Síða 1 af 1

millikassavandamál í lc90

Posted: 04.júl 2016, 21:17
frá Garpur
Sælir, ég er í smá veseni með millikassann í krúsernum mínum. Þannig er að stöngin fyrir kassann er föst og hefur reyndar verið þannig í nokkrar vikur, ég fór um leið og ég uppgötvaði þetta á smurverkstæði og lét ath olíuna á kassanum en hún var fín og ekkert svarf þar, það er ekkert athugavert að keyrann og engin hljóð úr kassanum heldur...helvítis stöngin bara pikk föst. Hvernig hljómar þetta fyrir ykkur sem málin þekkja???

Kv. Almar

Re: millikassavandamál í lc90

Posted: 04.júl 2016, 21:40
frá oskarg
Er bíllinn hjá þér á mis slitnum dekkjum? Ef þú lyftir undir hjól að aftan eða framan nærðu þá að taka hann úr drifi? Er mismikið loft í dekkjum?

Re: millikassavandamál í lc90

Posted: 04.júl 2016, 23:20
frá helgiarna
þú gætir þurft að taka stöngina upp úr millikassanu og setja hana niður aftur í "réttan vasa" í skiftigöfflunum. Þessi millikassi var hannaður þegar toyota uppgvötaði að mönnum væri ekki treystandi til þess að stjórna millikassa beint með gírstöng heldur yrði að hafa vit fyrir mönnum og láta gírstöngina vinna á einhverju gormarusli. Ef menn eru óþolinmóðir að bíða eftir því að millikassinn læsi mismunadrifinu í sér og freistast til að halda stönginni á þeim stað þá á millikssinn það til að hefna sín á svoleiðins frekjum með því að festa stöngina. Ég viðurkenni að eg er svoleiðins frekja.

Re: millikassavandamál í lc90

Posted: 04.júl 2016, 23:49
frá Garpur
oskarg wrote:Er bíllinn hjá þér á mis slitnum dekkjum? Ef þú lyftir undir hjól að aftan eða framan nærðu þá að taka hann úr drifi? Er mismikið loft í dekkjum?


Nei dekkin eru ekki mikið slitin og ekki misslitin og sami loftþrýstingur.....

Re: millikassavandamál í lc90

Posted: 14.júl 2016, 13:44
frá Garpur
Eru þá litlar líkur á að þetta sé eitthvert stórmál og bilirí inn í kassanum???

Kv. Almar