Patrol læsing biluð

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Patrol læsing biluð

Postfrá sukkaturbo » 12.jan 2016, 16:18

Sælir félagar
Spurning til Patrol áhugamanna og eiganda. Ég er að vinna í Y-60 Patrol fyrir vin minn.Þessi bíll er með 5:42 og loftlás. Hann lendir í því að keyra illa utan í klaka og brjóta annan framöxulinn. Þetta var mikið högg. Ég ákvað að rífa hásinguna til öryggis því mig grunaði að eitthvað meira gæti hafa skemmst sem reyndist ég tók úr báða öxla og köggulinn.Ég sé far eftir kambinn í innanverðu húsinu eða kúpunni að framanverðu inn í kúlunni og þykir mér það skrítið gæti hásingin hafa bognað og svo eru allir boltar slitnir í læsingunni eða þeir sem halda henni saman. Öxlarnir fyrir mismunadrifshjólin virðast vera lausir og get ég ýtt þeim upp og niður.Er hægt að gera við þetta td. að skipta um boltana og o hringinn og eiga mismunadrifs öxlarnir að vera fastir. Væri gott að einhverjir hér sem til þekkja tjá sig og öll ráð eru vel þegin kveðja guðni á sigló pS. get ég notað orginal misunadrifið frá 4:64 í 5:42 hlutfallið ef í hart fer




olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá olei » 12.jan 2016, 16:52

Það er langt síðan ég hef átt við ARB lása. En brotnir/slitnir boltar sem halda þeim saman er af því að stýringarnar eru lausar. Boltarnir eiga ekki að bera neitt átak, stýringarnar eiga að sjá um það. Ef þær eru lausar fara boltarnir. Þetta er líklegast ótengt þessu óhappi sem þú nefnir. Lausnin á þessu er að sjóða á stýringarnar og renna þær upp. Eftir það þarf að plana kambsætið á lásnum til að hann sé réttur.

Það eru pinnar eða pípusplitti (man ekki hvort) sem splitta öxlana fyrir mismunadrifshjólin - já þeir eiga að vera fastir! Það kom fyrir í sumum ARB lásum að mismunadrifshjólin rifu sig föst á öxlunum og þá brotnuðu splittin. Þetta var mest bundið við 3 millihjóla lásana ef ég man rétt.

Ef það er far eftir kambinn í húsinu þá hlýtur hásingin að vera bogin, eða þá að það hefur einhverntímann brotnað drif í henni og skilið eftir þessi ummerki. Smelltu nokkrum myndum af þessu, kannski sjáum við eitthvað.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá sukkaturbo » 12.jan 2016, 17:38

okey geri það óli á morgun en ég fann um 2 cm stubb sirka 6mm veit ekki hvort það er splitti eða bolta brot og eina ró

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá jeepcj7 » 12.jan 2016, 17:53

Ef boltarnir sem halda læsingunni/keisingunni saman eru brotnir þá ýtir/veltir pinjóninn kambinum örugglega fram í kúluna.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá sukkaturbo » 12.jan 2016, 18:19

Sæll Hrólfur einmitt og takk fyrir þá gæti skýringin verið kominn á sárinu þetta er svo nýtt sár en ætla að mynda þetta á morgun og rífa læsinguna í sundur og mynda allt og set það inn hér. En hver er bestur í að gera við svona læsingu gerir maður þetta sjálfur og hvar fær maður þá varahlutií svona læsingu kanski Byco eða Húsasmiðjunni ASSA lásar?? og er dýrt í þetta. Annað ef læsingin er ónýt eða mikið skemmd þá á ég mismunadrif úr orginal drifi framdrifi passar sú keising hún við þetta hlutfall??


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá sukkaturbo » 13.jan 2016, 12:43

Sælir félagar reif í sundur loftlæsinguna og sá að það vantaði td. splittinn en fann eitt í olíunni sem halda mismunadrifsöxlunum og svo eru allir boltarnir eða 4 slitnir og er eitt brot eftir í einu gatinu sést á mynd en hinir horfnir. Annað virðist vera í lagi. Borgar sig ekki að skipta um gúmíhringina þéttingarnar þó þær líti vel út.Þegar ég set saman hvernig er best að ganga frá boltunum svo þeir losni ekki aftur. Rispan í innanverðri kúlunni sjá myndir gæti verið eftir einhver brot sem hafa farið á milli.Orginal keising frá 4:64 orginaldrifinu passar í staðinn fyrir loftlás ef í það er farið. kveðja guðni
Viðhengi
sést í brotinn bolta.JPG
sést í brotinn bolta.JPG (1.42 MiB) Viewed 3785 times
rispur eftir kamb eða rusl.JPG
rispur eftir kamb eða rusl.JPG (1.41 MiB) Viewed 3785 times
DSC01411.JPG
DSC01411.JPG (1.42 MiB) Viewed 3785 times
DSC01410.JPG
DSC01410.JPG (1.28 MiB) Viewed 3785 times
DSC01409.JPG
DSC01409.JPG (1.39 MiB) Viewed 3785 times
DSC01407.JPG
DSC01407.JPG (1.27 MiB) Viewed 3785 times

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá jongud » 13.jan 2016, 14:26

Þarna hefur gleymst að líma boltana. Þetta er veikasti punkturinn á þessari eldri gerð af ARB læsingum. Ég stútaði keisingu á Dana 35 undir Ford Ranger á sínum tíma af því að það gleymdist að líma þetta. Varahluti í ARB læsingar ætti að vera hægt að panta hjá Bílabúð Benna, allavega gerði ég það fyrir 8 árum síðan.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá sukkaturbo » 13.jan 2016, 16:49

Sæll Jón já það er málið. Ég hringdi í Tóta vin minn hjá Benna og hann gat útvegað mér allt sem ég þurfti nýja bolta sem hægt er að splitta alla 0 hringina bæði þessa stóru og litlu og splittin í mismunadrifs öxlana og var þetta allt til. Benni klikkar ekki og hvað þá hann Tóti.Fæ þetta á föstudaginn


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá olei » 13.jan 2016, 20:15

Ég stillti inn tugi drifa á eldri gerð ARB lásanna þegar ég vann hjá Jeppasmiðjunni á Ljónsstöðum á árunum kringum 1990. Og á því tímabili sem ég var kringum Jeppasmiðjunna komu þar inn margir tugir ARB lása með þessa bolta brotna. Vandamálið var alltaf það sama - stýringarnar sem áttu að halda flöngsunum föstum og öllu í centrúmi voru of rúmar. Það þýðir að við mikið álag er hreyfing á lokinu - sem með tímanum ásar stýringarnar enn meira út og svo klippast boltarnir í sundur af því að þeir ráða ekkert við þá krafta sem þarna eru á ferðinni. Það eru jú stýringarnar sem eiga að bera þá, en alls ekki botlarnir.

Þegar svo er komið eru stýringarnar skröltandi lausar - keisingin þar af leiðandi skökk eftir því hvernig hún boltast saman og algerlega tilgangslaust að púkka upp á hana án umtalsverðra aðgerða. Algengt var að kambur og pinion væru líka ónýtir eftir að hafa unnið saman með keisinguna hringlandi inn í kögglinum og upprunalega stillingin á drifinu farin lönd og leið.

Þessvegna tókum við ALLA nýja ARB lása í sundur áður en við reyndum að stilla inn drif á þá og tékkuðum stýringarnar af. Sumir voru í lagi með þéttar stýringar og sumir með stýringarnar svo rúmar að það var auðfinnanlegt slag í þeim með höndunum -og allt þar á milli. Í þeim verru þurfti að sjóða á stýringarnar og renna þær upp. Stundum bæði stýringuna á litla lokinu og líka stýringuna á samsetningunni undir kambinum. Þetta var feiknarlegt stuð að þurfa að standa í þessu með splunkunýja rándýra ARB lása - eða hitt þó heldur! Þessum lásum var síðan breytt og nýrri útgáfur eru ekki með samsetningu á endanum - af fyrrgreindum ástæðum.

