Síða 1 af 1

vantar upplýsingar um v8 í hilux

Posted: 11.mar 2016, 15:04
frá armannd
góðan daginn langaði að forvitnast hvort einhver væri með góð ráð er að setja lQ9 í hilux og er því frekar takmarkað pláss fyrir vasskassa og viftu hvernig kassa og viftur hafa menn verið að setja í v8 hiluxa ?

Re: vantar upplýsingar um v8 í hilux

Posted: 11.mar 2016, 16:18
frá jongud
Sumir hafa lengt framstæðuna til að koma meiru fyrir undir húddinu. Athugaðu líka heimasíðuna hjá Advance Adapters

Re: vantar upplýsingar um v8 í hilux

Posted: 11.mar 2016, 19:26
frá Startarinn
Voru ekki til trefjaplast mót einhversstaðar af lengri stæðu á 4runner?,
ef þetta er eldri bíll en 95 ætti það að passa

Re: vantar upplýsingar um v8 í hilux

Posted: 12.mar 2016, 05:19
frá Heddportun
Passar í 4runner án þess að lengja og þessháttar vesen en með orginal greinum þarf að skera hornið af flánsinum hann rekst í stýrisliðinn

Re: vantar upplýsingar um v8 í hilux

Posted: 12.mar 2016, 13:49
frá armannd
Já vill helst sleppa við að lengja hann eru til upplysingar um þennan runner?

Re: vantar upplýsingar um v8 í hilux

Posted: 14.mar 2016, 01:29
frá grimur
Þegar ég var með í því að troða LT1 í hilux þurfti að breyta stæðunni aðeins að framan og fella einhvern chevy kassa í hana, það var skorið alveg að boddyfestingum, minnir jafnvel að við höfum breytt þeim eitthvað. Ef bíllinn er hækkaður á boddy og búið að hækka fesringarnar aftan við framhjól væri ekki svo galið að síkka þessar í boddýinu ef kassinn er frekur á pláss. Bitinn á milli var alveg smíðaður upp. Svo var tekið úr hvalbaknum fyrir heddunum, miðstöðvarfestingar skornar til svo það gengi upp farþegamegin. Man ekki hvort það var eitthvað fyrir bílstjóramegin en það var amk minna mál. Svolítið föndur en svosem alveg standard dæmi í V8 aðgerð á lúxa.
Stýrið var ekkert vesen á þessum með þetta þar sem önnur maskína var komin í. Spurning um að ná í stýrislegg úr 4runner 6cyl, hann er með blikk þenslu samsetningu til að þola að vera utaní pústgreinunum.

Kv
Grímur

Re: vantar upplýsingar um v8 í hilux

Posted: 17.mar 2016, 07:13
frá armannd
Takk fyrir upplysingarnar:)

Re: vantar upplýsingar um v8 í hilux

Posted: 28.mar 2016, 15:29
frá armannd
Góðan daginn nú er mótorinn komin oni en pústgreinin bílstjórameiginn kemur beint ona grindina veit einhver hvaða greinar ganga upp?

Re: vantar upplýsingar um v8 í hilux

Posted: 28.mar 2016, 20:59
frá biturk
Geturu ekki komið henni lengra yfir qð farþegahlið i húddinu?

Re: vantar upplýsingar um v8 í hilux

Posted: 28.mar 2016, 22:40
frá Stjáni Blái
Það er hægt að taka pústgreinar á gen 3 sbc og skera í sundur og sjóða aftur saman án gríðarlegra vandræða þar sem að þær eru úr steypustáli ekki járni.. Þá ættirðu að geta fært stútinn þannig að hann vísi út fyrir grindina.

Re: vantar upplýsingar um v8 í hilux

Posted: 29.mar 2016, 05:39
frá Heddportun
Búinn að leita af myndunum en er ekki að finna þær af þessum 4runner

Hérna eru myndir af nokkrum oem

https://www.google.com/search?q=ls+exha ... LcEQMVM%3A

Re: vantar upplýsingar um v8 í hilux

Posted: 29.mar 2016, 07:21
frá armannd
Snild:) á einhver hérna eða veit um greinar handa mer?:)