að styrkurinn er 2 á móti 3 eða þar um bil Patrol í vil. Báðar þessari skiptingar hafa nákvæmlega sama ventlaboddý og tölvustýringu, þar sem bíllinn var upphaflega sjálfskiptur var sá hluti algerlega plug and play. Ekki segja neinum frá því - en þessi elska er alveg frábær. :)

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá Finnur » 22.aug 2016, 23:12

Virkilega flottur og fróðlegur pistill.

Meira svona.


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá olei » 23.aug 2016, 00:11

Smá hliðarspor varðand mismunadrifið í LT230.

Það er vitað að þessir millikassar þola ekki mikið spólerí með mismunadrifið ólæst. Mig rámar í sögur héðan frá Íslandi þar sem menn hafa brotið mismunadrifið. Bandaríski keppnismaðurinn sem ég ræddi um að ofan var einmitt í því að nota mismunadrifið í kassanum undir mjög miklu álagi. Hann er að keyra yfir ójöfnur á um eða yfir 100 km hraða og lætur mismunadrifið vinna þegar bíllinn skellur niður með mótorinn á fullum snúning. Eins keyrir hann á útopnu gegnum beygjur í sídrifinu sem er aðal fítusinn fyrir hann. Að láta bílinn toga sig í gegnum beygjurnar í fjórhjóladrifinu í stað þess að vera bara í afturdrifinu eins og keppinautarnir með afturendann slædandi út í móa. Í hnotskurn er hann að misþyrma þessu mismunadrifi nánst eins og hægt er.

Hans niðurstaða var olíuskortur inni í mismunadrifshúsinu. Þ.e.a.s þegar drifið snýst á fullu yfir langan tíma þá keyrir miðflóttaaflið alla olíu út úr því og þá er stutt í að mismunadrifshjólin rífi sig föst á öxlunum vegna smurningsleysis - og þá fer náttúrulega allt í graut fljótlega inni í mismunadrifinu.


Þessar lýsingar og pælingar ryfja upp fyrir mér vandamál sem nokkrir íslenskir jeppamenn (þar á meðal ég sjálfur) hafa fengið að kenna á úr öðrum mismunadrifum - nefnileglega 3 millihjóla læsingum frá ARB (loftlásum) eins og eru t.d notaðir í hásingum þar sem öxlarnir eru "splittaðar inni í drifi" - t.d 12 bolta GM og 8,8" Ford. Þau áttu það einmitt til að rúlla út úr hásingunum í steik þegar þær voru opnaðar. Við blasti brotið mismunadrif, rifin sæti á mismunadrifsboltum og brotin pípusplitti sem splittuðu mismunadrifsboltana fasta í drif-keisinguna. Aðrar gerðir af ARB lásum voru ekki ofurseldar þessu vandamáli. Munurinn er að keisingin í 3. millihjóla lásunum er með stóru gati til að koma í C- splittunum fyrir öxlana. Fyrir vikið hafði olían í drifinu fína útgönguleið út úr keisingunni og mismunadrifið þornaði hreinlega upp við langvarandi keyrslu. Í öðrum ARB lásum er keisingin lokað hús og olían kemst hvergi út og engin vandamál með mismunadrifið.

Ég hef enn ekki fundið nein hagnýt not fyrir þessa vitneskju, þið látið mig vita ef ykkur dettur eitthvað í hug. :)

An kannski aftur að efninu:
Vissulega blótar maður sídrifinu á fallegum sunnudegi á malbiki. Maður veltir fyrir sér öxlunum og framdrifinu sem snýst engum til gagns og olíulítrunum sem fara til spillis við að snúa þessu dóti. Aftur á móti blessa ég sídrifið í hálku og það er ansi þægilegt í ferðum um hálendisslóðana og ýmsu skarki. Bíllinn tekur alltaf á á öllum hjólum og það er engin þvingun eða neitt vesen. Kostir og gallar við það eins og allt.

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá elliofur » 23.aug 2016, 18:58

Bestu kassarnir eru vitanlega þeir sem eru með þessu öllu, geta verið bara í afturdrifi, sídrifi, 4wd læst og náttúrulega lágu drifi að auki. Afhverju ætli þeir séu ekki algengari? Jú, eitthvað dýrari, mögulega ekki eins fávitaheldir en samt ekki... Eru í einhverjum cherokee allavega, man ekki eftir fleirum í svipinn.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1694
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá jeepcj7 » 23.aug 2016, 19:20

Svona dásemd er líka í flestum pajero um.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2258
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá jongud » 05.sep 2019, 15:30

elliofur wrote:Athyglisverðar pælingar.
Til að fara enn lengra með þeim, kannski svolítið frá LT230 sem farið var af stað með, þá hef ég lengi pælt í hvernig væri að nota bíl með bæði sjálfskiptingu og beinskiptingu. Það gæti náttúrulega bara virkað þannig að sjálfskiptingin væri fyrir framan og gírkassinn þyrfti að vera fyrir aftan. Mest væri vesenið með kúplinguna, sennilega gæti hún ekki verið með, þá væri gírkassinn svosem bara lowgír með marga gíra. Vissulega þyrfti sá kassi að vera talsvert hraustur.

Pælum meira. Veistu eitthvað meira um LT230 Ólafur?