Ef marka má förin í hásingarhúsinu á þessu drifi þá er ljóst að kamburinn hefur leikið nokkuð lausum hala þarna inni. Sem bendir aftur til að lítið sé eftir af títtnefndri stýringu. Nú er algerlega tímabært að ræsa út Snilla rennimeistara og fá hann til að doktora kvikindið. Sjóða upp með pottvír, renna til, merkja saman hlutana og enda á því að plana kambsætið. Vonandi hefur kambur og pinion sloppið, ef það blasir ekki við kemur það í ljós þegar reynt verður að stilla drifið inn upp á nýtt.

Góða skemmtun.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá sukkaturbo » 13.jan 2016, 21:13

Sæll Ólafur ja hérna og ég ætlaði bara að henda þessu saman.Það breitist snarlega við þessar upplýsingar þetta verður að skoða eins og þú segir og mikið takk fyrir þessar upplýsingar. Gæti læsingin jafnvel verið ónýt spyr ég eða er alltaf hægt að gera við þetta


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá olei » 14.jan 2016, 10:10

Því miður Guðni, ég man þetta ekki allt lengur. Ég man nú ekki betur en það væri hægt að redda þessu vandamáli í þeim í flestum tilvikum. Það er síðan annað mál hvort að það borgar sig ef greiða þarf fyrir þá vinnu á útseldum tíma á renniverkstæði + að kaupa aðra varahluti sem þarf í lásinn. Mig grunar nú samt að þessir lásar að framan í Patrolinn séu ekki auðfáanlegir notaðir og þeir kosta skilding nýir þannig að það er líklega talsvert á sig leggjandi við að flikka upp á þetta ef eigandinn vill halda lásnum.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá sukkaturbo » 14.jan 2016, 12:28

oli hvar eru þessar stýringar í lásnum

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá jongud » 14.jan 2016, 12:48

Ég heyrði að einhverjir hafi verið svo grófir að punkta lokið á læsingunni fast með rafsuðu.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá olei » 14.jan 2016, 18:37

Stýringar, kannski er til betra orð yfir þetta, en hér er það sem ég á við:
Endinn á læsingunni sem litlu (brotnu) botlarnir halda er með brík/stalli sem stingst inn í mismunadrifshúsið. Rauðu örvarnar sýna hvar hún leggst að mismunadrifshúsinu.
Image
Þessi brík á að vera stíf inn í húsið, helst þannig að það þurfi að banka létt á endann með hamri til að þetta fari saman. Það er ásættanlegt að það sé hægt að koma þessu saman án verkfæra ef maður finnur alls ekkert slag í þessu - en þá er líka betra að gumsa á þetta sverasta legulími sem til er í kaupstaðnum.

Hin stýringin sem ég er að tala um er á samskeytunum við kambinn.

Image

Þar sem þessi samskeyti eru boltuð saman með kamb-boltunum þá losna þau ekki. En ef þessi stýring er of rúm þá er undir hælinn lagt hvort að læsingin stýrist rétt saman. Stundum er kast á sætinu fyrir kambinn sem veldur misjöfnu slagi í drifinu eftir því hvar er í hringnum. Til að það sé rétt þurfa báðar þessar stýringar að vera þokkalega þéttar, í það minnsta slaglausar.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá sukkaturbo » 14.jan 2016, 22:59

Sæll Óli og takk fyrir þetta ég prufaði að setja saman í dag og þetta er svo stíft að ég þarf að banka það saman með léttum hamri svo þetta virðist þá vera nokkuð stíft


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá olei » 15.jan 2016, 06:33

Það var undarlegt. En ef þetta er það þétt að þú þarft hamar til að banka það saman þá eru stýringarnar í fínu lagi og engra aðgerða þörf annað en plokka boltabrotin úr og setja nýja bolta og líma þetta vel.

Þá vaknar samt spurningin, hvernig gat kamburinn náð í hásingarlokið, og af hverju brotnuðu botlarnir - etv. lausir og skrúfast út og hausarnir rekist í?
Var drifið laust í kögglinum þegar þú reifst þetta í sundur eða var vel þétt að hliðarlegunum?

Sannast enn að bilanagreiningar yfir netið eru ekkert grín. :)


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá sukkaturbo » 15.jan 2016, 08:12

SÆll Óli allt var vel fast nema lokið því boltarnir voru farnir.Ég tel að boltahaus einn eða fleiri hafi dregist upp á milli kambsins og húsins. Það sem bjargar málum í þessu tilfelli er að við höggið þá brotnar öxullinn og millibilsstöngin fer í U og hjólin vísa saman að framan.Bílnum var lagt svo til á staðnum.Ég reif þetta svo og þegar ég sá hvernig öxullinn var þá ákvað ég að rífa hásinguna til grunna sem ég tel hafa bjargað læsingunni. Ef við hefðu sett öxul í og haldið áfram að keyra hefði orðið verulegt tjón. En takk félagar fyrir aðstoðina og að taka þátt í umræðunni.Ég hef viljandi spurt hinna ýmsu spurning hér á spjallinu. Sumar eru einfeldingslegar þá er ég með það í huga að safna saman hér upplýsingum og myndum um hina ýmsu hluti og tilfelli.Ég hef fengið að heyra að ég sé einfeldingur sem er auðvitað rétt.

Sælir eru einfaldir segir einhversstaðar. En eftir stendur ýmislegt fróðlegt og nothæft efni fyrir hina einföldu he he.Þá er þessum Þræði lokið og kveðja Einfeldingurinn á Sigló

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá jongud » 15.jan 2016, 08:16

Boltarnir geta skrúfast úr ef þeir eru ekki límdir í, það kom fyrir hjá mér.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá sukkaturbo » 18.jan 2016, 13:27

Sælir félagar er búinn að setja loftlæsinguna tvisar saman án þess að hún virki. O-hringurinn sem er inn í henni þessi svarti og minni en þeir eru tveir klippist í sundur þegar ég set lokið ofan í. Er einhver aðferð sem ég þarf við að setja lokið ofan á án þess að klippa O-hringinn í sundur er búinn að vanda mig svo að það hálfa væri nóg og var tunga kominn á milli á tímabili. Einhver ráð eða er ég að gera þetta í vitalusri röð.
Viðhengi
O-hringur í rauf fer alltaf í sundur.JPG
O-hringur í rauf fer alltaf í sundur.JPG (1.42 MiB) Viewed 3290 times


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá olei » 18.jan 2016, 18:45

Ég man því miður ekkert eftir þessu Guðni.

User avatar

Baikal
Innlegg: 59
Skráður: 01.feb 2010, 02:27
Fullt nafn: Jón Kristjánss
Bíltegund: Hilux

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá Baikal » 18.jan 2016, 22:17

sælir.
Guðni ertu að smyrja hringina eh. eða ertu með þá þurra? það er oft íllmögulegt að koma svona hringum samann þurrum, eins og þú veist vilja svoleiðis aðfarir oft valda gremju hjá báðum aðilum, smá sílikonfeiti, álmak eða bara gamla góða vaselinið hjálpar oftast.
kv.
JK
I don't suffer from insanity, I enjoy every minute of it....


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá Izan » 18.jan 2016, 22:40

Framælsingin mín að framan var pungtsoðin saman þ.e. skrúfuð saman á 4 boltunum og soðnar stuttar rendur á milli þeirra. Þetta hefur haldið kjafti síðan þetta fór í og verið notuð svona eitthvað. Gæti orðið bras ef hún tekur upp á að bila einhverntíma en þá er ekkert annað en að opna hana í rennibekk.

Kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá sukkaturbo » 19.jan 2016, 07:51

Sæll Jón er búinn að smyrja og smyrja og smyrja og fara varlega en ekkert gengur enn.Þetta er einhver klaufaskapur í mér hlítur að koma fyrir sumarið

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá ellisnorra » 19.jan 2016, 16:37

Er þá ekki gamla trikkið, frysta innri helminginn og taka lærið úr ofninum og velgja ytri helminginn? Bara ekki um of svo hringurinn verði ekki spældur :)
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Patrol læsing biluð

Postfrá sukkaturbo » 19.jan 2016, 18:26

Sælir félagar smíði nýjan o-hring og eldri hringnum þeim stærri stytti hann og límdi saman og lét hann passa almennilega í raufina. Sá sem ég fékk nýjan var örugglega aðeins of lítill. En þetta small saman stillti drifið og prufað og virðist allt virka og vera þétt takk fyrir aðstoðina kveðja guðni


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir