Síða 1 af 1
33"læst drif/35"ólæst
Posted: 25.jan 2011, 22:34
frá HHafdal
Jæja snillingar þar sem hásingarnar mínar sem ég keyfti með læsingum ganga ekki með nógu lágum hlutföllum fyrir 35 tommuna þá er spurninginn hvort er betra að hafa meira flot í dekkjum eða læst drif á minni dekkjum?
Kveðja Dóri sem ekur um á Musso sem fer hægt en kemst það yfirleitt að lokum.
Re: 33"læst drif/35"ólæst
Posted: 25.jan 2011, 22:45
frá Izan
Sæll
Hvaða helvítis bull er þetta, það munar sáralitlu á 33" dekkjum og 35" og alls ekki nógu til að velta svona löguðu fyrir sér. Settu læsinguna undir og stóru dekkin og hugsaðu ekki um hlutföll fyrr en í 38" dekkjum.
Ummál 35" dekkja er 6% lengra en ummál 33".
Kv Jón Garðar
Re: 33"læst drif/35"ólæst
Posted: 26.jan 2011, 08:59
frá Stebbi
Izan wrote:Sæll
Hvaða helvítis bull er þetta, það munar sáralitlu á 33" dekkjum og 35" og alls ekki nógu til að velta svona löguðu fyrir sér. Settu læsinguna undir og stóru dekkin og hugsaðu ekki um hlutföll fyrr en í 38" dekkjum.
Ummál 35" dekkja er 6% lengra en ummál 33".
Kv Jón Garðar
Ef ég hef skilið hann rétt þá eru hærri hlutföll í læstu hásingunum en þessum sem eru í bílnum núna. 3.73 sem er í læstu hásingunum gengur alveg upp á 35" en 4.27 sem er í honum núna er nær því að vera rétt fyrir 35".
Re: 33"læst drif/35"ólæst
Posted: 26.jan 2011, 10:11
frá HHafdal
Það er rétt 3,73 er í læstu hásingunni það sem ég er hræddur við er það að ég er með trússkerru aftan í bílnum á sumrin og er hræddur um að það sé of mikið álag á skiftinguna með svona háum hlutföllum ég er ekki mikið í vetrarferðum en tek nokkrar ferðir í Hrafntinnuskerið og þar er ég smeykur við 33 tommu dekkin þó það muni ekki mikið á 33 og 35 er samt meira flot í þeim.
Re: 33"læst drif/35"ólæst
Posted: 26.jan 2011, 11:17
frá hfreyr
er á lágum hlutföllum og á 35" jú hann eyðir aðins meira er stífari á staðdró um síðustu helgi bílakerru með 2 fjórhjólnum og þetta var stór og mikill kerra va bara í afturdrifinu og það var enginn munnur á því að sleppa að vera með kerruna eða með hana ef þú ert hræddur við skiptinguna er þá ekki spurning um að fá sér aukakæli á skiptinguna.
http://www.youtube.com/watch?v=tzxxok-H08E
Re: 33"læst drif/35"ólæst
Posted: 26.jan 2011, 12:20
frá Freyr
HHafdal wrote:Það er rétt 3,73 er í læstu hásingunni það sem ég er hræddur við er það að ég er með trússkerru aftan í bílnum á sumrin og er hræddur um að það sé of mikið álag á skiftinguna með svona háum hlutföllum ég er ekki mikið í vetrarferðum en tek nokkrar ferðir í Hrafntinnuskerið og þar er ég smeykur við 33 tommu dekkin þó það muni ekki mikið á 33 og 35 er samt meira flot í þeim.
Ég myndi setja læstu hásinguna undir og hafa hann á 33". Ef snjórinn við skerið er þannig að þú kemst það ekki á 33" með læst drif er hvort eð er afar ólíklegt að þú komist það á 35" en hinsvegar er mikill munur að vera með lásinn við svo margar aðstæður, til að mynda þegar ekið er upp brattar brekkur með lélegu gripi og farið yfir ár með lausan botn, sérstaklega fyrst þú ert mikið með kerru. Mæli svo með auka kæli á skiptinguna, færð fína kæla á sanngjörnu verði í t.d. H. Jónsson á Smiðjuvegi.
Freyr
Re: 33"læst drif/35"ólæst
Posted: 26.jan 2011, 15:51
frá HHafdal
Takk strákar ég er mikið bjartsýnni eftir þetta ég byrja bara á að skifta um aftur hásinguna og sé hvernig hann er að virka í afturdrifinu.
Re: 33"læst drif/35"ólæst
Posted: 26.jan 2011, 20:11
frá Þorri
Ég er með 4.56 drif í mínum og er á 35" þetta drif er helst til lágt finnst mér hann væri örugglega nær eðlilegum snúning á 4.27. Ég er með hitamæli á skiptingunni hjá mér og áður en ég setti auka kæli í hann þá var skiptingin á hita sig í kömbunum og ef ég hengdi tjaldvagn aftan í hann þá mátti varla vera gola á móti þá fór skiptingin að hita sig. Ég setti kælir úr gömlum explorer í hann læt vökvan fara fyrst í gegnum orginal kælinn svo auka kælinn og síðan þá hefur skiptingin aldrei hitnað upp fyrir það sem eðlilegt getur talist ekki einu sinni með hestakerru með tvem feitum grasmótorum í. 35" fór ekki undir hjá mér fyrr en kælirinn var kominn í. Allavega ef þú ætlar að draga eitthað á honum þá skaltu fá þér auka kæli og mæli fyrir skiptinguna og vera með hann á lægri drifunum. Tóti musso á örugglega til handa þér afturhásingu með réttu drifi með lás prufaðu að hafa samband við hann.
Kv. Þorri
Re: 33"læst drif/35"ólæst
Posted: 26.jan 2011, 23:21
frá Freyr
Láttu olíuna fara fyrst gegnum aukakælinn og svo org. kælinn í vatnskassanum. Annars er olían alltaf of köld nema undir fullu álagi sem gerir skiptinguna leiðinlegri. Með því að fara fyrst gegnum aukakælinn og svo þann í vatnskassanum þá leitast org. kælirinn við að halda olíunni alltaf jafn heitri og á réttu hitastigi og þá vinnur skiptinginn eins og hún á að gera.
Freyr