Síða 1 af 1

Kraftleysi í Musso 2.9TD

Posted: 13.jan 2016, 23:06
frá Axel Jóhann
Góða kvöldið, ég var að bæta einum bíl í flotann hjá mér, 1998 Musso 2.9TD orginal turbo sjálfskiptur á 35" dekkjum og er á orginal hlutföllum eftir því sem ég best veit.

Hann er ágætur að öllu leyti nema það að hann er hrikalega máttlaus, ég er ekki búinn að skoða hann neitt enn í honum er boost mælir og mælist mesti blástur 7-8psi sem mér finnst full lítið og það að hann á í erfiðleikum með að komast yfir 60kmh nema niðrí móti. Eitthvað sem ég ætti að byrja á því að skoða sem gæti verið að orsaka þetta eða bara vinna mig í gegnum hlutina?


Það sem ég er búinn að skoða:

Yfirfara og skipta út vaccum leiðslum
Þrýstiprófa frá túrbínu og að vél
Túrbína lýtur vel út
Ný hráolíusía
Tók loftsíu frá og prófaði þannig, engin breyting
Blindaði slönguna sem fer í wastegate, engin breyting á boosti
Wastegate er ekki fast


Það er eins og hann sé ekki að fá næga olíu, því aldrei reykir hann svörtu.

Re: Í hverju felst HIGH OUTPUT í Musso?

Posted: 15.jan 2016, 20:26
frá Adam
high output var það ekki bara bíll frá Bílabúð benna sem kom turbolaus og þeir hentu turbo á ? og blésu meira að segja í gegnum orginal loft boxið?

Re: Í hverju felst HIGH OUTPUT í Musso?

Posted: 15.jan 2016, 20:42
frá nobrks
Jú það minnir mig, ég komst allvegna einhvertíman yfir svona límmið í lausu

Re: Í hverju felst HIGH OUTPUT í Musso?

Posted: 15.jan 2016, 21:03
frá jeepcj7
Var ekki High output orginal turbo sem var extra tjúnnaður hér heima og átti að vera 155 hö?
Mig minnir það allavega.

Re: Í hverju felst HIGH OUTPUT í Musso?

Posted: 15.jan 2016, 23:14
frá creative
High output bílarnir komu ekki fyrr en eftir 2000 minnir mig og árgerðir 1997, 1998 voru kallaðir bennatúrbó því þeir settu túrbínu í þessa bíla
í umboðinu.

High output er með búnað til að gefa meiri olíu frá verkinu en það er enþá sama element (5.5mm) stærð í þeim verkum þannig að með
réttu tjúni á að vera hægt að fá sama kraft út úr þínum bíl ca 140 hö

Re: Í hverju felst HIGH OUTPUT í Musso?

Posted: 16.jan 2016, 09:58
frá Navigatoramadeus
ég heyrði að olíuverkið hefði verið sent út og sett í það stærri element til að ná meiri olíu.

fann svo eitthvað fyrirtæki sem gerir þetta en kostnaðurinn er 200-300þkr með sendingarkostnaði.

http://www.leoemm.com/musso155.htm

Re: Í hverju felst HIGH OUTPUT í Musso?

Posted: 16.jan 2016, 17:33
frá creative
Eftir því sem ég best veit eru öll verkin með 5.5mm elementi ég er búin að skrúfa í mínu verki og fékk meiri kraft út úr mínu svo um munar
á merkiskiltinu á verkinu er raðnúmer flest eru á þennan máta PES5M55C320RS talan 55 stendur fyrir 5.5 mm element

Re: Í hverju felst HIGH OUTPUT í Musso?

Posted: 18.jan 2016, 20:09
frá Axel Jóhann
Ég var greinilega eitthvað utan við mig þegar ég skrifaði inn fyrirsögnina en ég er í vandamáli með nýja Mussoinn minn, hann er svo arfa kraftlaus, lýsingin er í efsta póstinum, mig er farið að gruna spíssana, gætu lekir/óþéttir spíssar orsakað svona kraftleysi?

Re: Kraftleysi í Musso 2.9TD

Posted: 27.jan 2016, 12:32
frá Axel Jóhann
Einhver snillingur með Input ?

Re: Kraftleysi í Musso 2.9TD

Posted: 27.jan 2016, 14:25
frá jeepcj7
Er ekki örugglega tengd hjá þér vacum slangan ofan á verkið sem bætir við olíu með auknu boosti,þeir verða arfaslappir ef hún er ekki tengd.

Re: Kraftleysi í Musso 2.9TD

Posted: 27.jan 2016, 14:54
frá Axel Jóhann
Jú hún er tengd og hún er ný, skipti út öllum lélegum vaccum slöngum. Er kominn á það að prófa aðra spíssa í hann.

Re: Kraftleysi í Musso 2.9TD

Posted: 27.jan 2016, 22:27
frá bragig
Hljómar eins og vélin fái ekki nægt eldsneyti.
Það er möguleiki að ALDA lokinn á olíuverkinu sé stýfur eða fastur. Þetta er sá búnaður sem gefur möguleika á meiri olíu þegar túrbótrukkið er komið upp. Myndi athuga með hann, þetta er þekkt vandamál á 20+ ára gömlum benzum með OM 603 og 602 túrbó.

Annað sem mér dettur í hug, það er stundum sett grófsíja fyrir eldsneytið sem á það til að stíflast. Þá skiptir engu máli hvort hráolíusíjan (fínsíjan) sé ný.

Re: Kraftleysi í Musso 2.9TD

Posted: 29.jan 2016, 09:50
frá Axel Jóhann
Það er engin grófsía á þessum en já, mér finnst eins og hann sé ekki að fá eldsneyti, ætli það sé hægt að fjarlega þennan ALDA ventil og liðka hann til?

Re: Kraftleysi í Musso 2.9TD

Posted: 29.jan 2016, 19:11
frá bragig
Það er hægt að taka ALDA ventilinn úr og yfirfara hann eða stilla. Heilmikið af upplýsingum um þetta á netinu, t.d. hér
http://www.peachparts.com/Wikka/OM603Alda