Síða 1 af 1

Rafmagns forhitari

Posted: 27.jan 2011, 22:31
frá Startarinn
Sælir drengir (og stúlkur)

Hvar er hægt að fá rafmagnshitara til að hita vélina áður en maður fer af stað á morgnanna?
Ég er ekki að leita að græju sem keyrir á bensíni, díesel eða gasi eins og t.d. webasto hitararnir, heldur 230V hitara, helst sæmilega öflugan, það voru til í gamladaga (eflaust enn fáanlegt) hitarar sem voru settir í stað eins af frosttöppunum en þeir eru mjög litlir í vöttum og eru lengi að hita, mér líst ekki vel á að hafa vélina mjög heita tímunum saman án fordælu á smurolíuna þar sem hitinn í kyrrstöðu getur þurrkað smurhimnuna úr sílendranum

Verið óhræddir við að tjá ykkur

Kv
Addi

Re: Rafmagns forhitari

Posted: 27.jan 2011, 22:38
frá SiggiHall
Hef séð svona á ebay t.d. Leitaðu bara að engine block heater

Re: Rafmagns forhitari

Posted: 27.jan 2011, 22:43
frá Startarinn
SiggiHall wrote:Hef séð svona á ebay t.d. Leitaðu bara að engine block heater


Það versta við dótið á Ebay er að það er flest fyrir 120v spennu, þá bætist við spennubreytir og vesen, ég hef bara ekki nennt að leita almennilega þar ennþá.
Mig langaði líka að kanna hvort þetta væri til á klakanum, það borgar sig ekki alltaf að flytja inn sjálfur, þessvegna kanna ég alltaf verðin heima fyrst

Re: Rafmagns forhitari

Posted: 27.jan 2011, 23:24
frá Grímur Gísla
Þeir fengust í N 1 og Stillingu einu sinni og í Sumum dráttarvélaumboðum

Re: Rafmagns forhitari

Posted: 27.jan 2011, 23:32
frá ssjo
Er ekki Stilling að selja búnað frá Calix? Það er framleiðandi á allskonar búnaði til vélahitunar. Finndu "Calix motorvarmare" á Google, eða http://www.calix.se/consumer/index.asp?lang=SE. Nánst hægt að kaupa svona græjur á bensínstöðvum í Svíþjóð.

Re: Rafmagns forhitari

Posted: 30.jan 2011, 17:35
frá Startarinn
Ég ætla að kíkja á þá í stillingu, sjá hvað þeir eiga og hvað þetta kostar.
Það er ekki gefið upp sama kerfið í Hiluxinn minn og benzann, mælt með frost tappa hitara í jeppann en hitara á lögn í benzann, því miður eru báðar týpurnar ætlaðar fyrir náttúrulega hringrás.

Re: Rafmagns forhitari

Posted: 30.jan 2011, 19:25
frá HaffiTopp
..

Re: Rafmagns forhitari

Posted: 30.jan 2011, 20:22
frá Jónas
http://www.zerostart.com/coldStart/engi ... eaters.asp

ath 120v/220v eins og bent er á hér að ofan

Re: Rafmagns forhitari

Posted: 03.feb 2011, 18:37
frá Startarinn
HaffiTopp wrote:Tjékkaður á Bílasmiðnum á bíldshöfða 16.
Af hverju viltu ekki annars hafa forhitara sem gengur á bensíni bílsins sjálfum?
Kv. Haffi.


Hugmyndin er bensín sparnaður í daglegum akstri, sé ekki haginn í að knýja hitarann með bensíni

Annars fór ég í Stillingu í dag og líst bara vel á kerfið frá Calix, ég kaupi það að öllum líkindum, ætla að byrja á bensanum, sé til með jeppann

Re: Rafmagns forhitari

Posted: 03.feb 2011, 18:47
frá hobo
Startarinn wrote:
HaffiTopp wrote:Tjékkaður á Bílasmiðnum á bíldshöfða 16.
Af hverju viltu ekki annars hafa forhitara sem gengur á bensíni bílsins sjálfum?
Kv. Haffi.


Hugmyndin er bensín sparnaður í daglegum akstri, sé ekki haginn í að knýja hitarann með bensíni

Annars fór ég í Stillingu í dag og líst bara vel á kerfið frá Calix, ég kaupi það að öllum líkindum, ætla að byrja á bensanum, sé til með jeppann


Stærri gerðin af bensín forhitara(1600cc+) frá Webasto eyðir að mig minnir 0,2-0,3 ltr/klst af bensíni.
Hagnaðurinn af kaupum á rafmagnshitara hlýtur að vera í kaupverðinu þar sem nýr webasto kostar ekki undir 200 þús í dag trúi ég.
Svo eru auðvitað aðrir kostir og gallar við þetta.

Re: Rafmagns forhitari

Posted: 03.feb 2011, 18:50
frá Startarinn
hobo wrote:
Startarinn wrote:
HaffiTopp wrote:Tjékkaður á Bílasmiðnum á bíldshöfða 16.
Af hverju viltu ekki annars hafa forhitara sem gengur á bensíni bílsins sjálfum?
Kv. Haffi.


Hugmyndin er bensín sparnaður í daglegum akstri, sé ekki haginn í að knýja hitarann með bensíni

Annars fór ég í Stillingu í dag og líst bara vel á kerfið frá Calix, ég kaupi það að öllum líkindum, ætla að byrja á bensanum, sé til með jeppann


Stærri gerðin af bensín forhitara(1600cc+) frá Webasto eyðir að mig minnir 0,2-0,3 ltr/klst af bensíni.
Hagnaðurinn af kaupum á rafmagnshitara hlýtur að vera í kaupverðinu þar sem nýr webasto kostar ekki undir 200 þús í dag trúi ég.
Svo eru auðvitað aðrir kostir og gallar við þetta.


Á hversu löngum tíma er þessi eyðsla?

Verðið á rafmagnshitaranum er í kring um 12-15% af verðinu á bensínhitaranum ef hann er á 200 þús. Kerfið sem ég skoðaði var á 26 þús ef ég tók tímatölvuna með, stakur hitari er á um 13þús

Re: Rafmagns forhitari

Posted: 03.feb 2011, 19:01
frá hobo
0,2-0,3 lítrar á einni klukkustund (að mig minnir).

Re: Rafmagns forhitari

Posted: 03.feb 2011, 22:11
frá ellisnorra
Startarinn wrote:Verðið á rafmagnshitaranum er í kring um 12-15% af verðinu á bensínhitaranum ef hann er á 200 þús. Kerfið sem ég skoðaði var á 26 þús ef ég tók tímatölvuna með, stakur hitari er á um 13þús


Þá er nú spurning um að kaupa sér innstunguklukku á örfáa þúsundkalla heldur en einhverja fancy tölvu, nú á tímum allavega.