Síða 1 af 1
					
				Lengri öxlar
				Posted: 05.jan 2016, 22:48
				frá isak2488
				Sælir. Núna er næst á dagskrá að breikka hásingar undir 60 Landcruisernum hjá mér.
Það sem stendur helst á er að finna fyrirtæki í usa sem selur lengri öxla en orginal.
Ef einhver hefur reynslu af þessu væri gott að fá að vita hvaða fyrirtæki maður gæti talað við.


 
			
					
				Re: Lengri öxlar
				Posted: 05.jan 2016, 23:05
				frá Brjotur
				Hefur þú eitthvað fyrir þér í því að þetta sé möguleiki ?  'eg veit af eigin reynslu að hægt er að kaupa öxla í lengdum fyrir amerísku bílana , þetta verður gaman að sjá og heyra ef þetta er hægt :)
			 
			
					
				Re: Lengri öxlar
				Posted: 05.jan 2016, 23:57
				frá xenon
				Þetta er vel hækt talaðu við þá hjá 
http://www.rcvperformance.com/Ég er ný búin að fá sérsmíðað chrom öxlasett 4 stk frá þeim í hásingu sem ég er að smíða það er Lc80 hásing með Lc60 drifi 
Kv Snorri
 
			
					
				Re: Lengri öxlar
				Posted: 05.jan 2016, 23:58
				frá rockybaby
				
			 
			
					
				Re: Lengri öxlar
				Posted: 06.jan 2016, 21:35
				frá isak2488
				Glæsilegt, ræði við þá,takk fyrir.
			 
			
					
				Re: Lengri öxlar
				Posted: 07.jan 2016, 00:57
				frá Örn Ingi
				Endilega deildu því með okkur hérna hvað kemur út úr þessu hjá þér, ég á einn svona cruiser og velt því sama fyrir mér!
			 
			
					
				Re: Lengri öxlar
				Posted: 07.jan 2016, 09:47
				frá ElvarP
				Athugaðu líka með öxla frá Yukon, þeir eiga til öxla í lc 40-80 sem eru lengri og með extra löngum rillum þannig að hægt er að saga þá í lengd.
			 
			
					
				Re: Lengri öxlar
				Posted: 07.jan 2016, 16:03
				frá Tjakkur
				Þessir bílar voru til með hliðarsettri drifkúlu á afturhásingu (eins og LR og Suzuki Fox) Annar öxullinn í þeim er mjög langur.
			 
			
					
				Re: Lengri öxlar
				Posted: 08.jan 2016, 21:21
				frá isak2488
				vitið þið hvað maðurinn heitir sem breytti þessum bíl.
Langar að vita breiddina á hásingunum hjá honum og backspeisið á felgunum hjá honum.

 
			
					
				Re: Lengri öxlar
				Posted: 08.jan 2016, 22:12
				frá jeepcj7
				Ef ég man rétt er þessi bíll á dana 44 framan og 12 bolta gm að aftan undan blazer eða gm pickup svona hásingar eru ca.172-4 cm á lengd.
Ps. Ég held að með 15" felgum sé ekki hægt að vera með meira backspace en ca.10 cm á þessum hásingum.
			 
			
					
				Re: Lengri öxlar
				Posted: 09.jan 2016, 22:21
				frá ellisnorra
				Svo er líka athugandi að finna aðra öxla. Það eru ef mig minnir rétt 30 rillur í toyotunni eins og mörgum amerískum hásingum. Til dæmis 12 bolta gm.
			 
			
					
				Re: Lengri öxlar
				Posted: 09.jan 2016, 23:29
				frá Örn Ingi
				
			 
			
					
				Re: Lengri öxlar
				Posted: 10.jan 2016, 00:47
				frá isak2488
				jú passar, 30 rillur.  ég er með barkalása og þarf þá að fá öxla með rillum extra langt inná öxul læsingarmegin.
Þeð er kannski eitthvað sem rennismiður getur reddað?
			 
			
					
				Re: Lengri öxlar
				Posted: 14.jan 2016, 21:39
				frá isak2488
				Þeir hjá RCVperformance.com  eru nú ekkert að flýta sér að svara fyrirspurninni, hljóta að vera fleiri fyrirtæki í þessum custom öxlum.
			 
			
					
				Re: Lengri öxlar
				Posted: 15.jan 2016, 07:54
				frá Kiddi
				
			 
			
					
				Re: Lengri öxlar
				Posted: 16.jan 2016, 20:30
				frá Örn Ingi
				
			 
			
					
				Re: Lengri öxlar
				Posted: 16.jan 2016, 20:32
				frá isak2488
				snillingur, takk fyrir
			 
			
					
				Re: Lengri öxlar
				Posted: 17.jan 2016, 00:30
				frá Freyr
				Rcv rukkar 50 $ aukalega á öxul fyrir að breyta þeim; rillur, og lengd....
			 
			
					
				Re: Lengri öxlar
				Posted: 17.jan 2016, 10:46
				frá Örn Ingi
				Eins og eg sagði endilega leifðu okkur að fylgjast með þessu hjá þér ef af verður. Mjög svo spenntur fyrir þessu.
			 
			
					
				Re: Lengri öxlar
				Posted: 17.jan 2016, 19:26
				frá isak2488
				já geri það, fer vonandi útí þetta í vor eða sumar