Góðan daginn
Ég fékk vélaljós í morgun á Isuzu Dmax 2007 óbreyttan sem ég á.
Fékk upp að þetta væri villukóði P0403 og eftir smá google leit fann ég að þetta væri líklega bilun í EGR ventlinum.
Mig langaði að forvitnast hjá einnhverjum hvort það væri möguleiki að þetta væri skynjari eða er þetta líklega alltaf ventillinn sjálfur ?
Og svo þar sem ég hef ekki mikla reynslu í bílaviðgerðum, hvar ég gæti fundið þennan ventil
Með von um góð svör
EGR ventill í Isuzu Dmax 2007
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2
- Skráður: 19.júl 2016, 17:41
- Fullt nafn: Þórir Ólafur Halldórsson
- Bíltegund: Isuzu D-max
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 09.mar 2012, 22:56
- Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
- Bíltegund: D-MAX
Re: EGR ventill í Isuzu Dmax 2007
Nánast pottþétt egr ventillinn sjálfur. Það er þekkt að þeir bili. En hann er vinstra megin á vélinni og staðsettur aftarlega á soggreinini og ætti að vera límmiði á honum sem varar við því að hann sé heitur :)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2
- Skráður: 19.júl 2016, 17:41
- Fullt nafn: Þórir Ólafur Halldórsson
- Bíltegund: Isuzu D-max
Re: EGR ventill í Isuzu Dmax 2007
Takk kærlega fyrir svarið :-)
Ég ákvað að panta tíma hjá bílaverkstæði, hef bæði litla þekkingu og enga aðstöðu, þó það muni líklega kosta mig um svona ca. 2 tíma í vinnu á verkstæðinu, plús ventillinn.
Það er þó komið ca. 4 -5 dagar síðan vélaljósið kom, og ég hef getað keyrt bílinn nokkuð eðlilega.
Var ekki viss hvort að það væri eðlilegt að ég geti keyrt bílinn án þess að ventillinn sé alveg orðin fastur .
Ég ákvað að panta tíma hjá bílaverkstæði, hef bæði litla þekkingu og enga aðstöðu, þó það muni líklega kosta mig um svona ca. 2 tíma í vinnu á verkstæðinu, plús ventillinn.
Það er þó komið ca. 4 -5 dagar síðan vélaljósið kom, og ég hef getað keyrt bílinn nokkuð eðlilega.
Var ekki viss hvort að það væri eðlilegt að ég geti keyrt bílinn án þess að ventillinn sé alveg orðin fastur .
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur