Loftþrýstingur í loftpúðum.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Loftþrýstingur í loftpúðum.

Postfrá Hagalín » 02.feb 2011, 20:06

Sælir félagar, hver er svona heppilegasti akstursþrýstingur í loftpúðum undir patrol 2001.
Getum sagt að hann sé svona venjulega tæp 3 tonn hjá mér á 44" superswamper??


Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

SiggiHall
Innlegg: 93
Skráður: 01.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsso

Re: Loftþrýstingur í loftpúðum.

Postfrá SiggiHall » 02.feb 2011, 21:32

Það fer sennilega svolítið eftir því hvað þú ert með stóra púða

User avatar

Höfundur þráðar
Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Loftþrýstingur í loftpúðum.

Postfrá Hagalín » 02.feb 2011, 21:47

Er með 1200kg púða framan og aftan.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Loftþrýstingur í loftpúðum.

Postfrá Polarbear » 02.feb 2011, 21:53

þrýtstingurinn skipitir engu máli. það sem skiptir máli er að pumpa hann uppí ökuhæð. þrýstingurinn er breytilegur eftir því hversu mikið bíllinn er hlaðinn og í hvaða hæð þú ert að keyra (já það munar í þessu eins og dekkjunum þegar þú ekur hátt uppi :)). svo er bara að kíkja á mælana til að sjá hvort það sé ekki c.a. jafn mikið í hvorum púða að aftan og framan.

svo er annað mál að þegar menn fara að halda bílnum í ökuhæð þá vita þeir c.a. í hvaða þrýstingi þarf að vera til að vera í ökuhæð m.v. hleðslu. þetta kemur bara með reynsluni.


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Loftþrýstingur í loftpúðum.

Postfrá birgthor » 02.feb 2011, 22:41

Ég get nú ekki fallist á það að þrýstingur segji ekkert um mýkt. Ef þú ert með lint í dekkjum eru þau mýkri og því hefði ég haldið það væri eins með púða.

Púðar eiga að þola max 100psi, þá er bara að kanna með bílinn lestaðan eins og hann er oftast hvaða þrýstingur hentar þér best. Þar er að segja hvaða mýkt þér þykir þæginleg, svo þarf að stilla stöðu púðans á hásingunni eftir því.

Ég ég myndi giska á að 40psi væri fínt í svona patta, mín reynsla af púðum er reyndar bara í econoline 350 og þar erum við vanalega með um 65 - 75 psi
Kveðja, Birgir

User avatar

Höfundur þráðar
Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Loftþrýstingur í loftpúðum.

Postfrá Hagalín » 02.feb 2011, 22:50

Takk fyrir þetta drengir..... Er að spá í afstöðunni á púðunum hjá mer, mér finnst þeir mikið í sundur þegar stífurnar hjá mér eru láréttar út frá festingum við grindina. Spurning hvort maður þurfi að síkka efri plattana um tommu eða svo og færa demparafestingarnar og samsláttinn neðar sem svara því.

Bara velta fyrir mér hvað maður á að gera af sér með bílinn í sumar :)
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Loftþrýstingur í loftpúðum.

Postfrá Polarbear » 02.feb 2011, 22:59

birgthor, þrýstingurinn stillir hæðina. þetta er ekki eins og með dekkin. því meiri þrýsting sem þú setur í púðann, þeim mun meira lyftist bíllinn. eins ef þú setur ákveðið mikið drasl í skottið og pumpar hann í ökuhæð og tekur svo draslið úr skottinu, þá hækkar bíllinn að aftan. til þess að fá hann aftur í ökuhæð þarf að hleypa úr púðunum við þessar aðstæður eða setja drasl aftur í skottið.

ég er með púða hjá mér og þetta hegðar sér svona þar. ég veit ekki hvort það sé eins í econoline :)


svo má taka umræðu um það hvaða þrýsting er gott að hafa --í ökuæð-- til að bíllinn sé skemmtilegur í akstri, mjúkur eða hastur.. en það þarf að stilla af með stærð á púðum eða hleðslu í skottið. ég er t.d. með 1200 kílóa púðana og þegar bíllinn minn er tómur er leiðinlegt að keyra hann með púðana í ökuhæð því þá er þrýstingurinn of lítill og hann á það til að slá saman hjá mér. þá eyk ég aðeins við þrýstinginn og sætti mig við að hann glenni rassinn aðeins útí loftið til að fá lengra samanslag og aðeins minni mýkt...

