snúa hásingu (færa kúlu)

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

snúa hásingu (færa kúlu)

Postfrá íbbi » 19.maí 2016, 01:01

er með hásingu undan 87 full size chevy, stóri 10 bolltinn 8.5" framhásing

kúlan á henni er hægra meginn og ég hef í hyggju að snúa henni, s.s færa kúluna hinumeginn,


hvernig eru menn að skera rörin? hef séð menn stilla þessu upp í bekk og skera, en ég kæmi þessu aldrei þann bekk sem ég hef aðgang að,

ég hafði hugsað mér að migga hana saman, er vanur suðumaður og með öfluga vél, eru menn að fasa skurðinn 45° og taka botnstreng og yfirsuðu? eða bara sulla einni þykkkri,

hvernig eru menn að koma algerlega í veg fyrir að þetta dragi sig til? nú er maður væntanlega að sjóða þetta á háum straum,

er einhver þumalputtaregla með með staðsetningu kúlununar, get ég víxlað rörunum bara og fært öxlana yfir?

öll ráð vel þeginn, frá þeim sem þekkja þetta og hafa framkvæmt áður,


1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: snúa hásingu (færa kúlu)

Postfrá olei » 19.maí 2016, 01:16

Stundum fösuðu menn upp úr suðupunktunum á rörunum við drífkúluna og tjökkuðu rörin úr kúlunni og víxluðu þeim svoleiðis. Það er nokkuð vandað að gera það en talsvert vesen. Það þarf hraustan tjakk til að ná þessu í sundur þó að búið sé að fúga upp suðupunktana.

Ég gerði þetta öðruvísi við Dana 44 undan Blazer sem fór undir Econoline 150. Ég skar lengra rörið í sundur þannig að það endaði í mátulegri lengd sem styttra rör. Miðað við að liðhúsklof kæmi upp á það náttúrulega. Við þetta gekk af passlega langur rörbútur og liðhúsklof til að sjóða við styttra rörið. Ég spretti upp suðunni við liðhúsklofið á því og tók klofið af, smellti síðan hinu rörinu við og sauð þetta bara saman. Renndi rörbút sem passaði inn í rörið sem stýringu til að ná þessu sæmilega beinu. Svo fór klofið sem var upphaflega á styttri endanum upp á hinu megin.

Þetta lifði bílinn. Þessi gömlu D44 framrör voru mjög veggþykk og dugði fínt að migga þetta bara saman.

Auðvitað dregur þetta sig við suðu, en hún er jú eins allan hringinn og því bognar rörið ekki við suðuna að neinu ráði. Bognar líklega meira við að sjóða allskonar festingar á það sem menn hafa alla jafna engar áhyggjur af.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: snúa hásingu (færa kúlu)

Postfrá Sævar Örn » 19.maí 2016, 18:28

olei wrote:Stundum fösuðu menn upp úr suðupunktunum á rörunum við drífkúluna og tjökkuðu rörin úr kúlunni og víxluðu þeim svoleiðis. Það er nokkuð vandað að gera það en talsvert vesen. Það þarf hraustan tjakk til að ná þessu í sundur þó að búið sé að fúga upp suðupunktana.

Ég gerði þetta öðruvísi við Dana 44 undan Blazer sem fór undir Econoline 150. Ég skar lengra rörið í sundur þannig að það endaði í mátulegri lengd sem styttra rör. Miðað við að liðhúsklof kæmi upp á það náttúrulega. Við þetta gekk af passlega langur rörbútur og liðhúsklof til að sjóða við styttra rörið. Ég spretti upp suðunni við liðhúsklofið á því og tók klofið af, smellti síðan hinu rörinu við og sauð þetta bara saman. Renndi rörbút sem passaði inn í rörið sem stýringu til að ná þessu sæmilega beinu. Svo fór klofið sem var upphaflega á styttri endanum upp á hinu megin.

Þetta lifði bílinn. Þessi gömlu D44 framrör voru mjög veggþykk og dugði fínt að migga þetta bara saman.

Auðvitað dregur þetta sig við suðu, en hún er jú eins allan hringinn og því bognar rörið ekki við suðuna að neinu ráði. Bognar líklega meira við að sjóða allskonar festingar á það sem menn hafa alla jafna engar áhyggjur af.



Svona var þetta gert á hásingunni undir mínum bíl 46" explorer og ekki að sjá að neitt sé að því... hjá mér var þó ekki sett nein stýring til að hafa rörið beint, veit ekki hvernig það var framkvæmt en hlýtur að hafa verið klemmt saman á einhvern hátt..
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: snúa hásingu (færa kúlu)

Postfrá íbbi » 20.maí 2016, 02:18

takk fyrir svörin,

mér finnst í raunini hljóma best ef maður næði að tjakka rörin úr eins og þú lýsir í fyrra svari, sé einmitt suðupunktana á,

það þarf væntanlega einhverjar hressar æfingar með bláum lykli áður.

hin aðferðin er engu siður mjög sniðug,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Atttto
Innlegg: 122
Skráður: 18.mar 2012, 23:38
Fullt nafn: Atli Þorsteinsson
Bíltegund: Grand cherokee
Staðsetning: Reyđarfjörđur

Re: snúa hásingu (færa kúlu)

Postfrá Atttto » 20.maí 2016, 19:38

Sæll
Ég snéri dana 44 við með því að pressa rörin úr húsinu, það fór lang mesti tíminn í að fræsa suðurnar úr götunum, en eftir það var þetta nokkuð fljótlegt bara að passa að mæla vel í rörin úr legu bakkanum áður en pressað er í sundur svo að þetta lendi á sama stað aftur.
Ég fór ekki í neina hitun áður en ég pressaði í sundur en það hefði auðveldað málið svolítið. stillti upp og sauð sleða á rörið til að hafa réttan halla á spindlunum, frysti rörið og hitaði svo húsið fyrir samsetningu og þetta rann allt saman getur séð nokkrar myndir af samsetningunni á fyrstu síðunni hér, viewtopic.php?f=9&t=21473

Það var fínt að finna þokkalega sveran snitttein sem er nógu langur til að hafa í gegnum hásinguna þegar þarf að pressa saman aftur og renna skífur sem passa inn í liðhúsið svo að tjakkurinn sitji rétt á rörinu við pressuna saman.

M.bk Atli Þ

Edit
ég sauð platta á svera prófílinn til að getað boltað húsið fast á prófílinn til að þetta væri ekki á ferðinni eftir uppstillingu

Svo er þér alveg óhætt að hafa samband ef þú villt fá nánari útskýringar á þessu varðandi búnaðinn sem þarf ofl, ég kem samt ekki á klakann fyrr en á næsta þriðjudag,
S. 866-5110
Ef þú kemst þađ ekki þá þarftu meira afl

Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: snúa hásingu (færa kúlu)

Postfrá íbbi » 21.maí 2016, 17:15

kærar þakkir fyrir svarið

ég stefni á að reyna að ná rörunum úr húsinu,

öðru meginn sé ég greinilega suðurnar, en hinumeginn ekki, ég ætla byrja á að tæma hásinguna og sanblása hana, þá sé ég þetta betur, þetta er allt grafið undir margraára drullu í bland við olíuleka,

þetta er rör undan 87 k20 scottsdale pikka
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: snúa hásingu (færa kúlu)

Postfrá olei » 22.maí 2016, 00:09

Hvernig er þessi 10 bolta framhásing annars samanborið við t.d. Dana 44. Ég man þetta ekki lengur en mig minnir að 10 boltinn hafi verið talinn afturför frá Dana 44. Grennri öxlar eða hvernig var þetta?

12 bolta afturfrifin voru svo sem sæmileg en það var frekar takmarkað úrval af lásum í þau, og ARB lásinn fyrir þau með sín 3 millihjól var ekki sérlega góður búnaður.

Ps
Ég mundi bara saga lengra rörið sundur og sjóða við það eins og lýst er að ofan. Það er ágætis efni í þessum rörum, eitthvað svipað og í efnisrörum (st52 samkvæmt gamalli speki eða svo) tekur suðu mjög vel. Ef menn eru stressaðir yfir því þá má sjóða þetta með pinna og basískum vír. Eða þessvegna krómvír .. hvað 309 eða 312 eða hvað þeir nú heita. Bilar aldrei og mun minna vesen en að spretta upp þessum óhræsis suðupunktum og tjakka þetta sundur og saman.
Síðast breytt af olei þann 22.maí 2016, 10:01, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: snúa hásingu (færa kúlu)

Postfrá íbbi » 22.maí 2016, 06:27

nú þekki ég ekki samanburðinn við D44, eflaust er þetta eitthvað á svipuðu reki, 8.5"

ég hef hinsvegar haft svona hásingu undir orðið þónokkrum bílum í gegnum tíðina, alltaf af aftan af vísu, og þær þolað ýmislegt

en undir breyttum jeppa er þetta eflaust óttalegt pjátur, það held ég að sé næsta víst

en það er ódýrt þetta og ég á hana til, og ef ég get snúið henni sjálfur er hugmyndin að reyna nota þetta með 38", mig er farið að langa að byrja dunda eitthvað í bílnum, og startkostnaðurinn í sverum D60 er því miður meiri en ég ræð við þessa dagana,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 36 gestir