Síða 1 af 1
					
				Trooper
				Posted: 22.mar 2016, 20:14
				frá kríli
				Var að skipta um spíssa í Trooper og Reylrofan, fæ ekki bílinn í gang, reyndi að draga hann í gang, hrökk í gang smá stund, reykti eins og versti kolatogari, einhver með hugmyndir hvað gæti verið að hrella ?
			 
			
					
				Re: Trooper
				Posted: 22.mar 2016, 22:50
				frá Kristinn
				Voru spýssarnir úr sömu fjölskyldu og þeir gömlu ? ( Þe sömu bókstafir) . Það þarf að láta tölvuna samþykkja nýja spíssa. KV Kristinn
			 
			
					
				Re: Trooper
				Posted: 24.mar 2016, 21:30
				frá kríli
				Það þarf ekki að lesa spíssana inn, en mér sýnist olíudælan dæla smurolíu að spíssum, er þá olídælan ónýt, eða getur einhver öndun verið stífluð ?
			 
			
					
				Re: Trooper
				Posted: 24.mar 2016, 23:05
				frá svarti sambo
				Heyrði það ekki fyrir svo löngu, að það væri olíusía í pönnunni á þeim, sem þarf að skifta um reglulega, en gleymist ansi oft. þá verður hann meðal annars erfiður í gang og fl. sel það ekki dyrara en ég heyrði það. Þekki það ekki af eigin reynslu.
Hér er svo helling fróðleikur:
http://landrover.narod.ru/TROOPER/Jacka ... er-2.2.pdf