Síða 1 af 1
túrbínu bras
Posted: 17.júl 2016, 22:37
frá draugsii
er ekki einhver snillingur í túrbínum og því sem þeim tengist á akureyrarsvæðinu?
væri gaman að heyra í einum slíkum
fynst bíllinn hjá mér hegða sér undarlega en þekki bara þetta túrbínudót ekki nægilega vel
Re: túrbínu bras
Posted: 18.júl 2016, 21:15
frá hobo
Er enginn snillingur, en er samt forvitinn hvernig undarlegheit þú átt við?
Re: túrbínu bras
Posted: 18.júl 2016, 21:49
frá draugsii
hann flautar undir ákveðnu álagi og svo er mjög misjafnt hvað hann blæs mikið
Re: túrbínu bras
Posted: 18.júl 2016, 22:29
frá hobo
Það hljómar eins og að loftið sleppi einhversstaðar út. T.d gat, rifa eða sprunga á milli túrbínu og vélar, jafnvel illa hert hosuklemma.
Erfitt að finna þetta öðruvísi út en að rannsaka þessa leið gaumgæfilega.
Er ekki annars túrbínan sæmilega heil varðandi slag?
Ef þú tekur í túrbínuöxulinn áttu að finna smá hliðarslag en lítið sem ekkert endaslag.
Re: túrbínu bras
Posted: 19.júl 2016, 00:02
frá Brjotur
Svona blístur er venjulega þar sem pakkning er að gefa sig á greininni , en venjulega áttu ekki að finna það í afli þetta er svo lítið loft sem sleppur framhjá en eins og Hörður bendir á , athuga slagið