misstór dekk undir 90 cruiser

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

misstór dekk undir 90 cruiser

Postfrá LFS » 12.aug 2016, 23:04

sælir eg er með 90 cruiser á 35" hann stendur á tveim mismunandi dekkjategundum önnur gerðin mælist 174cm í ummál en hin 171cm er þettað einhvað sem eg ætti að hafa áhyggjur af eða tekur mismunadrifið i millikassanum þettað ?


1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: misstór dekk undir 90 cruiser

Postfrá sukkaturbo » 13.aug 2016, 08:14

sæll Lúlli spurning að setja 174 og 171 undir á hvora hásingu þá tekur mismunadrifið í hásingunni álagið að einhverjuleiti


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: misstór dekk undir 90 cruiser

Postfrá villi58 » 13.aug 2016, 09:15

Mundi skoða hvort það sé löglegt, tryggingafélögin gætu neitað að borga ef eitthvað gerist.


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: misstór dekk undir 90 cruiser

Postfrá birgthor » 13.aug 2016, 09:31

Þetta er óþarfa slit á mismunadrifslegum. Ég myndi alltaf halda sömu stærð á hvorum öxli á afturdrifs millikassa og helst öll dekk svipuð með sídrifskassa.

Ef þetta skiptist á milli öxla leggst þetta á mismunadrifið kassanum og þar af leiðandi munu þær legur snúast í öllum akstri en er bara hannaðar fyrir leiðréttingu af og til á akstri.

Bílar slíta dekkjum alla jafna meira að framan svo ef þetta er vegna misslits borgar sig að hafa minna slitin dekk að framan.

Er þetta sitthvor tegundin af dekkjum eða misslitin?
Kveðja, Birgir


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 27 gestir