Síða 1 af 1
Samlæsingar - hvert er best að fara til að finna út úr ?
Posted: 19.mar 2016, 14:40
frá grantlee1972
Góðan daginn. Fjarstýringin hjá mér virkar ekki lengur, en samlæsingin í bílnum virkar (með hnapp í´hurð). Fjarstýringin kostar "arm and a leg" í umboðinu. Hvernig er best að leysa þetta og hverjir eru helst í því?
kveðja góð
Geir
Re: Samlæsingar - hvert er best að fara til að finna út úr ?
Posted: 19.mar 2016, 16:49
frá hobo
Ég myndi byrja á að skipta um rafhlöðu í fjarstýringunni.
Re: Samlæsingar - hvert er best að fara til að finna út úr ?
Posted: 19.mar 2016, 17:04
frá svarti sambo
Gæti líka verið að það þyrfti bara að endursetja hana við bílinn.
Re: Samlæsingar - hvert er best að fara til að finna út úr ?
Posted: 19.mar 2016, 17:55
frá Gulli J
Opna fjarstýringuna og ath. hvort þú sjáir eitthvað að. Má prófa að úða contact spray og skipta um battery.
Re: Samlæsingar - hvert er best að fara til að finna út úr ?
Posted: 19.mar 2016, 18:31
frá grantlee1972
Sælir,
Búinn að skipta tvisvar um batterí, án nokkurs árangurs. Skoðaði involsið eins, sá ekkert augljós (svona fyrir leikmann).
Endursetja hana við bilinn, hvað erum við að tala um hér ca.?
Re: Samlæsingar - hvert er best að fara til að finna út úr ?
Posted: 19.mar 2016, 19:06
frá svarti sambo
Það er eflaust misjafnt eftir bílum, en yfirleytt er það að svissa á bílinn og halda inni t.d. opna takkanum í 5-10 sek og þá læsir ann öllum hurðum og opnar þær aftur og svissa svo af aftur. Og þá ertu búinn að endursetja merkið frá fjarstýringunni við bílinn. Ættir að geta googlað þetta. T.d. restore remote key eða Key remote restore.
Re: Samlæsingar - hvert er best að fara til að finna út úr ?
Posted: 19.mar 2016, 21:17
frá snöfli
Ef þetta er fjarstýring fré Siemens þá fara rofarnir. Hægt með smá lóðvinnu að skipta þeim út. Íhlutir í Íhlutum eða ebay.