Dísel skifti í bensín cherokee?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
KjartanBÁ
Innlegg: 60
Skráður: 04.jan 2014, 20:29
Fullt nafn: Kjartan Bragi Ágústsson
Bíltegund: Wrangler/Cherokee
Staðsetning: Reykjavík

Dísel skifti í bensín cherokee?

Postfrá KjartanBÁ » 18.apr 2016, 16:43

Hefur einhver sett Disel i cherokee fyrir utan verksmiðjuvelarnar, Þeas, Cummins, Nissan, Benz o.s.f. Hvaða vandamál koma upp og hvernig tengdirðu mælaborðið

Er með 2.5 bensín sem fer að komast upp í kvartmilljón km og langar að vita hvaða skipti ég get farið í


Ég trúi á heilagan þríleik, Wagoneer, Cherokee og heilagan Willys

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Dísel skifti í bensín cherokee?

Postfrá ellisnorra » 18.apr 2016, 17:16

Nissan terrano. Mjög skemmtilegur mótor, ég setti þannig mótor í hilux og það var snilld. Ef þú leitar af mér á facebook, Elmar Snorrason, þá finnuru opið myndaalbúm af því hvernig þetta var gert. Það er einfaldara að gera þetta í cherokee, þar ertu með framdrifið vinstra megin og þarft því ekki patrol gírkassa. Mæli eindregið með þessu swappi.
Það passa mörg olíuverk á þennan mótor ef þú ert hræddur við rafmagnsolíuverkið, einnig er það líka tilbúið mekaníst olíuverk fyrir árgerð 98.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Dísel skifti í bensín cherokee?

Postfrá Sævar Örn » 18.apr 2016, 18:01

Kall sem vinnur á verkstæðinu hjá Bernhard setti 2.9 mussó turbo disel í XJ boddy af cherokee, reynist mjög vel
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
KjartanBÁ
Innlegg: 60
Skráður: 04.jan 2014, 20:29
Fullt nafn: Kjartan Bragi Ágústsson
Bíltegund: Wrangler/Cherokee
Staðsetning: Reykjavík

Re: Dísel skifti í bensín cherokee?

Postfrá KjartanBÁ » 18.apr 2016, 22:01

Hvað með 3.0l Patrol vél? Ef 2.7 nissan passar?
Ég trúi á heilagan þríleik, Wagoneer, Cherokee og heilagan Willys

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Dísel skifti í bensín cherokee?

Postfrá ellisnorra » 18.apr 2016, 22:48

ZD30 (3.0 patrol) er með allt öðrum rassi heldur en TD27 (2.7 terrano), ef við berum þær aðeins saman. Gjörólíkar vélar og margfalt meira framboð af TD27 vegnaþess að hún bilar sáralítið á meðan ZD30 er gallagripur þó það sé hægt að laga hana eftir Nissan gamla. Sem aftur mælir gegn henni, að hún sé gallagripur óbreytt.
Gírkassi af ZD30 er 169kg meðan gírkassi af TD27 er undir 120kg, ZD30 er stærri um sig líka og eitthvað þyngri þó ég sé ekki með vigartölur á vélunum. Ég er núna í vélaswappi þar sem ég er að taka ZD30 úr patrol og setja aðra 3 lítra vél (BD30 sem er frekar sjaldgæf hérlendis) þannig að ég tel afleitan kost að eyða vinnu í að sauma þá vél í bíl, sök sér að laga hana þar sem hún er fyrir.

Það er fullt af öðrum kostum, góðar vélar frá mörgum framleiðendum, 1KZ frá Toyota (3.0 4runner og 90 krúser) eru mjög góðar vélar og vinsælar í aðra bíla, einkum hiluxa en þær eru eftirsóttar og þar af leiðandi dýrar, maður sér þær oft á kringum 300 þúsund.

3.1 isuzu sem ég man ekki hvað heitir er líka vinsæl og talin fjandi góð. Ég þekki hana ekki vel.

Fullt fleira er til af álitlegum vélum en ég hugsa að TD27 sé mjög góður kostur, ekki síst ef horft er á verðmiða, þetta liggur útum allt í sundurryðguðum terranoum.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

draugsii
Innlegg: 299
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: Dísel skifti í bensín cherokee?

Postfrá draugsii » 19.apr 2016, 00:53

3,1 isuzu er skemtileg í svona swapp því það er sáralítið rafkerfi sem fylgir henni en það er spurning hvað passar aftan á hana orginal kassinn er með droppið hægra megin
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar


magnum62
Innlegg: 201
Skráður: 19.aug 2011, 17:10
Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l

Re: Dísel skifti í bensín cherokee?

Postfrá magnum62 » 19.apr 2016, 09:56

Sælir, Svo komu cherokee með 2.5 ltr Peugot vélum á ákveðnu tímabili. Passa líklega beint á skiptinguna.

Kv. Magnús

User avatar

Höfundur þráðar
KjartanBÁ
Innlegg: 60
Skráður: 04.jan 2014, 20:29
Fullt nafn: Kjartan Bragi Ágústsson
Bíltegund: Wrangler/Cherokee
Staðsetning: Reykjavík

Re: Dísel skifti í bensín cherokee?

Postfrá KjartanBÁ » 19.apr 2016, 13:11

2.1 renault og 2.5 vm voru einu factory disel. Og þetta eru bæði meingallaðar vélar, þessvegna vildi eg vita hvað passar í cherokee annað en factory
Ég trúi á heilagan þríleik, Wagoneer, Cherokee og heilagan Willys


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Dísel skifti í bensín cherokee?

Postfrá grimur » 22.apr 2016, 02:01

Það hafa verið notaðir Aisin kassar og skiptingar í þessa bíla, sömu týpur svona mikiðtil og í 90 cruiser og 4runner. R150F og A340. R150 kassar heita AX-15 minnir mig í Jeep. Þetta gæti kannski boðið upp á einhverja möguleika með að finna dót sem er hægt að skrúfa saman án þess að smíða mikið af millistykkjum...

Kv
Grímur

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Dísel skifti í bensín cherokee?

Postfrá jongud » 22.apr 2016, 09:42

grimur wrote:Það hafa verið notaðir Aisin kassar og skiptingar í þessa bíla, sömu týpur svona mikiðtil og í 90 cruiser og 4runner. R150F og A340. R150 kassar heita AX-15 minnir mig í Jeep. Þetta gæti kannski boðið upp á einhverja möguleika með að finna dót sem er hægt að skrúfa saman án þess að smíða mikið af millistykkjum...

Kv
Grímur


Nú er það spurning hvort Kjartan vill beinskipt eða sjálfskipt.
Sjálfskiptingin sem er náskyld A340 heitir AW4 í jeep eða 40-30LE, sjá hér;
http://www.novak-adapt.com/knowledge/aw4
Það er spurning hvort það væri nóg að skipta um kúplingshúsið (converterhúsið?)
En til að kóróna allt saman eru þessar skiptingar líka tölvustýrðar.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Dísel skifti í bensín cherokee?

Postfrá grimur » 23.apr 2016, 22:20

Ef þessar skiptingar eru eins og í toyota varðandi rafmagnið, þá er ekki mikið mál að gera manual rafstýringu fyrir hana. Þetta er frekar einfalt spólu system, 2 spólur sem ákvarða gírana 4 þegar hann er í D.
Svo er ein fyrir lockupið, sem má ekki fara á nema undir litlu álagi í 3 og 4 gír.
Fann einhvers staðar ágætis töflur og lýsingu um hvernig þetta vinnur með smá gúggli, svona bilanagreiningar kafla úr þjónustubók.
Það er í öllu falli gott að vita hvernig þetta vinnur þegar farið er í einhverjar svona splæsingar...
R150 kassar eru alger snilld, engin furða að þeir hafi orðið fyrir valinu í Jeep.
Kv
Grímur

User avatar

Höfundur þráðar
KjartanBÁ
Innlegg: 60
Skráður: 04.jan 2014, 20:29
Fullt nafn: Kjartan Bragi Ágústsson
Bíltegund: Wrangler/Cherokee
Staðsetning: Reykjavík

Re: Dísel skifti í bensín cherokee?

Postfrá KjartanBÁ » 24.apr 2016, 11:43

Mér er að vissu nokkuð sama hvort það se ssk eða bsk, bara að það sé sem minnst breyting frá original á útliti inni bílnum
Ég trúi á heilagan þríleik, Wagoneer, Cherokee og heilagan Willys


EyþórJ
Innlegg: 3
Skráður: 11.apr 2014, 10:45
Fullt nafn: Eyþór Jónasson
Bíltegund: Jeep 44"
Staðsetning: Sauðárkrókur

Re: Dísel skifti í bensín cherokee?

