Síða 1 af 1
					
				pajero hitara vandamál
				Posted: 16.apr 2016, 21:52
				frá draugsii
				Sælir ég er að brasa með 1998 pajero 2,8 sem pabbi á og hann er orðinn ansi hreint lélegur í gang kaldur,
það eru ný glóðakerti í honum og relýið fram í húddi er í lagi, en er ekki einhverstaðar tímarofi sem gefur straum á relýið?
Hvað annað getur verið að hrjá hann?
			 
			
					
				Re: pajero hitara vandamál
				Posted: 16.apr 2016, 23:26
				frá Stebbi
				Í einhverjum árgerðum af Pajero voru 2 tegundir af glóðarkertum í boði, með rauðu og grænu plasti við gengjurnar sem standa uppúr, útlendingurinn kallar þetta RedTop og GreenTop í útlandinu.  Önnur gerðin var 6V minnir mig og hin 11V.  Ef þú ert með vitlaus kerti þá annað hvort brennirðu þau upp á mettíma eða færð aldrei almennilega hitun.  Það var ekki gott að fá upplýsingar í Heklu um hvaða kerti áttu að fara í bílinn fyrir nokkrum árum en það gæti hafa batnað.
			 
			
					
				Re: pajero hitara vandamál
				Posted: 17.apr 2016, 00:33
				frá jeepcj7
				Það er að mig minnir sér hitanemi framarlega á heddinu vm. fyrir hitunina.
Pajero er sérvitur á glóðarkerti líka endast ílla nema orginal kerti í  þeim