Síða 1 af 1

Pústurrörs túpa

Posted: 06.des 2015, 21:08
frá emmibe
Sæl öll,nú vantar mig netta (túpu) á pústið hjá mér eða einhvað sem dugar. Ætla að fjarlægja hljóðkútinn þar sem hann er svo asnalega staðsettur að það veldur fyrirstöðu í snjó og er líka klettþungur. Er búinn að prufa að setja opið rör frá kvarfanum en það er mjög þreytandi sound. Hvað hafa menn verið að setja á svona opið rör? og hvar kaupi ég. Á kannski einhver svona í skúrnum.

Eru t.d svona Cherry Bomb Glasspack Mufflers http://www.jegs.com/p/Cherry-Bomb/Cherr ... 4/10002/-1 góðir?
Þetta http://www.amazon.com/Cherry-Bomb-87522 ... B003E5P7EW er á Amason en tæpur 4000 kall finnst mér grunsamlega lágt (CE copy kannski)

Kv. Elmar
sem nennir ekki að hringja í pústverkstæðin.

Re: Pústurrörs túpa

Posted: 07.des 2015, 00:14
frá Sævar Örn
sæll vinur, var lengi með opið púst á 1600 súkkunni hjá mér bara hvarfakút og ekkert annað, fannst hljóðið strax leiðilegt og fór aftur í BJB og þeir sögðust ætla að prufa að breyta aðeins endanum á pústinu, þ.e. láta hann vísa ansi harkalega niður á við, nærri 90°, og þvílíki munurinn, ég hætti við að láta þá setja hljóðkút eða túbu þetta var alveg nóg!

Re: Pústurrörs túpa

Posted: 07.des 2015, 01:08
frá emmibe
Sæll, snilld ekki datt mér í hug að prufa þetta einfalt og fljótlegt.