Síða 3 af 3

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 023.03.17

Posted: 25.mar 2017, 00:36
frá draugsii
pallurinn hjá mér er 150 á lengd og 170 ca á breidd það kemur ekki ílla út hjá mér

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 023.03.17

Posted: 25.mar 2017, 10:25
frá kaos
Þetta er auðvitað smekksatriði, en fyrir minn smekk þá er pallur sem er styttri en hann er breiður ekkert tiltökumál. Það myndi frekar stuða mig að horfa upp á pall sem væri verulega mjórri en húsið. Fyrir svo utan praktísku hliðina sem búið er að benda á, að það veitir varla af plássinu.

Og úr því að ég er að kommenta hjá þér ætla ég að nota tækifærið til að þakka fyrir bæði þennan og aðra smíðaþræði hér á spjallinu. Mjög skemmtilegir og fróðlegir.

--
Kveðja, Kári.

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 023.03.17

Posted: 25.mar 2017, 18:00
frá sukkaturbo
Jamm Sæll Kári þakka þér fyrir að nenna að lesa þetta.En ég komst að því í dag er ég var að vinna við pallinn að hann var ekki nægilega hár þegar 38" var komin undir og búið var að gera ráð fyrir 10 cm SAMSLÆTTI.Svo ég varð að hækka pallinn töluvert og þá myndaðist hellings pláss undir pallinum. Er að hugsa um að setja út draganlegan neðri pall með geymslu kössum. He he.
Maður verðu seint klár að smíða. En þetta er ekki Kirkja svo þetta sleppur.

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 023.03.17

Posted: 25.mar 2017, 20:26
frá elli rmr
sukkaturbo wrote:. En þetta er ekki Kirkja svo þetta sleppur.



Enda yfirleitt vont að sitja í kirkjum.. :)

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 023.03.17

Posted: 26.mar 2017, 21:14
frá Járni
Uss já, meiri pallur er meira pláss. Getum litið á þetta sem hillu :)

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 023.03.17

Posted: 27.mar 2017, 16:49
frá sukkaturbo
Jamm pallasmíðin þokast áfram og var ég að mála í dag og set svo pallinn á morgun og klára hann næstu daga.Er að hann neðri pallinn en þar verður fínt að geyma Gæsina eða Rjúpuna og silunginn á köldu álhólfi.Vigtaði pallinn og er hann 55 kg en þá vantar að setja á hann klæðninguna.

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 023.03.17

Posted: 28.mar 2017, 16:07
frá sukkaturbo
Jamm búinn að sitja undir Bellu í dag og grunna (mála ) sílsa og föls og fleira.

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 023.03.17

Posted: 28.mar 2017, 17:43
frá jongud
Ferðu ekki að vera búinn að klára þessa dós með grænu málningunni?

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 023.03.17

Posted: 28.mar 2017, 18:07
frá sukkaturbo
Jamm ha ha þetta er einkennis liturinn minn hergrænt.Enda Bellurnar búnir til úr því sem aðrir henda.Allt er vænt sem vel er grænt ..Endurvinnsla he he .Hér er fyrsta Bellan. https://www.youtube.com/watch?v=SY0gJdXfwnk

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 023.03.17

Posted: 29.mar 2017, 16:27
frá sukkaturbo
Jamm áfram með Bellu.Var í dag að setja framkanta á Bellu mína, sem ég átti í rusli og voru af cherokee litla bílnum.
Byrjaði á að hanna kælihólfið fyrir veiðina eða bjórinn sem mun verða undir pallómyndinni. Svo er ég að reyna að loka götunum á excab húsinu sem eiga að heita gluggar með Pexigleri (plasti) til að snjói eða rigni ekki inn í drusluna.
Alveg furðulegt hvað þetta er allt mikil vinna.Bara svona að gamni þá er Bella á 38" Mudder þessa dagana og er óupphækkuð og allt í undirvagni orginal

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 023.03.17

Posted: 31.mar 2017, 17:29
frá sukkaturbo
Jamm prufuðum aðeins að skreppa út úr skúrnum í dag. Búinn að setja drullusokka að aftan og framan einhverjar kanta druslur og plexigler í hliðar gluggana og margt annað smálegt. Stilla álagninguna svo framdekkin rekist ekki utan í skera úr stuðara. Bíllinn keyrir fínt á 38" Mudernum og vinnur bara furðu vel. Dekkin rekast hvergi í þó beygt sé og misfjaðrað eins og hægt er.En það á eftir að setja timbur á pallinn. Það sem mér finnst vanta er einhver læsing í afturdrifið kanski bara Nospin

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 023.03.17

Posted: 08.apr 2017, 07:21
frá sukkaturbo
Jamm nú skyldi setja Nospin í Bellu.
Uss fékk heilan köggul í verkið en helvítis pinjón var brotin eða það vantaði heila tönn í Nospin köggulinn.
Okey ekki málið bara að svissa mismunadrifinu úr mínu gamla enda sömu hlutföll og setja nospinið í staðinn fyrir ólæsta mismunadrifði hjá mér.
Taldi út allar tennur og allt passaði 5:12 sirka.Nema er ég ætlaði að setja kambinn minn á Nospin læsinguna þá kom í ljós að það eru bara 10 boltar sem festa nospinið á kambin í drifinu sem ég fékk örugglega eitthvað eldra dæmi en 12 boltar í mínu drifi.
Svo ég gerði það sem andskotinn mundi ekki þora og er bannað í jeppabiblíunni. Notaði minn gamla pinjón og kambin og nospinlæsinguna úr hinu drifinu stillti eins vel og ég gat, fékk góða töku á milli pinjóns og kambs og skellti öllu undir og ætla að prufa þetta um páskana á 38" og sjá hvað gerist. Hef lúmskan grun um að þett gæti gengið he he en það kemur í ljós.

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 08.04.17

Posted: 08.apr 2017, 17:30
frá sukkaturbo
Jamm Nospin læsingin farin að virka, Spólaði á öllum að aftan á lyftunni. Setti nýja bremsuklossa að aftan báðu megin í leiðinni.Þeir gömlu voru alveg að klárast. Málaði með rétta herlitnum öll föls.Tekk fram að þetta verður ekki nein fegurðardís þessi <Bella> frekar en hin.Þetta er bara einhverskonar Rattcars endurvinnslu bíll. Samt allt kram uppgert og í lagi en í útliti ljótara en andskotin eða svipað og Hr:Trump í vindi

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 08.04.17

Posted: 13.apr 2017, 17:05
frá sukkaturbo
Jamm meira Bellu ævintýri.Búinn að mála herlitinn og langt kominn með pallinn allt að smella.38" kominn á 10" breiðar felgur og úrhleypikrana.Henti 12" breiðu felgunum þær voru þungar og of breiðar fyrir minn smekk og mynduðu fyrirstöðu í mjúkum snjóbrekkum voru bara of breiðar fyriir svona léttan bíl.En það er bara mín sérviska. Radialdekk vinna á sporlengdinni svo það er óþarfi að glenna þau of mikið í sundur.

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 08.04.17

Posted: 13.apr 2017, 18:58
frá Rodeo
Góður pallurinn þarna að aftan. Skapast þessi fíni bekkur þegar neðra hólfið er opið, væri flottur í réttirnar tæki vel lúina bændur og þreyttar ær í skutl!

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 08.04.17

Posted: 13.apr 2017, 19:43
frá sukkaturbo
Jamm eða að fara í gott fótabað he he.En þessi flór er til margra hluta nytsamlegur eins og bíllinn er allur, léttur og sparneytinn og lipur og kanski drífur hann eitthvað á 38" og kominn með læsingar og vigtar 1250kg sirka + --???

