Síða 1 af 1
Bremsudæla með handbremsuarm
Posted: 03.mar 2016, 20:19
frá BjarniGylfa
Er með gamlan Pajero sem er með skálahandbremsu, þar sem hlífarnar sem halda klossunum eru nánast orðnar að ösku og það styttist í skoðun þá var ég að velta því fyrir mér að henda því út og finna mér einhverjar dælur sem eru með handbremsuarm.
Hafið þið einhverjar hugmyndir um dælur sem gott væri að nota í þetta?
kv, Bjarni
Re: Bremsudæla með handbremsuarm
Posted: 03.mar 2016, 23:19
frá Lindemann
ég á dælur úr subaru 1800 sem þú getur fengið fyrir lítið ef þú vilt....en það þarf að liðka þær.
Það eru ekki margar dælur sem eru nógu stórar fyrir svona jeppa til að komast yfir diskinn, ég var búinn að skoða úr nokkrum evrópskum og japönskum fólksbílum og fann ekkert sem gekk fyrir mig annað en subaru dælurnar en ákvað svo að fara aðra leið.
Re: Bremsudæla með handbremsuarm
Posted: 04.mar 2016, 08:19
frá jongud
Subaru dælurnar hafa reynst vel í þetta, þær eru enn til á Ebay, það er bara að leita að
subaru front brake caliper 1983 (eða 1984)
Ef þú villt stærri dælur þá er hægt að fara í amerískar undan Cadillac eða jafnvel Ford Super-duty og Dodge Ram
Re: Bremsudæla með handbremsuarm
Posted: 04.mar 2016, 12:03
frá muggur
Sæll
Er ekki einfaldara að laga bara orginal dótið? Ef þér vantar stykki nr 16 á myndinni þá er það til a 60 pund stykkið frá Bretlandi (
http://www.milneroffroad.com/mitsubishi-uk-europe/shogun/v43s-3-0petrol-121990-22000-lwb/v43s-brakes/v43s-brake-backing-plate-rear-rh). Auðvitað er það smá peningur en sparar tíma við bras.
kv. Muggur

- PajeroRearBrakes.JPG (75.08 KiB) Viewed 3102 times
Re: Bremsudæla með handbremsuarm
Posted: 04.mar 2016, 12:47
frá jeepcj7
Handbremsan í borða í superduty og að öllum líkindum mun skárri búnaður en diska dótið.
Ég myndi lappa upp á orginal stöffið frekar.
Re: Bremsudæla með handbremsuarm
Posted: 05.mar 2016, 20:03
frá BjarniGylfa
Sælir,
takk fyrir svörin. Það er kannski réttast að halda sig bara við þetta original fyrst maður er að standa í þessu. Fann þetta á ali áðan og sendi fyrirspurn :-)
kv, Bjarni
Re: Bremsudæla með handbremsuarm
Posted: 08.mar 2016, 10:56
frá atlifr
Sæll
Ég er með Chevrolet Cruze 2012. Þeir eru með handbremsuna í dælunni. Frekar einfaldur búnaður sem herðir einnig út í. Eina leiðinlega við þær er að það þarf að skrúfa dæluna inn aftur þegar maður skiptir um klossa. Þær gætu komist utan um diskinn, það eru nokkuð víðir diskar á þeim bílum.
Gætir prufað að heyra í þeim í Benna