Síða 1 af 1
Skipt um legu í endanum á sveifarás með fransbrauði
Posted: 12.maí 2016, 12:44
frá sukkaturbo
Sælir félagar vorum í vandræðum að ná legunni úr endanum á sveifarásnum í 5 lítra ford sem gírkassaöxullinn gengur inn í.Til var gamalt brauð í himnaríki og bjargaði það málunum. Brauðið var britjað niður og troðið í gatið og lamið á eftir því með 12mm bolta og þessi þrýstingur ítti legunni út.Mæli með kjarna brauði frá Aðalbakarí á Siglufirði USS hvað etta var flott aðferð. kveðja Guðni
Re: Skipt um legu í endanum á sveifarás með brauð
Posted: 13.maí 2016, 02:51
frá grimur
Sniiiillld!
Re: Skipt um legu í endanum á sveifarás með brauð
Posted: 13.maí 2016, 07:39
frá sukkaturbo
Jamm ekki nóg með það svo var hægt að fá sér kaffi á eftir og borða brauðið og rann það ljúflega niður og í gegn ha ha
Re: Skipt um legu í endanum á sveifarás með brauð
Posted: 13.maí 2016, 08:04
frá jongud
Það er líka hægt að nota koppafeiti.
Re: Skipt um legu í endanum á sveifarás með brauð
Posted: 13.maí 2016, 12:40
frá sukkaturbo
Sæll Jón og smjör kemur betur út að nota smjör og brauð he he
Re: Skipt um legu í endanum á sveifarás með brauð
Posted: 14.maí 2016, 06:19
frá olei
Þessi aðferð fer í safnið, gæti hugsanlega virkað þar sem koppafeitin gerir það ekki.
Re: Skipt um legu í endanum á sveifarás með brauð
Posted: 15.maí 2016, 00:44
frá Heddportun
Leir og blautur klósettpappír hefur líka verið notaður :)
Re: Skipt um legu í endanum á sveifarás með brauð
Posted: 24.maí 2016, 23:06
frá firebird400
Ef þetta væri facebook þá fengir þú fullt af LIKE á þetta :)
Re: Skipt um legu í endanum á sveifarás með brauð
Posted: 24.maí 2016, 23:10
frá firebird400
Ég geri fastlega ráð fyrir að þessi beinbíttaði kassi og 5 lítra Ford séu að fara ofan í húddið á Bellu 2
Það er ekki nóg að drífa, það þarf að hafa gaman af því í leiðinni. Ég veit allt um það, átti Land Rover sem komst svo gott sem allt, komst það bara voðalega hægt.
Re: Skipt um legu í endanum á sveifarás með brauð
Posted: 25.maí 2016, 07:21
frá sukkaturbo
Sæll Agnar sonur minn er að létt tjúna 5 litra ford vél í mustang sem hann á við þurftum að skipta um þessa legu og þar sem var næglilegt brauð til og smjör var það notað he he
Re: Skipt um legu í endanum á sveifarás með brauð
Posted: 31.maí 2016, 23:36
frá HjaltiB
jah hvur andskotinn. þetta er snilld.