þetta snar breytist svo þegar ég set eitthvað af drasli í skottið. c.a. 200 kg og hann er alveg eðalgóður í ökuhæð.

ég tala svosem bara af eigin reynslu í þessu efni. menn geta haft misjafna reynlslu af þessu dóti.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Loftþrýstingur í loftpúðum.

Postfrá Startarinn » 03.feb 2011, 09:06

Ég get bara ekki fallist á neitt af ofansögðu, bíllinn þyngist ekki (og eykur þannig þrýstinginn í púðunum) við það eitt að hækka aðeins. Vissulega er meira loft í púðunum ( í lítrum talið) ef bíllinn er pumpaður hærra upp, en þrýstingurinn breytist ekki nema um eitthvað algert smotterí sem fer í að yfirvinna mótstöðu í fóðringum ef einhver.

Þrýstingurinn í púðanum meðan hann heldur bílnum uppi fer ALFARIÐ eftir stærð púðans og þyngdina sem á honum hvílir, óháð hversu hátt púðinn er pumpaður upp, svo lengi sem hann liggur ekki alveg saman eða er pumpaður alveg í sundurslátt.

Þú getur ekki stillt þrýstinginn í púðanum til að stilla mýktina, þú getur bara stillt hæðina sem púðinn heldur bílnum í

Kveðja
Addi
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Loftþrýstingur í loftpúðum.

Postfrá birgthor » 03.feb 2011, 09:39

Strákar, ég held við séum að tala um sama hlutinn á sitthvoru tungumálinu. Þ.e.a.s. að mér virðist við vera sammála um fræðin en með sitthvorar útskýringarnar.

Ef við tökum 1200kg púða og látum hann halda x þungum bíl í aksturshæð með segjum 40psi. Þá hefur bíllinn ákveðna mýkt, ef við lestum bílinn svo meira þá lækkar staða hans og hann hefur meiri þyngd til þess að vinna á þrýstingnum í púðunum. Hinsvegar hækkar ekki þrýstingurinn við það svo einhverju breyti. Heldur er púðinn sjálfur að gefa eftir.

Ef við bætum svo við þrýstinginn í púðunum svo bíllinn fari aftur í aksturshæð ætti fjöðrunin að stífna.

Að sjálfsögðu ef við tökum þyngdina úr þá lyftist bíllinn upp og hann hefur minni þyngd til þess að vinna á þrýstingnum í púðanum. Þar af leiðandi ætti hann að verða hastari.

Semsagt ef þú ert með mikinn þrýsting stífiru fjöðrunarkerfið og lyftir upp púðanum



Svo er annað að ég get ekki séð hvernig púðar eru öðruvísi en dekk.



En Hagalín ef ég væri að þessu mindi ég sjá hvað þú þarft að vera með mikinn þrýsting til þess að púðnn sé í miðju vinnslusviði og stilla hann af þannig.
Kveðja, Birgir

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Loftþrýstingur í loftpúðum.

Postfrá Polarbear » 03.feb 2011, 10:01

já birgthor, ég held við séum að tala um þetta, takk fyrir að koma þessu yfir á mannamál :)

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Loftþrýstingur í loftpúðum.

Postfrá Startarinn » 03.feb 2011, 10:49

birgthor wrote:Ef við tökum 1200kg púða og látum hann halda x þungum bíl í aksturshæð með segjum 40psi. Þá hefur bíllinn ákveðna mýkt, ef við lestum bílinn svo meira þá lækkar staða hans og hann hefur meiri þyngd til þess að vinna á þrýstingnum í púðunum. Hinsvegar hækkar ekki þrýstingurinn við það svo einhverju breyti. Heldur er púðinn sjálfur að gefa eftir.


Það er nákvæmlega þetta sem ég er að segja að er ekki rétt, hérna rugla menn saman þrýsting og magni

Birgthor, Ef þú ert með loftpúða í þínum bíl og loftmælir við hann, þá geturu séð að ef þú stillir hann í aksturshæð og eykur svo hlassið á bílnum eykst þrýstingurinn í púðanum á sama tíma og bíllinn lækkar.