Nú fór ég að pæla í þessu þegar ég las þráðinn aftur. Vera með bæði sjálfskiptingu og beinskiptingu.
Mér dettur í hug að til að skipta kassanum þá þyrfti sjálfskiptingin að detta í hlutlausan (N).
Með Microsquirt-tölvu væri hægt að hafa einn takka á gírstönginni sem setur skiptinguna í N og þá væri hægt að skipta um gír, og þegar takkanum er sleppt þá fer tölvan aftur þangað sem hún var t.d. í D

User avatar

íbbi
Innlegg: 1346
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá íbbi » 05.sep 2019, 17:44

ánægður með að þú hafir vakið upp þenna þráð. alltaf gaman þegar menn taka nördinn á þetta okkur hinum til fræðslu
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1204
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá StefánDal » 05.sep 2019, 20:55

Nú langar mig að setja svona millikassa í Hilux. Á að öllum líkindum millikassa úr Defender.
Er ekki Hilux double cab nógu langur til að höndla skekkjuna á skaptinu? Get ég verslað milliplötuna eða er mögulega til teikningar?


juddi
Innlegg: 1208
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá juddi » 05.sep 2019, 23:36

Frábær þráður var að spá i svona kassa fyrir rúmri viku
Spurning er hægt að nota þennan kassa sem milligír
Svo svar við öðru það er gamall Ford F350 fyrir austan að mig minnir með diesel slegju C6 skiptingu 4 gira trukka kassa millikassa orginalhlutföll og 49" dekk
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2258
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá jongud » 06.sep 2019, 08:02

juddi wrote:Frábær þráður var að spá i svona kassa fyrir rúmri viku
Spurning er hægt að nota þennan kassa sem milligír
Svo svar við öðru það er gamall Ford F350 fyrir austan að mig minnir með diesel slegju C6 skiptingu 4 gira trukka kassa millikassa orginalhlutföll og 49" dekk

Nú verð ég það forvitinn að ég sendi skilaboð austur á gamla kunningja...

User avatar

jongud
Innlegg: 2258
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá jongud » 06.sep 2019, 17:40

jongud wrote:
juddi wrote:Frábær þráður var að spá i svona kassa fyrir rúmri viku
Spurning er hægt að nota þennan kassa sem milligír
Svo svar við öðru það er gamall Ford F350 fyrir austan að mig minnir með diesel slegju C6 skiptingu 4 gira trukka kassa millikassa orginalhlutföll og 49" dekk

Nú verð ég það forvitinn að ég sendi skilaboð austur á gamla kunningja...


Auðvitað kannaðist Þórir Gíslason við gripinn.
Kristján Krossdal á þennan trukk, en hann hefur ekkert verið notaður ennþá.


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá olei » 08.sep 2019, 12:03

StefánDal wrote:Nú langar mig að setja svona millikassa í Hilux. Á að öllum líkindum millikassa úr Defender.
Er ekki Hilux double cab nógu langur til að höndla skekkjuna á skaptinu? Get ég verslað milliplötuna eða er mögulega til teikningar?

Ég veit ekki um teikningar eða tilbúnar milliplötur. Kannski google viti eitthvað um það. En það er ekki bara millistykkið sem þig vantar heldur líka einhver breyting á öxlum, nú eða milliöxull sem tengir gírkassann við rover millikassann.

Mér þykir frekar líklegt að þú lendir í drifskaftahremmingumm í double cab með þennan kassa. Ef hann er settur í stað þess upphaflega þá styttast líklega bæði drifsköftin og svo breytist öll afstaða á hjöruliðum þannig að það þarf að skoða það eitthvað, jafnvel snúa hásingum til að fá hjöruliði í rétta stefnu. Afturskaftið lækkar við millikassann og verður síðan á ská - sem á alveg að geta virkað en það er hætt við titringi. Ég bara man ekki lengdina á afturskafti í dobule cab til að þora að segja neitt frekar um það.

Það sem mér kannski láðist að nefna á þessum þræði er að það er mega-mix að smíða svona kassa í dæmigerðan jeppa. Óvíst að það sé þess virði nema fyrir sérstaka áhugamenn um bras og smíðar. :)

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1141
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá Startarinn » 15.sep 2019, 09:51

StefánDal wrote:Nú langar mig að setja svona millikassa í Hilux. Á að öllum líkindum millikassa úr Defender.
Er ekki Hilux double cab nógu langur til að höndla skekkjuna á skaptinu? Get ég verslað milliplötuna eða er mögulega til teikningar?


Það hlýtur að vera gerlegt, strákurinn sem keypti af mér hiluxinn seldi gírkassana og þeir enduðu í 4runner skilst mér, fyrst það gekk upp þá hlýtur þetta að vera hægt.

En þú lendir í vandræðum með tankinn hjá þér, hann verður fyrir stefnunni á drifskaftinu
Þú gætir farið í hásingu undan LC70 og fært tankinn yfir á miðju, drifkúlan passar á milli hásinganna ef þú ert með hlutföll sem þú þarft að flytja
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


juddi
Innlegg: 1208
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Postfrá juddi » 06.mar 2020, 23:35

Vlri ekki lyka snild að notast við svona kassa ef menn eru að aka á sitthvorri dekkjastærðinni td 46"vetur og 40" sumardekk að skipta bara um kassan i leiðin eiga tvo kassa með sitthvorri gíringuni
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur