Driflæsing toyota

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Cruser
Innlegg: 154
Skráður: 29.mar 2010, 17:05
Fullt nafn: Bjarki Logason

Driflæsing toyota

Postfrá Cruser » 09.jan 2016, 16:56

Sælir félagar
Nú er svo komið að einn félagi minn var að kaupa sér 90 cruser, og afturlæsingin er biluð já og búið að fjarlæga rafmagns mótorinn. En hann á til lofttjakk til að setja í staðinn. Þá komum við að því ég hef aldrei sett svona búnað í, þarf að breyta einhverju já og þarf maður að taka köggulinn úr. Geri mér grein fyrir því að það þurfi loftdælu og þess háttar, bara aðalmálið hvort þurfi að smíða eitthvað eða breyta.

Með von um góð svör.

Kv Bjarki


Kv
Bjarki


gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: Driflæsing toyota

Postfrá gunnarb » 10.jan 2016, 10:21

Hæ.

Þú átt ekki að þurfa taka köggulinn úr, ef þetta er tjakkur frá Kristjáni í Borgarnesi er þetta "plug and play". Tjakkurinn hreyfir "pinnann sem rafmótorinn hreyfði áður" Síðan er bara að græja loftdælu, t.d. arb til að skjóta tjakknum fram. Náðu þér í teikningu af hásingunni og þá sérðu hvernig þetta er gert.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir