Mig suða - Gas

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Mig suða - Gas

Postfrá Fordinn » 26.feb 2016, 00:27

Jæja það er löngu kominn tími á að taka mig suðuna sem eg keypti sennilega fyrir 2 árum og koma í notkun....

Mig vantar þá gas við hana, held eg muni ekki réttlæta það að leigja kút hja ísaga....

Hvað er þá í boði kolsýra eða er einhver að selja einnota kúta með blönduðu gasi???

Ég hef lesið sumstaðar að mönnum finnist verra að sjóða með kolsýrunni,, eru þeir þá kanski of góðu vanir??? ég er ekki sérlega vanur að sjóða með mig, svo það skiptir byrjanda kanski minna máli enn þann sem vanur er'???




kv Mikki




Einari
Innlegg: 21
Skráður: 18.apr 2013, 16:46
Fullt nafn: Einar Örn Kristjánsson
Bíltegund: Toyota

Re: Mig suða - Gas

Postfrá Einari » 26.feb 2016, 03:08

Kaupa svona kút frá isaga með mison 18. http://www.aga.is/is/products_ren/suppl ... index.html

fékkst allavega í Ferró sink á Akureyri, hlýtur að fást í gastec, jak eða klif í borginni.

Kostaði í kringum 40 þús minnir mig, en leigan á stærri kútunum er náttúrulega alveg útúr korti fyrir svona bílskúrskalla 15 þúsund ári eða álíka fyrir utan áfyllingu.

Það er líka hægt að fá einnota kúta en ég þekki ekki hvernig verðið á þeim er samanborið við þetta frá AGA.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Mig suða - Gas

Postfrá Startarinn » 26.feb 2016, 10:10

Ég er búinn að nota slökkvitæki (kolsýru) síðan 2009 án vandræða, það þarf bara að skipta um ró á þrýstijafnaranum, ég notaði róna sem hélt slöngunni á slökkvitækinu, boraði gatið bara aðeins út.
Ég er bara með rafstuðu pinna sem ég beygði utanum handfangið til að halda því opnu, renni honum svo af þegar ég er hættur
Ég ætlaði alltaf að koma mér upp kút með skrúfuðum loka en hef ekki gert neitt í því þar sem þetta hefur virkað vandamála laust í öll þessi ár

Eini ókosturinn við kolsýruna er að suðan frussar meira með henni, en þetta margborgar sig miðað við að leigja kút hjá Ísaga
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Mig suða - Gas

Postfrá íbbi » 01.mar 2016, 22:20

èg á stórann 50l kút sjàlfur og er með kolsýru, èg verð að viðurkenna að mèr dauðleyðist að sjóða með þessu. èg vill ekki sjà það að vera leigja dót, og finnst afar leitt að það sè ekki hægt að kaupa alvöru gas hèrna
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


magnum62
Innlegg: 201
Skráður: 19.aug 2011, 17:10
Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l

Re: Mig suða - Gas

Postfrá magnum62 » 08.mar 2016, 01:46

Farðu í Slökkvitækjaþjónustuna í Hf hjá honum Frank og keyptu þér kolsýru kút. Ódýrt og gott.


Inox
Innlegg: 6
Skráður: 23.okt 2015, 20:47
Fullt nafn: Árni þór Guðmundsson

Re: Mig suða - Gas

Postfrá Inox » 30.mar 2016, 00:52

Þú notar ekki kolsýru eftir að hafa notað almennilegt gas. Ef þú ert óvanur og vilt læra mæli ég með almennilegu gasi, kolsýra gefur ákaflega ljótar suður jafnvel hjá vönum..

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Mig suða - Gas

Postfrá Startarinn » 30.mar 2016, 09:18

Þarna ætla ég að leyfa mér að vera ekki sammála þér
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Mig suða - Gas

Postfrá hobo » 30.mar 2016, 09:42

Það var bara notuð kolsýra í skóflusmíði hjá mér um árið. Þá var bara soðið mjög þykkt stál, 1,6mm vír og mikið power. Þetta voru 100% suður.
Hef ekki soðið þunnt með kolsýru, kannski fer hún að virka illa þá.


