LandCruiser 90 þokuljós og rafmagn

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

LandCruiser 90 þokuljós og rafmagn

Postfrá jongud » 14.júl 2016, 12:34

Nú er maður loksins að fara að gera eitthvað meira í rafkerfinu í jeppanum.
Það eru þokuljós á leiðinni til mín og ég var að pæla í hvort maður geti ekki notað þokuljósarofan sem er til staðar í jeppanum.
Það er nefnilega rofi í mælaborðinu, en engin ljós í stuðaranum. Ég sé heldur ekki neinar aukaleiðslur þar.
Það eru 5 vírar inn á rofann og það kemur stýristraumur inn á hann, og straumur á annan vír þegar park- og aðalljós eru á.
Og ef ég hleypi einum vír enn í jörð þá smellur í einhverju relayi frammi í húddi. Veit einhver hvar þetta relay er?

Og annað:
Ég þarf stýristraum, (annaðhvort "ON" eða frá ljósum) fyrir loftdæluna. Er einhver þægileg leiðsla eða staður þar sem hægt er að ná í stýristraum?
Mér er nefnilega meinilla við svokallaða þjófa.
Ef hægt er að ná í straum án þess að taka leiðslu í sundur er það kostur.




grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: LandCruiser 90 þokuljós og rafmagn

Postfrá grimur » 16.júl 2016, 18:42

Flokkast kannski ekki undir besta frágang, en ég hef margoft sprett utanaf vír kápunni, vafið um þann bút (ca 1 cm langur) vír til að stela merki, lóðað svo í þetta og vafið um þetta með self vulcanizing tape, svona límlaust tape sem samt límist á sjálft sig og þéttir rosa vel. best er að setja smá fljótandi liquid tape í á milli þar sem vírarnir liggja samsíða út frá svona tengingu, geri það alltaf ef undir bíl.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: LandCruiser 90 þokuljós og rafmagn

Postfrá jeepcj7 » 16.júl 2016, 19:09

Ég hef notað svona https://www.google.is/search?q=extra+fu ... Y6PDgzM%3A
bara virkar sammála með þjófana verkfæri djöfulsins.
Heilagur Henry rúlar öllu.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: LandCruiser 90 þokuljós og rafmagn

Postfrá biturk » 16.júl 2016, 20:02

Lóðaðu bara í svissinn

Þar er uppspretta svosstraums frá fyrstu hendi
head over to IKEA and assemble a sense of humor


ulfr
Innlegg: 46
Skráður: 13.júl 2010, 21:54
Fullt nafn: Samúel Úlfur Þór Guðjónsson

Re: LandCruiser 90 þokuljós og rafmagn

Postfrá ulfr » 17.júl 2016, 02:58

Þetta liggur í víralúminu framm að aðalljósum ef mig misminnir ekki. Það gæti þurft smá leit áður en þú finnur tengin. Annars er útgangur frá relay í aðaltöflunni frammí húddi.

Fyrir stýrisstraum fyrir loftdælu þá getur þú tekið það tæknilega séð hvaðan sem er, setur bara 1A öryggi á leiðsluna sem liggur að relay. Það er ágætt að taka aftan úr kveikjaratenglinum í svona og skilja við það þannig að þú getir síðan tappað af fyrir fleiri relay ef þess er þörf. Líka einfalt ef það er "single point of failure" að finna út hvar hann er.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: LandCruiser 90 þokuljós og rafmagn

Postfrá jongud » 17.júl 2016, 16:22

ulfr wrote:Þetta liggur í víralúminu framm að aðalljósum ef mig misminnir ekki. Það gæti þurft smá leit áður en þú finnur tengin. Annars er útgangur frá relay í aðaltöflunni frammí húddi.

Fyrir stýrisstraum fyrir loftdælu þá getur þú tekið það tæknilega séð hvaðan sem er, setur bara 1A öryggi á leiðsluna sem liggur að relay. Það er ágætt að taka aftan úr kveikjaratenglinum í svona og skilja við það þannig að þú getir síðan tappað af fyrir fleiri relay ef þess er þörf. Líka einfalt ef það er "single point of failure" að finna út hvar hann er.


Já, ég reif miðjupanelinn út og setti aukavír á kveikjaratengilinn. Hann fær reyndar straum líka þegar svissinn er á ACC, en það ætti að vera OK. Næst er að skreppa í Íhluti og reyna að finna einhver tengibretti sem maður getur notað.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: LandCruiser 90 þokuljós og rafmagn

Postfrá jongud » 18.júl 2016, 16:03

Fékk loftæluna í lag á rofa. Þó að Murphy virtist hafa tekið sumarfríið úti á hlaði hjá mér á tímabili.
DSC_0343.JPG
DSC_0343.JPG (1.7 MiB) Viewed 2227 times

Þessi tengi fást í BYKO (fór á FJÓRA staði áður en ég fann þessi), en þau eru þægileg og virðast halda vel.
DSC_0344.JPG
DSC_0344.JPG (1.5 MiB) Viewed 2227 times

Svolítið kaotískt, tengdi líka auka sígarettutengi sem var ótengt í miðjupanelnum.
DSC_0346.JPG
DSC_0346.JPG (1.37 MiB) Viewed 2227 times

Kannski óþarfa pjatt að vera bæði með hólkin OG herpihólk, en ég vil "klemma og gleyma".
DSC_0347.JPG
DSC_0347.JPG (1.28 MiB) Viewed 2227 times

Notaði gamla rofan sem var þarna.
DSC_0349.JPG
DSC_0349.JPG (799.68 KiB) Viewed 2227 times

Fann stað fyrir relay-ið framan við geyminn farþegameginn.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 77 gestir