Lengd á stífum (4/5link)

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1346
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá íbbi » 25.júl 2016, 01:25

svona fyrst það er ekkert að gerast á spjallinu, þá er um að gera að henda inn spurningu sem ég er að spá í varðandi mest hægfara project ever,

hlutur sem ég hef verið að pæla í, bíllinn hjá mér er extra cap, með 6.5ft palli, grindinn beygjir upp strax eftir að hún kemur undan húsinu,

bíllinn er nokkuð langur, um 5.7m og 3.59 á milli hjóla ef ég man rétt,

það sem hefur verið að valda mér smá hugbrotum er lengdin frá hásinguni og að þeim part af grindinni sem er beinn er ansi löng.

og því spyr ég, hversu langar meiga stífurnar vera? ef ég ætla að smíða vasana á hallandi part grindarinnar þá yrðu þeir ansi miklir


það sést vel á þessari mynd hvar grindinn byrjar að halla upp,

Image


1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1313
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá Járni » 25.júl 2016, 13:03

Kóperar fjöðrun undan trophy truck!
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1346
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá íbbi » 25.júl 2016, 16:18

ef maður skoðar kana trukkana þá eru þeir alveg hiklaust með stífurnar undir mitt boddý, og smá skóhorn sem stífuvasa,


mér finnst þetta hinsvegar ansi langt, hef ekki mælt þetta, en þetta virkar furðu langt svona að sjá
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá olei » 25.júl 2016, 23:23

Tæknilega séð sé ég ekkert sem mælir sérstaklega gegn því að neðri linkurinn sé svona langur. Auðvitað fylgir þá með að efri linkurinn þarf að vera langur líka - en nánari útfærsla á því fer eftir því hvernig þú villt að pinion-hallinn breytist (eða ekki) við fjöðrun. Lengri neðri linkur ber minna þrýstiátak og er viðkvæmari ef hann rekst niður og þarf að taka tillit til þess í efnisvali.


grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá grimur » 25.júl 2016, 23:53

Ætti ekki að þurfa að vera vandamál. Bara afþví það er alger gúrka langar mig til að deila smá reynslu með ykkur.
Ég setti upp 5link með styttri efri stífur og slatta hallandi, en samsíða í kjörstöðu. Minnir að þetta hafi verið sirka 70 og 55cm, kannski 8 gráðu halli.
Niðurstaðan var sú að í sundurslætti kom óheppilegt brot á skaftið, sem í sjálfu sér var ekkert vandamál. Þegar bíllinn var meira hlaðinn gekk pinjónshallinn rétt og ekkert vesen með það. Það sem virkilega virkaði flott var að bakka úr aðstæðum þar sem hásingin var búin að misfjaðra....við átak gekk hún lengra í misfjöðruninni og jafnaði þannig átak á hjólin, sem gerði minni þörf fyrir læsingar. Ýkti semsagt misfjöðrunina í bakki, en rétti bílinn af í átaki áfram. Mig minnir að mér hafi tekist að fara Lyngdalsheiðina á rúmum 12 mínútum á þessum 2.4 turbolausa XtraCab, sem vitanlega er ekki hægt nema með sæmilega fjöðrun, mig grunar að þessir afrétti kraftar hafi spilað þar inn í, þar sem bíllinn leitaðist við að vera réttur undir gjöf áfram.
Nóg af blaðri í bili
Grímur


olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá olei » 26.júl 2016, 03:44

Held að ég kannist við það sem þú ert að tala um Grímur. Langar og láréttar stífur eru fínar fyrir aksturseiginleika á malbiki, en ég er ekki viss um að þær skili bestum árangri hvað grip snertir á afturhjólin. Á aflmiklum bílum er það ekki þannig að mínu mati.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1346
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá íbbi » 26.júl 2016, 14:05

eru einhverjir eiginleikar fjöðruninar sem breytast við stífulengdina eina saman?

já fyrir alla muni deilið öllum sögum, merkilegum sem ómerkilegum, þannig lærum við sem eru nýjir í þessu :)
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá biturk » 26.júl 2016, 18:19

Í raun ekki nei ekki nema að þú þarft að vanda efnisvalið því hún er orðin býsna löng
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1204
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá StefánDal » 26.júl 2016, 22:20

Farðu í trailing arms svipaða og í trophy trucks. Hefðbundið 5 link er orðin eldgömul og úrelt hönnun.

Image


grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá grimur » 26.júl 2016, 23:52

Veit nú ekki með trailing arms. Þeir þurfa amk að vera vel langir ef ég set þannig einhvern tímann undir bíl. Hef aldrei ekið bíl sem virkar skemmtilega með þannig búnaði, en vissulega hef ég ekki prófað langar svoleiðis stífur sem lyfta undir ca þyngdarmiðju bílsins eða því sem næst.
Stuttir trailing arms að aftan eru allavega hinn versti horbjóður utan vega sem innan.
kv
Grímur

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1346
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá íbbi » 27.júl 2016, 01:45

hehe,

nei það verða hefðbundnar stífur að þessu sinni, ég var með hugmyndir um að hafa efri stífurnar inn af miðju, en þá þyrfti ég að færa tankinn, þannig að þetta verður bara hefðbundið, ég ætla smíða þetta allt sjálfur þannig að ég ætla hafa þetta svona passlega einfalt til að byrja með allavega
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1687
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá Freyr » 28.júl 2016, 02:50

Til einföldunar má hafa bara eina efri stífu, festa ofaná drifkúlu og svo liggur hún fram samsíða drifskaftinu


grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá grimur » 28.júl 2016, 12:43

Svona þriggja langstífu útfærsla er alveg ágætis fyrirkomulag, auðveldar mikið frágang á gormum/púðum, samsláttarpúðum og dempurum, sem vanalega eru að slást dálítið um pláss þarna útvið hjól. Fínt að hafa ekki þessar stífur ofan í alltsaman.
Þetta uppávindings fyrirbæri við að bakka úr festu virkar samt ekki með 3 langstífur....

kv
Grímur


grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá grimur » 28.júl 2016, 14:49

Úps setti inn 2svar sama.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1346
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá íbbi » 30.júl 2016, 16:22

ég þekkki þessa torque arm útfærslu úr amerískum fólksbílum, og hef nú ekkert gott um hana að segja,

ég held að ég sé alveg fastur orðin á að það verði hefðbundið 4/5 link að aftan, og radíusarmar að framan, það er nokkuð þægilegt að eiga við þetta að framan, að þvú undanskildu hvað bíllinn á eftir að enda hár m.v dekkjarstæðrina sem hann fer á, nema ég færi út í meiriháttar breytingar á grindini,

en þetta atriði að aftan hafði valdið mér smá "hugarangri" og gerir enn í raun, það sem maður myndi halda að væri kjörin staður fyrir vasana hallar það mikið að vasarnir yrðu gríðarlega síðir
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1346
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá íbbi » 30.júl 2016, 16:42

olei wrote:Tæknilega séð sé ég ekkert sem mælir sérstaklega gegn því að neðri linkurinn sé svona langur. Auðvitað fylgir þá með að efri linkurinn þarf að vera langur líka - en nánari útfærsla á því fer eftir því hvernig þú villt að pinion-hallinn breytist (eða ekki) við fjöðrun. Lengri neðri linkur ber minna þrýstiátak og er viðkvæmari ef hann rekst niður og þarf að taka tillit til þess í efnisvali.þetta er akkurat atriði sem ég hef verið að pæla í, og hef áhuga á öllum pælingum í kring um,

bíllinn verður kjánalega hár, á littlum dekkjum, því miður, upphækkun um 6" eða svipað og hann þyrfti fyrir a.m.k 44" dekk, hef einmitt verið að spá í pinion halla, sem stendur er ég bara búinn að sjóða prófíla í rörið að aftan til að máta hann í þessa hæð og til að geta gert lauslegar mælingar. ég hafði pinion hallann eins og hann er upprunalega, og því væri mikið brot á liðnum.

planið var að reyna ná stífunum beinum þegar bíllinn situr í þessari stöðu, og efri stífuna 70-80% af lengd neðri stífunar, hugsunin var að hafa vasan beint niður úr grindini og reyna koma dempurunum utan við stífurnar, inn í hjólaskálina,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá grimur » 30.júl 2016, 18:06

Ég myndi skoða að smíða vasa afturúr grindinni þar sem hún sveigir upp, svona nokkurs konar framlengingu aftur á við, fyrir neðri stífurnar. Þannig eru þær eins neðarlega og unnt er, án þess að skaga teljandi niðurfyrir grind á óheppilegum stað.
Vasa á hásingu ca beint framan á rörið, nota hluta af þeim vasa fyrir undirstöðu fyrir gorm/púða.
Efri stífur má setja á turna sem koma innangrindar eins og Patrol/Cruiser ofl eru útfærðir, öll afstaða og lengd á þeim stífum skiptir máli til að fá sem besta hegðun í allt draslið, sem heppilegast brot á hjöruliðskrossa undir lítilli/mikilli hleðslu o.s.frv.
Ekki spá of mikið í optimal afstöðu á hjöruliðskross í fullu sundurslagi, það er sjaldgæft að menn nái að aka langtímum saman í þeirri stöðu þannig að krossa titringur fari í taugarnar á þeim...

Skissa þetta upp, taka fram sirkilinn og reglustiku og setja upp nokkrar stellingar á þessu....eða setja upp í tölvu. Það er lykillinn að vel heppnuðu fjöðrunarkerfi.

kv
Grímur

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1346
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá íbbi » 30.júl 2016, 21:01

takk fyrir skemmtilegt svar,

planið var að hafa vasana fyrir efri stífurnar innan à grindini, en tankurinn liggur akkurat með grindindi öðru meginn, þannig að það þyrfti að færa hann ef maður ætlaði í þà útfærslu
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá grimur » 30.júl 2016, 23:27

skelltu frekar stífunum beint undir grind. demparar geta farið á ská innan við þessar stífur í versta falli. annars aftan við hásingu eða í besta falli utanvið að framanverðu ef pláss leyfir.
Það skiptir hellings máli að ná gráðum yfir hjöruliði réttum í keyrslu, hvort sem er óhlaðið eða undir hlassi. Passa það umfram flest annað. Það er ekki svo algengt að stífur lendi í miklum árekstrum þó að þær séu langar, þannig að það ætti ekki að vera atriði. Samt verð ég að leiðrétta fullyrðingu hér að ofan varðandi álag....álag langsum eftir stífu minnkar ekkert með lengd. Þvert á móti þá veikist stífa vegna kiknunar áhrifa ef hún er lengri. Það er reyndar afgangs stærð í svona hönnun. Í svona hönnun ræður max álag með að minnsta kosti 3x öryggis stuðli, og svo ætlað misnota álag, sem er að bíllinn sé tjakkaður upp á þessum stífum. Hvort sem gefur hærri niðurstöðu ræður efnisvali.
Ekki fara að reyna að reikna grjót högg á stífurnar eða slíkt, þá endarðu með massíft 50mm plötustál í þessu.
kv
Grímur


grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá grimur » 30.júl 2016, 23:48

Las þetta aftur og pældi aðeins meira í svarinu frá Óla. Geri það jafnan þegar ég er ekki sammála svona reynsluboltum eins og honum, hann er nú jafnan ekkert að bulla frekar en aðrir sem eru breytingavanir.
Held að þetta hafi verið skrifað í smá flýti og ekki full pælt sem innlegg...ef þetta skilst hjá mér.....
Eftir því sem neðri stífa situr neðar m.v. hásingu því minna þrýsti átak tekur hún jafnan, miðað við sama bil milli stífa á hásingu. Lengdin hefur aftur á móti ekkert að segja um þessa krafta sem slík.
Auðvitað er þetta orðið hið mesta nörda pjatt að röfla um eitthvað svona, en rétt skal vera rétt og jeppa smíðum við ekki eftir tilfinningum og sögusögnum er það?
kv
Grímur

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1346
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá íbbi » 31.júl 2016, 00:46

nei nákvæmlega, ég vill endilega heyra sem allra dýpstar pælingar, ég er í þeirri stöðu að standa með bílinn, suðurgræjurnar mínar og verkfærinn inn í aðstöðu þar sem hvorki má skera né sjóða, og því hef ég lítið annað að gera en að pæla í þessu fram og til baka,

mér lýst í raun vel á þessa pælingu, að smíða vasan frá þeim stað sem grindin byrjar að halla upp, jú það var planið að hafa stífurnar beint undir grindini og demparana utan við stífurnar, og loftpúpana aftan við stífufestingarnar á grindini,

maður er ágætlega settur hvað það varðar með þennan bíl að nóg er plássið,

Image
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1777
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá Sævar Örn » 02.aug 2016, 23:45

Ég hafði stífurnar að aftan extra langar, með þessu er gráðan á pinjón að færast 2° við c.a. 50cm fjöðrunarsvið, eins færast hjólin nánast ekki neitt fram né aftur við fjöðrun

Image

Image

ef ég man rétt þá voru stífurnar 1280 mm og 1200 mm
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá grimur » 04.aug 2016, 23:32

Af myndinni að dæma þyrfti að vera 2faldur liður uppvið millikassa í þessari uppstillingu miðað við óbreytta afstöðu á hásingu. Með því að vísa pinjóninum uppávið (öfugt brot) er afturámóti hægt að leysa mjög þægilega úr svona án þess að nota 2falda liði. Krossinn niðri á hásingu lyftist aðeins frá jörðu sem snar minnkar heildar brotið sem kemur á krossana, og svo veltur kúlan lítillega fram í samslagi, réttir úr brotinu þar á meðan það réttist líka upp við millikassa. Freysi heitinn var t.d. með svona uppsett að aftan á Grána sínum og var svo almennilegur að koma því inn í minn þvera haus hvernig þetta virkaði...
kv
Grímur

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1777
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá Sævar Örn » 04.aug 2016, 23:35

já skaftið titrar er búinn að eiga 2falda liðinn síðan áðuren ég byrjaði að smíða en hef ekki komið mér í að klára
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá grimur » 04.aug 2016, 23:46

Hahaha, fínasta mál alveg.
Ég er eiginlega alveg viss um að gamli Range Rover hafi verið svona upp settur að framan, þar var enginn 2faldur liður og ekkert titraði ef allt var original upp sett.
Skipti reyndar um krossa í þannig bíl sem hafði verið sett vitlaust saman....en það er önnur saga...

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1346
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá íbbi » 14.aug 2016, 18:50

Sýnist á öllu að þetta þurfi að vera 120-125cm

Image

Image
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1777
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá Sævar Örn » 14.aug 2016, 18:52

það er góð lengd
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1346
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá íbbi » 14.aug 2016, 22:37

já þetta eru nú öllu skikkanlegra en ég bjóst við,

nú er bara að fara teikna þetta upp, er kominn með einhverjar hugmyndir um að bolta jafnvel bara turnana í, og flytja bílinn eitthvað sem ég get soðið þetta
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Postfrá grimur » 17.aug 2016, 02:25

Það er ekkert að því að bolta vel hannaða turna í svona grindur. Láta göt passa vel fyrir boltana og nota jafnvel spacera til að fá meiri toglengd í boltana sjálfa, þá halda þeir betur og losna síður. Það er svolítil kúnst að hanna svona boltaðar samsetningar svo vel fari í bílgrindur, þetta er allt meira og minna á hreyfingu og turnarnir þurfa helst að geta hreyfst með, sérstaklega ef þeir spanna einhverja lengd að ráði af grindinni.
Svo er efnisval eitthvað til að pæla í líka, helst ekki nota ódýrasta drasl plötustál sem finnst, velja frekar skipastál (St355) eða þvíumlíkt. Þá þarf ekki að fara í svo miklar þykktir og frágangur í kringum boltagöt er minni höfuðverkur.
Þykkar skinnur eru lykilatriði, ég hef persónulega ótrú á svona klofnum spenniskífum og þær á klárlega aldrei að nota einar og sér. Nord-Lock skífur eru einu "spenniskífurnar" sem ég hef virkilega séð halda við krefjandi aðstæður(í borvögnum þar sem allt annað losnar undan titringi).
Til að átta sig á hvernig er best að gera svona er ekki galið að skoða frágang á stýrismaskínum, hnoðuðum fjaðrahengslum, millikassabitum og þessháttar. Það er allt saman hlutir sem er búið að margreyna og pæla út nothæfar lausnir.

kv
Grímur


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir