Síða 1 af 1

Jimny 33" dekk rekast í, í fullri beygju. Hjálp

Posted: 07.feb 2016, 22:47
frá thordur9
Ég keypti mér Jimny fyrir nokkrum dögum og er búinn að vera dunda mér við
það að koma 33" dekkjum undir hann, án þess að hækka á fjöðrun og body.

Ég er búinn að skera helling úr honum og ég næ ekki að
skera meira. Dekkinn rekast í body festingar að framan, hvað skal gera?


Endilega dembið fróðleik hingað eða hafið samband við mig í síma 845-5001 ef þið hafið tíma.

Mbk. Þórður Örn

Re: Jimny 33" bílskúrsbreyting

Posted: 07.feb 2016, 23:36
frá Valdi B
þú getur örugglega orðið þér úti um ódýra trebbakannta á eitthverja þúsundkalla,svo þetta líti nú sómasamlega út. hræðilegt að sja olíutunnukannta eða álíka föndur :)

Re: Jimny 33" bílskúrsbreyting

Posted: 07.feb 2016, 23:53
frá Sævar Örn
getur keypt tvö bretti af vörubílsvagni á tvöföldum hjólum, t.d. hjá E.T. verslun,

og skorið í tvennt, þá ertu kominn með 4 hjólboga sem hægt er að sníða snyrtilega yfir 35" dekk

Re: Jimny 33" bílskúrsbreyting

Posted: 08.feb 2016, 22:08
frá StefánDal
Taktu rúnt um iðnaðarhverfin og reyndu að finna kannta af einhverju ónýtu hræi. 33-35 kanntar af gömlum Pajero eða jafnvel Blazer eru eitthvað sem gæti funkerað á svona mola.

Re: Jimny 33" bílskúrsbreyting

Posted: 08.feb 2016, 22:44
frá jeepcj7
Ég á til 35-36" kanta af econoline fást á lítið ef þú vilt.

Re: Jimny 33" dekk rekast í, í fullri beygju. Hjálp

Posted: 26.feb 2016, 09:39
frá thordur9
Ég er alveg til í að skoða það, heyrðu í mér í síma 845-5001

Re: Jimny 33" dekk rekast í, í fullri beygju. Hjálp

Posted: 26.feb 2016, 18:51
frá juddi
Hér eru einhverjar myndir á þessari síðu og næstu fyrir framan hvernig ég gerði þetta en ég skar úr boddy festinguni og breytti henni

http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=5180&hilit=jimny&start=400#p149338

Re: Jimny 33" dekk rekast í, í fullri beygju. Hjálp

Posted: 27.feb 2016, 18:55
frá jeepcj7
Þú átt EP