Veltibúr í jeppa

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Veltibúr í jeppa

Postfrá Finnur » 11.jan 2016, 08:54

Sælir
Mig langaði að heyra reynslusögur frá mönnum sem hafa smíðað veltibúr í jeppa. Ég er með willys með orginal veltiboga sem boltast fastur við boddý skúffuna. Mig langar að bæta við búrið fram að gluggastykki ásamt því að tengja það niður í grind. Boddýið er á púðum sem eiga að einangra víbring og annan ófögnuð frá grindinni en mig langar að nýta búrið til þess að stífa af grindina og auka öryggið í veltum því ég hef séð hvernig skúffurnar lummast þegar búrið fær á sig alvöru högg. Ég myndi þá um leið tengja búrið fram að framhásingu til þess að stífa allt meira af.

Hvernig er best að tengja veltibúið við grind og lágmarka víbringur og annan ófögnuð. Ég var búinn að sjá fyrir mér stól úr grindinni sem endaði í flangs undir skúffunni sem boltast gegnum skúffuna í búrið fyrir ofan. Á milli ætlaði ég að hafa 10-20 mm gúmmí til að draga úr víbringi. Einnig var ég búinn að velta fyrir mér að nota stífugúmmí þannig að tengingin á milli grindar og skúffu færi í gegnum svona stífugúmmí og vasa á móti.
Er einhver sem er búinn að prufa sig áfram í þessu og getur upplýst um niðurstöður.

kv
KFS



User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Veltibúr í jeppa

Postfrá jongud » 11.jan 2016, 12:51

Þeir eru búnir að pæla mikið í þessu í USA, hér er ein algeng lausn;
Image

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Veltibúr í jeppa

Postfrá ellisnorra » 11.jan 2016, 16:44

Einmitt eins og mér datt strax í hug, það sem Jón setti inn. Færð örugglega allt sem þú vilt í þessari lausn.
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 21 gestur