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Mig suða - Gas

Postfrá Axel Jóhann » 30.mar 2016, 11:08

Ég er með 5kg kút, mison 18, frá gastec, kostar minnir mig um 30 og þú átt kútinn, kaupir svo áfyllingu (færð annan kút alltaf)
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Mig suða - Gas

Postfrá svarti sambo » 30.mar 2016, 14:40

Það á ekki að nota helst neitt annað en mison 18 í járnið. Ég veit að það er hægt að nota aðrar gastegundir, eins og fogon og fl. en það kallar bara á meira fruss og lélegri suðu, þó svo að menn sjái það ekki með berum augunum. menn fá besta flotið í suðubaðið með mison 18. Suða getur verið ónýt eða léleg, þó svo að yfirborðið sé í lagi.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Mig suða - Gas

Postfrá Startarinn » 30.mar 2016, 17:32

Mison 18 og Fogon er því sem næst sama gasið, eini munurinn er að Mison 18 átti að vera hollara fyrir suðumanninn, en það var selt á þeim forsendum í stað Fogon

CO2 frussar meira, en að öðru leiti finn ég lítinn mun á því og mison 18 og Fogon
Mison 2 og Mison Ar gera suðuna kaldari svo hún flýtur verr, allavega hefur mér fundist ómögulegt að sjóða svart stál með þeim.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Mig suða - Gas

Postfrá svarti sambo » 30.mar 2016, 18:30

Ég get alveg verið sammála Ásmari, varðandi argon,mison Ar og mison 2. Þó svo að maður eigi að fá hreinastan brunan við argonið, þá finnst mér ömurlegt að sjóða svart járn með því. Þó svo að fogon og mison 18 sé svipað, þá er aðeins meira fruss af fogon, sem mér leiðist og truflar mig. Kannski bara of góðu vanur. Allt þetta mison dót á að vera umhverfisvænna, en mér finnst betra að nota hreint argon í stað mison AR, þegar að ég er að sjóða t.d. ál. Mison 2 er svo hentugast í að tig-sjóða ryðfrítt. Annars nota ég bara hreint argon í bæði ál og ryðfrítt.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Mig suða - Gas

Postfrá jongud » 31.mar 2016, 08:19

Ég hef heyrt reynslubolta í suðutækni segja að kolsýran sé í lagi ef þú getur stillt suðuna fyrir hana. Rétt spenna er mikilvæg ef nota á kolsýru. Ódýrar Mig-suður sem eru kannski bara með 4 stillingar á spennunni bjóða ekki upp á slíkar fínstillingar.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Mig suða - Gas

Postfrá íbbi » 31.mar 2016, 12:09

èg er með stóra 300A mig í skúrnum og kolsýru, mèr hefur gengið illa að fà þetta til að vera gott,

nota mison AR í àl og ryðfrìtt
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Mig suða - Gas

Postfrá villi58 » 31.mar 2016, 13:12

íbbi wrote:èg er með stóra 300A mig í skúrnum og kolsýru, mèr hefur gengið illa að fà þetta til að vera gott,

nota mison AR í àl og ryðfrìtt

Ef þú ert með 300 A í skúrnum þá hentar hún enganvegin til boddýviðgerða, svona öflugar suðuvélar eru leiðinlegar í þunnu efni af því að þær eru hannaðar fyrir þykkra efni.
180 - 200 A er nærri lagi fyrir þunnt efni jafnvel 150 A er yfirdrifin í boddýstál.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Mig suða - Gas

Postfrá íbbi » 31.mar 2016, 18:10

ég sé ekki ekki rökin í að vélin sjálf hennti ekki í þunnt efni, hún sýður bara eins á lágum straum og minni vél stillt á sama straum, ég vinn við stál og álsmíði og er með stóra 270A digital fronius vél og stóra vatnskælda kempi í vinnuni, er ekki að skipta í minni suðu vélar þegar ég vinn með þunnt efni, til þess eru stillingarnar á vélini, eini ókosturinn við að vera með svona stóra vél heima við er hvað hún er ómeðfærileg, viktar 100 kg án kútsins,

það sem ég er að kvarta undan í svarinu að ofan er kolsýran, það er hún sem mér gengur illa að líka við, frussar mikið og flr sem mér mislíkar,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 11 gestir