Aftur á móti, ef þú eykur við loftmagnið, við þennan sama þrýsting, hækkar bíllinn.

Ástæðan fyrir því að það á ekki það sama við um loftpúða og þegar menn tappa úr dekkjunum hjá sér, er að þegar þú tappar úr dekkinu eykst flöturinn sem þyngdin hvílir á, það virkar svipað eins og þú fengir þér stærri púða þ.e. þú þarft minni þrýsting til að halda sömu þyngd uppi þar sem flatarmálið sem þrýstingurinn virkar á er stærri.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Loftþrýstingur í loftpúðum.

Postfrá Startarinn » 03.feb 2011, 10:53

Það má bæta því við að sumir hafa tengt kút við loftpúðana til að mýkja þá, þá er meiri rýmd í púðanum þegar hann fjaðrar svo þrýstingurinn eykst ekki jafnhratt við samslátt (heldur minna á móti), þ.e. þegar púðinn leggst saman verður þrýstingurinn í púðanum ekki jafn hár og hann væri án auka kútsins
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Loftþrýstingur í loftpúðum.

Postfrá ellisnorra » 03.feb 2011, 13:07

Startarinn wrote:Það má bæta því við að sumir hafa tengt kút við loftpúðana til að mýkja þá, þá er meiri rýmd í púðanum þegar hann fjaðrar svo þrýstingurinn eykst ekki jafnhratt við samslátt (heldur minna á móti), þ.e. þegar púðinn leggst saman verður þrýstingurinn í púðanum ekki jafn hár og hann væri án auka kútsins



Það er sniðugt! Afhverju hefur maður aldrei fattað það?!?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Loftþrýstingur í loftpúðum.

Postfrá Startarinn » 03.feb 2011, 18:32

Ég hef ekki prófað þetta, en mér var bent á þetta þegar ég setti 1200 kg púðana í hiluxinn minn, mér var sagt áður en ég fór í þessar breytingar að lítil auka kútur utan púðans myndi mýkja hann, bíllinn yrði of stífur með þessum púðum. og það stóð heima, bíllinn er fínn með 300-400 kg hlass á pallinum en mætti vera mýkri tómur
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Loftþrýstingur í loftpúðum.

Postfrá haffij » 03.feb 2011, 18:52

Hvað ertu með stóra kúta með púðanum og hvað ertu með sverar lagnir á milli?


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Loftþrýstingur í loftpúðum.

Postfrá birgthor » 03.feb 2011, 20:20

já það gæti verið að ég hafi slegið þessu saman, þ.e. þrýstingi og magni.

Kv. Biggi
Kveðja, Birgir

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Loftþrýstingur í loftpúðum.

Postfrá Kiddi » 08.feb 2011, 17:16

Er nokkuð að því að púðarnir séu töluvert í sundur þegar bíllinn er í aksturshæð, þ.e.a.s. stífurnar þokkalega lágréttar? Ef hann getur nýtt allan samsláttinn þá hefði ég haldið að það væri gott að halda í hann!

User avatar

Höfundur þráðar
Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Loftþrýstingur í loftpúðum.

Postfrá Hagalín » 08.feb 2011, 18:02

Þegar stífurnar eru láréttar að þá er lítill sundursláttur eftir hjá mér.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Loftþrýstingur í loftpúðum.

Postfrá Kiddi » 08.feb 2011, 18:43

En þegar framstífurnar eru lágréttar, hvernig halla afturstífurnar ef púðarnir eru í sömu hæð að framan og aftan? Hann er væntanlega bara með original stífur?

User avatar

Höfundur þráðar
Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Loftþrýstingur í loftpúðum.

Postfrá Hagalín » 08.feb 2011, 23:33

Kiddi wrote:En þegar framstífurnar eru lágréttar, hvernig halla afturstífurnar ef púðarnir eru í sömu hæð að framan og aftan? Hann er væntanlega bara með original stífur?



Það er búið að síkka bæði aftur og frmastífurnar niður.....
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 47 gestir