Síða 1 af 1
Losað um stimpilhringi
Posted: 17.jan 2016, 16:57
frá hobo
Hef lengi vitað um aðferð sem er að hella einhverju sulli ofan í cylendra fyrir olíuskipti, og er látið liggja góða stund.
Þetta á að geta losa um fasta stimpilhringi.
Hef aldrei prófað þetta né man ég hvaða vökva er hellt ofan í, væri fínt að fá smá umræðu.
Re: Losað um stimpilhringi
Posted: 17.jan 2016, 17:02
frá MixMaster2000
Sjálfskiptivökvi hefur verið notaður í þetta. RedeX er líka notað eða blanda af báðu.
Og allt saman með góðum árangri.
kv Heiðar Þorri
Re: Losað um stimpilhringi
Posted: 17.jan 2016, 17:04
frá Svenni30
Heitir sullið ekki Redex ?
Re: Losað um stimpilhringi
Posted: 17.jan 2016, 17:20
frá jeepcj7
Sjálfskiptivökvi virkar fínt í svona alllvega er það mín reynsla.
Re: Losað um stimpilhringi
Posted: 17.jan 2016, 17:28
frá hobo
Var einmitt með sjálfskiptivökva í huga, rámaði í það.
Svo er spurning hvort þynnri vökvi ætti ekki auðveldara með þetta.
Re: Losað um stimpilhringi
Posted: 17.jan 2016, 18:02
frá olafur f johannsson
eins er hægt að fá fínt efni frá bell-add í svona og það virkar mjög vel fæst hjá Brimborg
Re: Losað um stimpilhringi
Posted: 17.jan 2016, 22:12
frá Startarinn
Ég hef notað redex til að koma bíl í gang sem tók ekki einusinni við sér vegna lágrar þjöppu, svínvirkaði og datt alltaf í gang eftir það. hellti í sílender og beið í 30 mín, startaði útaf vélinni og setti kertin aftur í. Reyndar voru olíuhringirnir greinilega lélegir því hann brenndi talsverðri olíu
Re: Losað um stimpilhringi
Posted: 18.jan 2016, 17:10
frá Sævar Örn
ég hef einfaldlega notað dísel olíu með mjög góðum árangri
Re: Losað um stimpilhringi
Posted: 20.jan 2016, 12:58
frá Dodge
Ég prufaði belladd efnið á minn, það er bara sett útí smurolíuna og látið ganga lausagang í hálftíma og svo tappað undan.
Þetta minnkaði olíubrennslu hjá mér um helming