Postfrá EyþórJ » 24.apr 2016, 12:31

Sælir meistarar. 'Eg fór í díselvæðingu á mínum Jeep Comanche "89. Setti 3 lítra Toyotu og þar aftan á er AX15 kassi úr Jeep og aftan á honum er 231 millikassi. Kúplingshús af Toyota passar á AX15 kassann. 'Eg skipti um kúplingsöxulinn í gírkassanum og setti öxull úr R150 Toyota ( 90 krúser ) báðir þessir kassar eru frá Asin Warner og eru eins að öður leiti. 'Eg tók rafmagns olíuverkið og setti manual verk úr 2,5 Galloper á mótorinn. Þessi bíll er á 44" og er að virka mjög vel.
Kv.Eyþór
Jeep Comanche 44"

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Dísel skifti í bensín cherokee?

Postfrá jongud » 24.apr 2016, 15:37

EyþórJ wrote:Sælir meistarar. 'Eg fór í díselvæðingu á mínum Jeep Comanche "89. Setti 3 lítra Toyotu og þar aftan á er AX15 kassi úr Jeep og aftan á honum er 231 millikassi. Kúplingshús af Toyota passar á AX15 kassann. 'Eg skipti um kúplingsöxulinn í gírkassanum og setti öxull úr R150 Toyota ( 90 krúser ) báðir þessir kassar eru frá Asin Warner og eru eins að öður leiti. 'Eg tók rafmagns olíuverkið og setti manual verk úr 2,5 Galloper á mótorinn. Þessi bíll er á 44" og er að virka mjög vel.
Kv.Eyþór


Smá forvitnisspurningar;
Hversu flókið er að setja Galloper olíuverkið á Toyota-mótorinn?
Er það að dæla nóg ef maður vill bæta einhverju við mótorinn?


EyþórJ
Innlegg: 3
Skráður: 11.apr 2014, 10:45
Fullt nafn: Eyþór Jónasson
Bíltegund: Jeep 44"
Staðsetning: Sauðárkrókur

Re: Dísel skifti í bensín cherokee?

Postfrá EyþórJ » 24.apr 2016, 16:05

Galloper olíuverk passar á 3l. toyota ( nema að það verður að smíða nýjan stuðningsfót ). Það eru 10mm stimplar í þessu verki en það verður gera gera breytingar á stimplinum sem er undir memrunni, snúa honum til að fá hámarks dælingu og lengja slagið, síðan bara skrúfa upp eins og þarf og virkar svona hreint ljómandi vel. En ég gerði einnig nokkrar aðrar kúnstir til að auka afl. Og í dag er ég mjög sáttur með aflsmuni í Toyota mótornum :-)
Jeep Comanche 44"


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Dísel skifti í bensín cherokee?

Postfrá grimur » 29.apr 2016, 01:23

Þetta er alveg þræl skemmtilegur þráður, svona samtínings breyting sem lætur samt allt ganga upp án þess að mixa neitt að ráði er rosalega skemmtileg.
Vissi ekki þetta með Galloper olíuverkið, hef að vísu rifið þannig verk að ofan og komið saman án þess að það klikkaði. Snilldar búnaður þessi boost compensator.
Ég er viss um að það er mikið fleira sem passar svona saman heldur en mann grunar...
Kv
Grímur

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Dísel skifti í bensín cherokee?

Postfrá jongud » 29.apr 2016, 08:29

Varðandi 3ja lítra toyota vélarnar þá eru tvær útgáfur; 1KZ-T með mekanísku olíuverki og 1KZ-TE sem er með elektrónísku.
Ég sá á þráðum á áströlskum vefsíðum að það mekaníska á að passa á -TE vélina. Þau olíuverk komu í fyrstu 4Runner bílunum með 3ja lítra vélum.
Það er spurning hvort það hafi verið raunin hér á klakanum?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Dísel skifti í bensín cherokee?

Postfrá Stebbi » 29.apr 2016, 18:51

Ástralir hafa líka verið að setja olíuverk af 4M40 Pajero vélum á 1KZ-TE til að fá þær til að virka eitthvað.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
KjartanBÁ
Innlegg: 60
Skráður: 04.jan 2014, 20:29
Fullt nafn: Kjartan Bragi Ágústsson
Bíltegund: Wrangler/Cherokee
Staðsetning: Reykjavík

Re: Dísel skifti í bensín cherokee?

Postfrá KjartanBÁ » 21.maí 2016, 19:53

En með vélarfestingarnar? Þarf eitthvað að pæla í þeim eða passar velin beint ofaní?
Ég trúi á heilagan þríleik, Wagoneer, Cherokee og heilagan Willys


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 17 gestir