Síða 1 af 1

Bremsur á Dana44

Posted: 02.feb 2016, 17:37
frá hobo
Er með Dana44 í höndunum. Er að spá hvort það eigi ekki að vera eitthvað millilegg á milli bremsudælu og dælubrakkets.
Dælan skröltir laus centimeter til og frá.
Það mætir manni heill frumskógur ef þetta er googlað og maður situr eftir ringlaður með hausverk.
Image

Ekki alveg á hreinu undan hvernig bíl hásingin kemur upprunalega, væri gott að fá vísbendingar varðandi það. Kúlan er hægra megin.
Image
Image

Re: Bremsur á Dana44

Posted: 02.feb 2016, 19:12
frá jeepcj7
Þetta sýnist mér vera dana 44 undan 76-77 bronco sem búið er að snúa úr vinstri í hægri kúlu.þau ár kom bronco með diskabremsur orginal.
Og já það á að vera "fleygur" að neðan verðu boltaður með 2 boltum til að halda dælunni á sýnum stað.

Re: Bremsur á Dana44

Posted: 02.feb 2016, 19:18
frá jeepcj7

Re: Bremsur á Dana44

Posted: 02.feb 2016, 21:18
frá hobo
Já var einmitt búinn að komast að þessu með Bronco 76-77, þ.e. að hjólabúnaðurinn passaði. En svo sá maður kúluna vinstra megin á myndum, þá fór allt í skol í hausnum.
Það er bara einn bolti sem heldur "fleygnum" en hann sýnist mér þá eiga að ganga báðu megin.
Takk fyrir þetta Hrólfur, þú klikkar ekki frekar en fyrri daginn.