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 08.04.17

Posted: 13.apr 2017, 22:14
frá Svenni30
Sæll vinur. Þetta er bara snild hjá þér eins og allt sem þú kemur við.
Kem í kaffi fljótlega í himnaríki

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 15.04.17

Posted: 15.apr 2017, 15:04
frá sukkaturbo
Jamm mision kompleet.Bella 2 búinn.Verður seld á 31" og 10" breiðum felgum og hægt að fá 38" sem aukagang ef um semst
Fór með hana á vigtina áðan með hana fulla af bensíni.Tók mynd við þá athöfn. 1320 kg á þungum stálfelgum og 38" Mudder.Þar af er pallurinn um 80 kg með þessu timbri sem er tomma sex.Keyrir fínt vinnur bara allt í lagi á lægri gírunum. En það sem fer í taugarnar á mér er gírskiptingin. Við það að færa húsið aftur um 12 cm þurfti ég eð smíða legg sem færði stöngina aftur sem því nam. Þar af leiðandi eru færslurnar langar og leiðinlegar.Stór galli finnst mér. Mun hafa næstu Bellu sjálfskipta og V-6.Ekki mikið mál að minka þessa vigt um 50 kg með því að setja Bellu á 35" dekk og álfelgur og nota ekki efrihlutan af pallinum bara flórinn og sætin.Mætti stilla pallinn aðeins og halla honum aðeins meira fram. En hann er á prófílum og bara eitt handtak að taka hann alveg af.Nospinið virkar fínt. Svo nú er bara að selja þessa Bellu og byrja á næstu.Tilboð vel þvegin

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 15.04.17

Posted: 18.apr 2017, 15:54
frá sukkaturbo
Jamm var ekki ánægður með gírstangirnar og hef aldrei verið. Tók mig til og skar úr gólfinu og lækkaði það helling. Setti orginal millikassastöngina í og breitti svo gírstönginni þannig að nú er þetta betra en orginal.Henti gömlu hryggðarmyndinni eða set hana á listasafn,.Loka svo með álplötu og nú er komið fínt pláss fyrir gegnumtök fyrir úrhleypibúnað og kranakistu og mæla.

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 15.04.17

Posted: 19.apr 2017, 17:16
frá sukkaturbo
Jamm þá er búið að loka þessu.Setti tjöruborða neðan í lokið. Fínt stæði komið fyrir stýribúnaðinn á úrhelypibúnaðinum. Svo er bara að klára að mála gólfið og setja smá teppi eða mottur. Vil geta tekið teppin úr gólfunum og þurkað upp vatn svo það liggi ekki á og forða þannig rið myndun

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 15.04.17

Posted: 19.apr 2017, 17:57
frá Járni
Sniðugt

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 15.04.17

Posted: 21.apr 2017, 16:39
frá sukkaturbo
Jamm og jæja fór í að teppalegga aftur í á milli þils og veggja,ætlað hafa lausar mottur fram í til að forðast ryð og bleytu söfnun. Setti í leiðinni sæti úr gömlum Sapparó og hafði þau aðeins hærri en orginal. Nú er gírskiptinginn betri en í óbreittum bíl lauflétt í alla gíra og gaman.Næst er að fá sér 4:24 hlutfall í millikassan en það á að vera til einhversstaðar í útlandinu segja mér fræðingar sem kunna útlenzku..

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 15.04.17

Posted: 26.apr 2017, 16:51
frá sukkaturbo
Jamm ákvað að lengja pallinn um 25 cm og hækka skjólborðin og er þetta mun betra að sjá.

Re: Bella 2 í fæðingu uppfært 09.05.17 verki lokið

Posted: 09.maí 2017, 17:21
frá sukkaturbo
Jamm og jæja fór með Bellu í skoðun og breitingaskoðun. Hún var vigtuð full af bensíni á 31" dekkum og vigtaði hún þannig 1280kg en 1320 á 38" á stálfelgum ansi þungum. Fór athugasemdalaust í gegnum skoðun.
Allar bremsur jafnar og ekkert slit í spindlum eða stýrisendum. Keyrir alveg stór vel og bara vel hepnað verk þó ég segi sjálfur frá og nú er maður loksins kominn með alvöru vörubíl.
Þakka fyrir samfylgdina í gegnum þenna smíðaferli eða hvað skal kalla þetta HNOÐ. Vonandi hafa einhverjir haft gaman að skoða þetta.Kveðja úr Himnaríki og þá er bara að byrja á næsta verkefni í júní