Miðstöðvarvesen

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Miðstöðvarvesen

Postfrá Hrannifox » 05.feb 2016, 16:23

Jæja nú vantar mér hugmyndir af miðstöðvaveseni á Mitsubishi Pajero 2.8 TDI 1999
Búið er að skifta um hedd og allt sem því tenginst ( nema vatnsdælu )
Búið að hreinsa element ( kom slatta drulla úr því )

Lýsir sér svona:

Búið að hreinsa element, hann hitnar bara á snúningi ca 1500-2000 kólnar þegar mallar á hægagangi

búið að reyna að lofttæma einsog hægt væri !

Getur vatnskassalok, ónýtt element eða hvað gæti verið að valda því að bílinn sé bara volgur! oftast !


Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Miðstöðvarvesen

Postfrá svarti sambo » 05.feb 2016, 23:55

Mig grunar að vatnsdælan sé að sulla í sjálfri sér. Þ.e.a.s. að bilið á milli dæluhús og dæluhjóls sé orðið of mikið, og þar af leiðandi nær hún hvorki að byggja upp þrýsting né nægilega mikinn hraða á vatnið, nema að vélin fari upp fyrir ákveðinn snúning.
Fer það á þrjóskunni


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Miðstöðvarvesen

Postfrá Axel Jóhann » 09.feb 2016, 00:25

Vatnslás, vatnsdæla :)
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Miðstöðvarvesen

Postfrá Hrannifox » 29.feb 2016, 08:29

Jæja náðum hita í bílinn og allti lagi með það, hann var smá stund að æla af sér lofti skruppum smá rúnt og allt virtist virka vél, svo fór vatnsdælan að leka svo það var skift um hana og vatnslásinn( keyftur í bílanaust )

Núna vill bílinn ekki hitna, fullt af lofti inná honum þótt það sé búið að lofttæma kerfið, hann bles yfir í forðabúrið, áður virðist hann hafa sett yfir á forðabúrið en svo sogað eitthvað af því yfir til baka.

er pajero eitthvað viðkvæmur fyrir aftermarket vatnsslásum, eitthvað annað sem ykkur dettur í hug ?

endilega látið ykkur detta eitthvað í hug ! er kominn á tamp
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Miðstöðvarvesen

Postfrá svarti sambo » 29.feb 2016, 12:28

Ef að það koma loftbólur í vatnkassann og þú ert örugglega viss um að vera búinn að lofttæma kælikerfið, þá er hann að blása út í vatnsgang. Þ.e.a.s. setja brent gas í kælikerfið. En þá ætti hann líka að hitna vel og sennilega að sjóða á honum eftir smá stund. Mjög sennilega nær hann ekki að lofttæma sig alveg, fyrr en að vatnslásinn er búinn að opna, nema að þú hafir fyllt á allt eins og hægt var, áður en að þú settir vatnslásinn í.
Fer það á þrjóskunni


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir