Síða 1 af 1

Ryðbæta Y61 Patrol

Posted: 15.feb 2016, 19:54
frá SamuelTorfi
Heilir og sælir

Var að spá hvort hér leynist einhverjir sem væru til í að skoða að taka að sér ryðbætur á Y61 Patrol, bíl sem er heillegur og á mikið inni en grindin farin að þreytast. Væri gaman að bera undir fagmenn hvað þeir leggðu til, taka það helsta eða jafnvel lyfta boddí alveg og ráðast á grindina. Meta kostnað og tíma o.fl.

Kv, Samúel T, 8221492

Re: Ryðbæta Y61 Patrol

Posted: 15.feb 2016, 22:22
frá Járni
Hann Eiður hérna á spjallinu lét skipta um afturpartinn af grindinni hjá sér eftir að smá ryð hafði safnast fyrir og annar vesenis patrol festi sig rækilega.

Ég veit að það kostaði alveg en þá var þessi leiðinda ryðhausverkur úr sögunni (í grindinni).

Re: Ryðbæta Y61 Patrol

Posted: 16.feb 2016, 17:07
frá sukkaturbo
SÆll Ómar Stefánsson í Hvergerði er vanur að eiga við ryð í Patrol. Skiptir um heilu og hálfu grindurnar.Flottur verkmaður og mjög góður suðumaður. Hann er með síma 4831200 á verkstæðinu. kveðja guðni

Re: Ryðbæta Y61 Patrol

Posted: 16.feb 2016, 23:46
frá SamuelTorfi
Takk fyrir ábendinguna Guðni! Heyri í kappanum með þetta