Sælir
Ég er með Pajero V6 '99. Bíllinn er með original loftlás að aftan eins og þeir flestir.
Mig sumsé langar að breyta þessu systemi þannig ég geti sett lásinn á þegar mér hentar. Gallinn við núverandi system er að kerfið er uppsett á þann hátt að bíllinn tekur lásinn sjálfur af þegar ekið er yfir ákveðnum hraða(sem er á milli 10-15km/h). Eins gerir kerfið kröfu um að millikassi sé læstur, sem er svosem gott og blessað.
Akkurat núna þá eru stælar í þessu hjá mér eftir síðustu jeppaferð, og læsir bíllinn sér bara eftir hentugleikum. Þeas dælan fer bara í gang svona spari þegar ég ýti á takkann.
Átta mig á að þetta getur bara verið lélegur takki, en mig langar einnig að geta læst bílnum og haft hann læstann þegar ég vil, og því væri ég alveg meira en til í að vita hvernig menn hafa leyst þetta.
Veit að margir Pajero menn hafa gert svipað og því væri snilld ef einhver nennir að taka sér tíma í að ausa úr sínum viskubrunni :D
mbk.
Afturlás í Pajero '99 - hvernig á að breyta?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 18
- Skráður: 10.sep 2014, 20:25
- Fullt nafn: Jón Mar Jónsson
- Bíltegund: '99 Pajero
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Afturlás í Pajero '99 - hvernig á að breyta?
Jón M
S: 693-9796
WET Motorsport - Vara og aukahlutir í bíla, vélar og tæki
MMC Pajero 35" '99
Ford Bronco '66
S: 693-9796
WET Motorsport - Vara og aukahlutir í bíla, vélar og tæki
MMC Pajero 35" '99
Ford Bronco '66
-
- Innlegg: 19
- Skráður: 18.okt 2013, 13:16
- Fullt nafn: Ástþór Ingi Sævarsson
- Bíltegund: Pajero
- Staðsetning: Reyðarfjörður
Re: Afturlás í Pajero '99 - hvernig á að breyta?
Sæll. Ég er í sömu hugleiðingum og þú með þetta en hef ekki enn komið mér í að græja þetta hjá mér.
Það sem ég veit er að tölvan fyrir lásstýringuna er í brettinu að aftan bílstjóramegin og held það þurfi bara að slaufa nokkra víra saman. Á góðar teikningar af rafkerfinu í þessum bílum á pdf skjali og ég skal senda það á þig ef ég fæ email-ið hjá þér.
Það sem ég veit er að tölvan fyrir lásstýringuna er í brettinu að aftan bílstjóramegin og held það þurfi bara að slaufa nokkra víra saman. Á góðar teikningar af rafkerfinu í þessum bílum á pdf skjali og ég skal senda það á þig ef ég fæ email-ið hjá þér.
Re: Afturlás í Pajero '99 - hvernig á að breyta?
Er ekki nóg að tengja bara plús beint inn á dæluna frá rofa og sleppa öllu tölvudótinu?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 18
- Skráður: 10.sep 2014, 20:25
- Fullt nafn: Jón Mar Jónsson
- Bíltegund: '99 Pajero
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Afturlás í Pajero '99 - hvernig á að breyta?
Vissulega nóg. En spurning hvaða áhrif það hefur á stöðuljósið fyrir læsinguna. Einnig langar mig að nota áfram original rofann.
Jón M
S: 693-9796
WET Motorsport - Vara og aukahlutir í bíla, vélar og tæki
MMC Pajero 35" '99
Ford Bronco '66
S: 693-9796
WET Motorsport - Vara og aukahlutir í bíla, vélar og tæki
MMC Pajero 35" '99
Ford Bronco '66
Re: Afturlás í Pajero '99 - hvernig á að breyta?
Græja bara tvö rely með sjálfheldu og notar original rofann.
Han fær ljósið í mælaborðið frá rofa aftur í hásingu svo það dettur ekkert út.
Kv.
Han fær ljósið í mælaborðið frá rofa aftur í hásingu svo það dettur ekkert út.
Kv.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur