Dekk rekast í dempara í beygju.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Reynir77
Innlegg: 35
Skráður: 04.jan 2016, 00:21
Fullt nafn: Reynir Bergmann Pálsson
Bíltegund: Cherokee 4.0 '90

Dekk rekast í dempara í beygju.

Postfrá Reynir77 » 28.feb 2016, 22:08

Er möguleiki að koma í veg fyrir þetta með minna backspeisi eða jafnvel með því að setja skinnur á milli felgu og nafs? Er ég að fórna einhverju við að færa dekkin utar?




makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Dekk rekast í dempara í beygju.

Postfrá makker » 29.feb 2016, 10:07

Að setja skinnur á mylli er ávísun uppá að missa dekk undann ég myndi fynna felgur með aðeins minna backspacei


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Dekk rekast í dempara í beygju.

Postfrá biturk » 29.feb 2016, 19:17

minna backspeis eða fá þér spacera
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Dekk rekast í dempara í beygju.

Postfrá ellisnorra » 29.feb 2016, 19:28

Spacerar eru nú heldur ekkert æði, ég missti dekk undan patrolnum hjá mér um daginn út af spacerum, 6mm úr áli. Veit ekki einusinni afhverju þeir voru þarna, ekki nokkur þörf fyrir þá, voru þarna þegar ég fékk bílinn og ég pældi bara ekkert í þeim. Þetta æði kostaði mig brotinn brettakant og ónýta felgubolta.

Er ekki einfaldast að færa demparann? Ef það er vesen færi ég í annað backspace.
http://www.jeppafelgur.is/


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Dekk rekast í dempara í beygju.

Postfrá haffij » 29.feb 2016, 20:09

Hvernig veistu að spacerinn sé eina ástæða þess að dekkið fór undan bílnum?


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Dekk rekast í dempara í beygju.

Postfrá sukkaturbo » 29.feb 2016, 20:26

þú getur stillt stoppið sem stillir hversu mikið þú leggur í bílinn og málið er dautt þægilegt að gera þetta


Raggi B.
Innlegg: 83
Skráður: 05.sep 2010, 20:48
Fullt nafn: Ragnar Ingi Bjarnason

Re: Dekk rekast í dempara í beygju.

Postfrá Raggi B. » 01.mar 2016, 10:36

Var í veseni með spacer á bíl sem ég átti, bæði vegna að það losaði upp á sér og titrings af völdum þess. Það snarhætti eftir að ég gerði það rétta að herða með herslumæli í tveim skrefum og aldrei vesen eftir það.
LC 120, 2004


Gutti
Innlegg: 79
Skráður: 17.jan 2012, 19:45
Fullt nafn: Guðjón Þorsteinsson
Bíltegund: Suzuki Samurai 92'
Staðsetning: Borgarfjörður

Re: Dekk rekast í dempara í beygju.

Postfrá Gutti » 01.mar 2016, 13:20

Ég myndi allann daginn reyna að færa demparann, spacerar og skinnur er ekki sniðug hugmynd á stórum bíl með mikið álag á felgubolta, það er fátt leiðinlegra held ég en að missa hjól á 100 km hraða. Finnst líka frekar léleg lausn að minnka beygjuradíusinn, hann er yfirleitt ekki frábær fyrir á mikið breyttum bíl.
Guðjón Þorsteinsson
869-3906
gudjon1991@gmail.com

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Dekk rekast í dempara í beygju.

Postfrá Startarinn » 01.mar 2016, 15:36

"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Dekk rekast í dempara í beygju.

Postfrá haffij » 01.mar 2016, 16:29

Ég hef enga trú á að spacerinn sjálfur geti skapað vandamál svo framarlega að hann sé rétt settur á og hjólboltar hertir rétt.
Kæmi mér ekki á óvart að það aki á götunni margir bílar með ónýta bolta vegna of eða vanherslu.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Dekk rekast í dempara í beygju.

Postfrá grimur » 03.mar 2016, 02:12

Samsetning með spacer getur jafnvel verið sterkari en án. Ástæðan er sú að sá hluti boltans sem er undir teygju verður lengri og ræður þar af leiðandi við meiri aflögun, á meiri "afgang" áður en hann slitnar. Á móti kemur að þessi teygja getur kannski orðið hlutfallslega mikil miðað við flexið í felgubotninum, og rétt hersla því jafnvel krítískari en annars.
Ég græjaði einusinni miðjur úr Pajero stálfelgum í tunnur, og planaði sætið voða fínt í restina. Það vildi losna upp á þessu en steinhætti eftir að ég slípaði smá laut í kring um hvert gat, ca 40mm þvermál eða svo og kannski 1mm niður mest. Þannig myndaðist spenniskífa undir öllum boltum. Maður var nú ekki svo fágaður í þá daga að nota herslumæli á felgurær, en það slapp til með svona tilfæringum.
Original stálfelgur eru nánast undantekningalaust með nokkurs konar þind sem gerir það sama, þegar boltarnir eru hertir flest þindin út og heldur spennu á draslinu.
Með álfelgur þarf að reiða sig á teygjuna í boltunum þar sem botnarnir eru svo þykkir og stífir, enda er þá jafnan smá leggur af boltanum í því hlutverki.

Vonandi hefur einhver gaman eða gagn að þessu röfli í mér...

Kv
Grímur

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Dekk rekast í dempara í beygju.

Postfrá Hjörturinn » 03.mar 2016, 10:37

Muna bara að þegar maður er með álspacer þá þarf að herða þetta eins og um álfelgu væri að ræða, þeas að herða uppá eftir nokkra daga aftur, er búnað keyra með spacer í mörg ár og aldrei verið vesen, maður þarf samt að vera meðvitaður um þetta
Dents are like tattoos but with better stories.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Dekk rekast í dempara í beygju.

Postfrá grimur » 04.mar 2016, 01:53

Alveg rétt Hjörtur, og hafa þetta hreint þegar sett er undir. Tæringar útfellingarnar á álinu myljast undan á nokkrum dögum, þannig að herslan er fölsk eftir.
Renna yfir með pappír og setja smá smurfilmu er ekki fráleitt. Geri þetta vanalega með álfelgur líka ef þær eru eitthvað tærðar, þetta fellur aldrei alveg eins saman og þá getur svona drull lent á milli.

Kv
Grímur


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir