Síða 1 af 1

Ranger hlutföll

Posted: 14.júl 2016, 23:57
frá redneck
Góđan daginn, ég er međ '92 Ford Ranger 4.0 beinskiftan, hann er 38" breyttur en er međ orginal hlutföll, finnst heldur hátt ađ vera á 60 í öđrum á 3000 snúningum á 35" hvađa hlutföllum mæla menn međ þannig ađ hann verđi keyrandi bæđi á 38" og 35"?

Re: Ranger hlutföll

Posted: 15.júl 2016, 09:06
frá jongud
Ég mæli með 5.13 hlutföllum, ég var á þeim sjálfur á samskonar bíl. Þetta eru lægstu hlutföllin sem fást.
Þá ertu á 2000 snúningum í 5. gír á 90km. hraða á 38-tommu dekkjum en rétt undir 2200 á 35-tommu.
Ef þú ferð í 4.88 ert þú á 1900 snúningum á 38-tommunni sem er í það minnsta, og á 2100 á 35-tommu dekkjum.

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af að hluföllin verði eitthvað veik með 5.13, ég var ekkert að hlífa mínum og botnstóð hann nokkrum sinnum upp úr drullu og krapa. Það eina sem ég passað var að taka ekki of mikið á afturábak af því að framdrifið er með háum pinjóni.

Re: Ranger hlutföll

Posted: 17.júl 2016, 23:08
frá redneck
Takk fyrir þennan fróđleik :) en er einhver framleiđandi betri en annar?

Re: Ranger hlutföll

Posted: 18.júl 2016, 09:32
frá jongud
redneck wrote:Takk fyrir þennan fróđleik :) en er einhver framleiđandi betri en annar?


Síðast þegar ég vissi voru bara 2 framleiðendur sem voru með 5.13 í Dana 35 reverse, Sierra Gear og Precision Gear. Ég keypti precision og sá sem setti hlutföllin í sagði að þetta væri vandað og vel slípað saman.

Re: Ranger hlutföll

Posted: 18.júl 2016, 21:39
frá ellisnorra
Hvaða hlutföll eru original í ranger? Ég hef aðeins keyrt svona bíl og fannst fyrsti gír (beinskiptur óbreyttur bíll) alltaf vera eins og þriðji á venjulegum bíl.

Re: Ranger hlutföll

Posted: 18.júl 2016, 21:46
frá RangerTRT
3:73 og í sumum rwd 4:10, en eg myndi ekki fara lærra en 4:88. Er a 44" Ranger með 5:13 og er á rúmum 2000 snúningum a 90kmh, og á 38" var er eg a kringum 3000 snúningum a 90kmh, 4:88 virkar best fyrir 35"-38", yukon er með ágætis hlutföll i þetta nokkuð vönduð og fín

Kv Tryggvi Sím

Re: Ranger hlutföll

Posted: 19.júl 2016, 09:05
frá jongud
RangerTRT wrote:3:73 og í sumum rwd 4:10, en eg myndi ekki fara lærra en 4:88. Er a 44" Ranger með 5:13 og er á rúmum 2000 snúningum a 90kmh, og á 38" var er eg a kringum 3000 snúningum a 90kmh, 4:88 virkar best fyrir 35"-38", yukon er með ágætis hlutföll i þetta nokkuð vönduð og fín

Kv Tryggvi Sím


Hvaða gírkassa ert þú með?
Það getur ekki verið 5-gíra ranger kassinn með 0.79 í 5. gír með þessar snúningstölur.